blaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 8
8IFRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2006 blaöió
Verslanir á höfuöborgarsvæðinu:
Unglingar selja tóbak
■ Á ekki að gerast Heilbrigðiseftirlit gerir stikkprufur
Fídel Castro:
Segist við
hestaheiisu
„Ég er við hestaheilsu," höfðu
kúbverskir fjölmiðlar eftir Fídel
Castró, leiðtoga eyríkisins, í
gær. Hann sagðist í yfirlýsingu
vera á batavegi eftir aðgerð sem
hann gekkst undir vegna inn-
vortis blæðinga.
í yfirlýsingu Castro kom
ekkert fram um hvenær hann
myndi snúa aftur til starfa.
Hann fól bróður sínum Raul
völd sín á mánudag þegar hann
gekkst undir aðgerðina og er
það í fyrsta skipti frá valdatöku
Castro sem einhver annar en
hann fer með æðstu völd á
Kúbu.
Það viðhorf hefur heyrst á
Kúbu, og reyndar víðar, að
valdaframsal Fidels Castro til
Rauls bróður síns kunni að
vera undirbúningur að því að
hann láti af völdum á næstunni.
Castro verður áttræður í
þessum mánuði og hefur verið
við völd á Kúbu í tæpa hálfa öld.
Forsvarsmenn
Evrópusambandsins óskuðu
Castro skjóts bata í gær, líkt
og leiðtogar margra Mið-
Ameríkuríkja höfðu áður gert.
Eftir Gunnar Reyni Valþórsson
gunnar@bladid.net
Blaðinu hafa borist ábendingar þess
efnis að eitthvað sé um að fólk sé af-
greitt um tóbak í verslunum og sölu-
turnum án þess að afgreiðslufólkið
hafi til þess aldur. í tóbaksvarnar-
lögum er skýrt kveðið á um að selj-
endur tóbaks verði að hafa náð 18
ára aldri. Lögin veita þó heimild til
undanþágu en á skrifstofum heil-
brigðiseftirlita á höfuðborgarsvæð-
inu kannast menn ekki við að slíkar
heimildir séu í gildi í dag.
Gera stikkprufur
Hjá Heilbrigðiseftirliti Hafnar-
fjarðar- og Kópavogssvæðis fengust
þær upplýsingar frá Guðmundi
Einarssyni, framkvæmdastjóra, að
slík heimild hafi ekki verið veitt í
langan tíma. „Það eru engar undan-
þágur í gangi núna. Það hefur enginn
sótt um og ef að það gerðist þá væri
umsóknin borin undir Vinnumála-
stofnun,“ segir Guðmundur og bætir
við að undanþágurnar hafi helst
verið notaðar fyrst þegar lögin tóku
gildi. Aðspurður hvernig fylgst væri
með því að reglunum sé framfylgt
segir Guðmundur: „Við gerum stikk-
prufur í þessum málum og þetta
hefur ekki verið vandamál hér hjá
okkur.“
Ingibjörg H. Elíasdóttir hjá Um-
hverfissviði Reykjavíkurborgar tekur
í svipaðan streng. „ Það er engin und-
anþága í gangi. Þetta er veitt til sex
mánaða í senn en hér kannast menn
ekki við að hafa veitt slíka undanþágu
lengi. Þetta var svolítið gert fyrsta
árið en nú hafa menn lært á lögin og
margir hafa komið sér upp kerfi þar
sem tóbakið er aðeins selt á einum
kassa. Við tökum á móti kvörtunum
frá almenningi og förum þá í málið
en ég held að það sé langt síðan slík
kvörtun barst sfðast. Hins vegar fáum
við öðru hvoru kvartanir um að það
sé verið að selja unglingum tóbak.“
Skýrar vinnuregiur
Ein ábending sem barst Blaðinu
varðaði Nóatúnsverslun. Kristinn
Skúlason, rekstrarstjóri Nóatúns,
segir að reglurnar hjá þeim séu
skýrar. Hann kannast ekki við að
hafa fengið kvartanir vegna slfkra
atvika inn á borð til sfn enda eigi
þetta ekki að gerast. „Reglurnar hjá
okkur eru skýrar, starfsmönnum er
óheimilt að afhenda tóbak, hafi þeir
ekki aldur til að selja það. Vinnu-
reglan er sú að séu þau beðin um
tóbak þá eiga þau að kalla á yfir-
mann,“ segir Kristinn. Hann segir
starfsmenn í búðunum yfir 18 ára
aldri að minnsta kosti vera tvo yfir
daginn og að minnsta kosti einn á
kvöldin. Sigurður Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka verslunar
og þjónustu, segir lögin alveg skýr
í þessum efnum og ef brögð séu að
því að reglurnar séu brotnar verði
menn að taka afleiðingum af þvf.
Dómsmálaráðherra:
Undrast ummæli
A _
Olafs Ragnars
Ákvörðun Ólafs Ragnars Gríms-
sonar, forseta Islands, að nota ío ára
embættisafmæli sitt til að réttlæta
umdeilda notkun málskotréttar í
fjölmiðlamálinu er undarleg, segir
Björn Bjarnason, dóms- og kirkju-
málaráðherra. Þetta kemur fram á
heimasíðu Björns.
Ólafur Ragnar hefur lýst því yfir
í viðtölum við fjölmiðla að und-
anförnu að hann telji ákvörðun
sína um að neita að skrifa undir
fjölmiðlalögin á sínum tíma hafi
verið rétta. Að hans mati færði Al-
þingi forseta enn meira vald þegar
það ákvað að draga lögin til baka
Telur rök-
seradafærslur
forsetans nú
undarlegar.
Björn Bjarna-
son, dóras- og
kirkjumálaráöherra.
án þess setja þau í þjóðaratkvæða-
greiðslu. Björn segir þingmenn
ekki hafa vitað um afstöðu forseta
þegar þeir fjölluðu um málið og
forsetann aldrei hafa fært efnisleg
rök fyrir synjun sinni. Hann telur
röksemdafærslur forsetans nú
undarlegar.
Með fíkniefni í Herjólfi Maður
reyndi að smygla fíkniefnum
innvortis til Vestmannaeyja
Farþegi með Herjólfi:
Með fíkniefni innvortis
Lögreglan í Vestmannaeyjum
lagði hald á um 8 grömm af hassi,
2 grömm af amfetamíni og eina
e-töflu sem karlmaður bar inn-
vortis við komu Herjólfs til Vest-
mannaeyja í fyrrakvöld.
Efnin fundust eftir að fíkni-
efnaleitarhundurinn Sjarmi hafði
sýnt manninum áhuga og í fram-
haldi af því var farið með mann-
inn á Heilbrigðisstofnun Vest-
mannaeyja í röntgenmyndatöku
og komu efnin þá í ljós. Við yfir-
heyrslu viðurkenndi maðurinn
að vera eigandi efnanna og telst
málið upplýst.