blaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 4
4 I FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2006 blaðiö
Sprengjuárás Fólk skoðar
verksummerki sprengingar.
Eldsvoði á Skeiðum:
Fjósið og hlaðan
brunnin til
kaldra kola
Afganistan:
Danskur
hermaður sár
Danskur hermaður særðist í suð-
urhluta Afganistans í gær þegar tali-
banar gerðu árás á danska herstöð.
Árásin er sú þriðja á þeirri viku sem
liðin er síðan Danirnir voru sendir
í landshlutann þar sem mikil róstur
hafa verið undanfarið. Á þriðjudag
létust þrír breskir hermenn á svip-
uðum slóðum og voru það fyrstu
dauðsföilin á meðal hermanna
NATO síðan að bandalagið tók við
stjórn mála i Suður-Afganistan
af Bandaríkjamönnum. Danski
hermaðurinn var fluttur á spítala
í Kandahar en frekari upplýsingar
voru ekki gefnar um ástand hans.
Forvarnir:
Vekjum karla
til umhugsunar
Karlahópur Femínistafélags
íslands og V-dagssamtökin hófu
í gær herferðir til að hvetja karla
til umhugsunar og umræðu um
nauðganir.
„Við erum bæði að beina
spjótum okkar að körlumsegir
Gísli Hrafn Atlason í karlahópi
Femínistafélags Islands. Hann
segir það sameiginlegt mat sam-
takanna að karlmenn séu í mjög
sterkri stöðu til að hafa áhrif á
umræðuna í sínum vinahópi.
Karlahópur Femínistafélagsins
er að hefja átak sitt fjórða árið i
röð. Það felst meðal annars í að
hengja upp veggspjöld sem eiga
að vekja fólk til umhugsunar
auk þess sem félagar í hópnum
verða fyrir framan áfengisversl-
anir, á Reykjavíkurflugvelli og
BSÍ til að ræða við fólk um mál-
efnið. Nokkrir fara einnig til Vest-
mannaeyja. „Við verðum þar part
úr helginni, ekki til að standa
neinn vörð heldur til að vera sýni-
leg og spjalla við gesti,“ segir Gísli
Hrafn.
Eigum nokkra TRIGANO tjaldvagna
á frábœru tllboösveröl.
Komdu og kynntu þer feröa
vagnaúrvalið hjá okkurl
SEGLAGERÐIN ÆGIH
Tókst að bjarga nokkrum gripum ■ Slökkviliðið stóð
I Ijósum logum Eins og sjá má á myndum sem
heimasætan á bænum tók logaði glatt í útihúsunum
Eftir Gunnar Reyni Valþórsson
gunnar@bladid.net
„Það er bara allt brunnið hér,“ segir
Valgerður Auðunsdóttir bóndakona
á Húsatóftum I á Skeiðunum, en í
gærmorgun brunnu hlaða og fjós á
bænum til kaldra kola. 30 kýr dráp-
ust auk nokkurra kálfa sem og allar
hænurnar á bænum. Engin meiðsl
urðu á fólki og gekk slökkviliði vel
að eiga við eldinn og tókst að koma
í veg fyrir að eldurinn læsti sig í
önnur hús. Heimilisfólki tókst að
bjarga fimm kúm.
„Ég heyrði bara eitthvert hljóð og
þegar ég fór að gá þá var þetta bara
svona, allt í ljósum logum,“ segir
Valgerður. Eiginmanni Valgerðar
og dóttur tókst að bjarga nokkrum
gripum sem Valgerður segir að hafi
verið stórhættulegt athæfi af þeirra
hálfu. „Ég hefði viljað koma í veg
fyrir að þau færu þarna inn, maður
gerir ekki svona. Þau eru dýrmæt-
ari en gripirnir." Valgerður segir
að þeim hafi þó ekki orðið meint af
björgunarstörfunum.
Að sögn hennar kom slökkvi-
liðið fljótlega á staðinn. „Það var
allt í mjög góðum gír. Maður stóð
þarna og gat ekkert gert á meðan
beðið var eftir slökkviliðinu en þeir
komu eftir ótrúlega stutta stund.
Það var dimma þoka og það var erf-
itt fyrir þá að keyra.“ Húsatóftir I
eru í aðeins 400 metra fjarlægð frá
þjóðveginum en þrátt fyrir það sá
síökkvilið ekki heim að bænum frá
veginum. Verkfæraskemma var í
hættu vegna eldsins en Valgerður
segir að slökkviliðið hafi komið
í veg fyrir það að skemman yrði
eldinum að bráð. „Einangrun var
byrjuð að bráðna en þeir björguðu
því, guði sé lof. Þeir stóðu sig mjög
vel í þessu og vissu alveg hvað þeir
voru að gera.“
Valgerður segir að heimilisfólkið
sé ekkert farið að huga að endur-
uppbyggingu á húsunum eða hvort
af þeim verði yfirleitt. „Við ætlum
ekkert að gera það í dag að minnsta
kosti.“ Fjórir búa á bænum. „Það
eru við hjónin, dóttir okkar sem
starfar á Hvanneyri og er hér
heima núna, og síðan erum við með
vinnumann frá Póllandi. Hann fór
í þriggja daga frí og slapp því við
þessi ósköp blessaður, guði sé lof.“
Upptök eldsins voru ókunn þegar
Blaðið fór í prentun. Lögreglan á
Selfossi hefur leitað eftir sérfræði-
aðstoð frá Reykjavík vegna rann-
sóknarinnar og er gert ráð fyrir að
hún taki nokkurn tíma.
Stígamótakonur ósáttar við skipuleggjendur útihátíða:
Litlar forvarnir
við kynferðisofbeldi
Enginn mótshaldari útihátíðar
um verslunarmannahelgina hefur
þegið boð Stígamóta um að koma
upp aðstöðu þar sem hægt er að
taka á móti þeim sem verða fyrir
ofbeldi.
Talskonur Stígamóta sendu móts-
höldurum útihátíða bréf í júní þar
sem þær hvöttu til þess að slíkri að-
stöðu yrði komið upp. Guðrún Jóns-
dóttir hjá Stígamótum segist vona
að bréfið hafi borið árangur, en
telur þó að mótshaldarar séu hugs-
anlega tregir til að fjalla um þessi
„Bömin eru
eftirlitslaus
þegar foreldrar
hleypa þeim á
útihátíð.”
Guðrún Jónsdóttir
hjá Stigamótum
mál opinskátt þar sem slíkt tal
getur sett blett á ímynd hátiðanna.
Á síðasta ári kom í ljós að ellefu
stúlkur leituðu sér hjálpar hjá Stíga-
mótum vegna kynferðisbrota sem
áttu sér stað á útihátíðum. Þetta var
þó ekki fyrr en töluvert var liðið frá
sjálfri verslunarmannahelginni.
„Þetta segir okkur að þarna er virk-
lega brotalöm á umönnun unglinga,“
segir Guðrún. „I fyrsta lagi eru þau
án foreldra sinna og þurfa því ekki
að mæta þeim eftir skemmtun. I
öðru lagi þá gildir ekki sú regla
sem fólk er almennt sammála um;
að á venjulegum skemmtunum þar
sem áfengi er haft um hönd skuli
unglingum yngri en átján ára mein-
aður aðgangur.“ Þetta segir hún
auka hættuna á nauðgunum.