blaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 1

blaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 1
FRJALST, OHAÐ & OKEYPIS! ■FERÐALOG Eitt það mest heillandi við ferðalög er að þá næst ekki í mann í síma. | SÍÐA18 ■ MEWWIWG Sigurður Örlygsson heldur upp á sextugsafmælið sitt með myndlistarsýningu í Listhúsi Ófeigs. |s(ða37 174. tölublaó 2. árgangur fimmtudagur 3. ágúst 2006 Valgerður Auðunsdóttir bóndakona á Húsatóftum I á Skeiðunum, óttaðist um eiginmann sinn og dóttur þegar þau börðust við að bjarga gripum úr miklum eldi sem braust út á baenum í gærmorgun. „Ég hefði viljað koma í veg fyrir að þau færu þarna inn, maður gerir ekki svona. Þau eru dýrmæt- ari en gripirnir.“ Á fjórða tug kúa brunnu inni en ábúendum tókst með snarræði að bjarga nokkrum gripum. Fjósið og hlaðan á bænum urðu eldinum að bráð en slökkviliði tókst að koma í veg fyrir að eldurinn læsti sig í verkfæra- skemmu. Heimilisfólkið þakkar slökkviliðinu fyrir snör handtök. Eldsupp- tökeruókunn. sfÐA4 Óttaðist um mann sinn og dóttur Þrír krakkar gripnir við að hnupla áfengi Þrír 12 ára stálu vodkapelum ■ Settu tvo vodkapela inn á sig ■ Hluti af stærra vandamáli segir forvarnafulltrúi Eftir Val Grettisson valur@bladid.net Þrír tólf og þrettán ára drengir voru gripnir i verslun ÁTVR í Hafnarfirði á þriðjudaginn við að stela tveimur vodkapelum. Starfsmenn versl- unarinnar gripu þá þegar þeir gengu út en einn þeirra komst undan á hlaupum. Hann náðist síðar og komust báðir pelarnir til skila. Athaefið hefur verið tilkynnt til lögreglu. Drengirnir þrír komu inn í Áfengisverslun ríkisins um miðjan dag á þriðjudaginn og létu lítið fyrir sér fara að sögn sjónarvotts sem var staddur í versluninni. Drengirnir tóku tvo vodka- pela og freistuðust til þess að ganga út og komast undan með þýfið. Vökulir starfsmenn ríkisins höfðu veitt þeim athygli og eltu þá út úr búðinni. Þar gripu þeir tvo pilta en einn kom sér undan á hlaupum. Pelarnir tveir voru innanklæða á drengjunum og komust þeir til skila. Athæfið var tilkynnt til lögreglu og þriðji pilt- urinn náðist í kjölfarið. Að sögn varðstjóra lög- reglunnar í Hafnarfirði var haft samband við for- eldra og svo var félagsþjónustan látin vita en slíkt er alltaf gert þegar einstaklingur undir lögaldri verður uppvís að afbroti. Drengjunum var sleppt í fylgd foreldra samdægurs. Málið telst upplýst að fullu. „Þetta er grafalvarlegt vandamál,“ segir Árni Guðmundsson, fulltrúi æskulýðs- og tómstunda- mála í Hafnarfirði. Hann segir málið hljóma eins og hluti af stærra vandamáli. Hann segir allt of mörg börn vera veglaust á götum úti. „Ef börn eru komin svona langt, svona ung, þá er eitthvað stórkostlegt að,“ segir Árni og telur rót vandans mega finna í skorti á úrræðum fyrir unglinga sem eiga við vandamál að stríða. Hann segir að unglingageðdeild hafi ekki fylgt þróun samfélagsins undanfarin ár og ljóst er að hús- næði þeirra er löngu sprungið. Hann segir að það hafi alvarleg áhrif á skólakerfið sem þarf að tak- ast á við einstaklinga með alvarlveg vandamál án sértækra sérfræðikunnáttu. „Það er mikið af krökkum sem þurfa á verulegri aðstoð að halda," segir Árni áhyggjufullur vegna ástandsins. Málið er enn í vinnslu hjá lögreglu. Feröalög: Löng bið í Leifsstöð Farþegar hafa þurft að bíða langtímum saman í biðröð eftir innritun í flug í Leifsstöð. Gunnar Ólsen, hjá IGS, flugþjó- nustunni á Keflavíkurflugvelli, segir ástæðurnar vera tvær. Annars vegar hvað flugfélö- gin tímasetji flugin sín með skömmu millibili og hins vegar að flugstöðvaraðstaðan sé ófullnægjandi. S|ÐA ■ Þingmenn: Strandaglópar í Stokkhólmi Þrír þingmenn og tveir starf- smenn Alþingis misstu af fyrsta degi þingmannaráðstefnu um norðurskautsmál vegna tafa á flugi og þess sem einn þeirra kal- lar klúður hjá starfsmönnum Ice- landair. Björgvin G. Sigurðsson þingmaður segir að ef þingmen- nirnir hefðu ekki gripið til sinna ráða hefðu þeir sennilega aldrei komist á leiðarenda. SIÐA2 IGOLF Rétta kylfan „Hver og einn golfari þarf kylfu sem hent- ar honum. Því er mikilvægt að standa vel að valinu á réttu kylfunni sem hentar fyrir stærð og gerð kylfingsins," segir Sigurð- ur Hafsteinsson golfkennari. i síða 38 ■ VEÐUR Þykknar Þykknar upp suðvestan til og rignir. Hiti 12 til 23 stig, hlýjast norðaustan til. | SÍÐA2 ■ GOÐSÖGW Sérvitur stórstjarna Katharine Hepburn uð og sérvitur. Hún fór sínar og er ein skærasta stjarna Hollywood fyrr og síðar. | SÍÐUR24 OG25 Eldri týpur á Góður afs! sum og serium Eingöngu í fáeina daga! byggt „ , . Kringiunni Smarahnd 568 9400 554 7760

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.