blaðið - 03.08.2006, Síða 10
10 I FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2006 blaðið
í vetnisstrætó
Abdul Kalam gaf
sér tima til að fara
í strætóferð með
forseta íslands
laðiÖ/Gúndi
Forseti Indlands:
þegar hann heim-
sótti Islands.
Hefur ekki séð
kvikmynd í hálfa öld
Islandsvinurinn Abdul Kalam,
forseti Indlands, viðurkenndi
um helgina að ekki hafa séð kvik-
mynd í meira en hálfa öld þar
sem að hann sé svo upptekin við
vísindastörf. Kalam heimsótti ind-
verska hluta Kasmír-héraðs um
helgina og tjáði blaðamönnum að
hann væri giftur vísindastörfum
sínum og hefði því engan tíma
til þess að glápa á bíómyndir. I
stað þess hefur hann unnið að
því að hörðum höndum að koma
Indverjum í hóp kjarnorkuvelda
heimsins.
Abdul Kalam er faðir kjarnorku-
áætlunar Indverja er sagður bera
manna mestu ábyrgð á því að
stjórnvöld í Nýju-Delí hafi komið
sér upp kjarnorkuvopnabúri. I
daglegu tali er hann kallaður „eld-
flaugakarlinn" en hann fór fyrir
liði indverska vísindamanna sem
náðu að þróa eldflaugar sem gætu
borið kjarnovopn.
Kalam hefur alla tíð verið ein-
hleypur. í viðtalinu sagðist Kalam
stundum verða einmana en hann
kæmist yfir það með því að lesa
bækur.
fituskert
og eggjaláus
gerir gœfumuninn
I
3
1
rs
U
o
1 VOGABÆR
2 Sími 424 6525 www.vogabaer.is
Farþegar í Leifsstöð
Þurfa oft að bíða lengi ibiðröö
Millilandaflugið:
Biðraðir í Leifsstöð
■ Margar brottfarir á stuttum tíma ■ Töluvert álag
Eftir Höskuld Kára Schram
hoskuldur@bladid.net
Mikil fjölgun flugfarþega á undan-
förnum árum hefur valdið því að
langar biðraðir myndast reglulega
við innritunarborð í brottfararsal
Leifsstöðvar. Dæmi eru um að
brottför flugvéla hafi tafist vegna
þessa. Gunnar Ólsen, hjá flugþjón-
ustunni á Keflavíkurflugvelli, segir
margar brottfarar á stuttum tíma
sem og ófullnægjandi flugstöðvarað-
stæðum vera um að kenna. Hann er
bjartsýnn á að ástandið lagist þegar
innritunarborðum verður fjölgað í
vetur.
Margir farþegar
„Það verður bara að segjast eins
og er að húsnæðið þolir þetta ekki.
Flugfélögin setja upp áætlun sína
mjög þétt og á svipuðum tíma á
morgnana. Það er í sjálfu sér ekk-
ert óeðlilegt við það en fyrir vikið
verður álagið töluvert á okkur,“
segir Gunnar Ólsen, hjá flug-
þjónustunni á Keflavíkurflug-
velli (IGS).
Töluverðar biðraðir hafa verið
„Nú er háanna-
tími og vissu-
lega myndast
langar biðraðir."
Guöjón Arngrimsson,
lýsingaful
upplýsing;
Icolandair,
fulltrúi
við innritunarborð í brottfararsal
Leifsstöðvar að undanförnu. Á há-
annatíma á sumrin fara allt upp
undir tvö þúsund manns þar gegn á
hverjum morgni. I fyrra fóru alls um
750 þúsund farþegar frá Leifsstöð og
fjölgaði þeim um sextíu þúsund frá
fyrra ári. Allt bendir til þess að þessi
tala verði enn hærri í ár.
Gunnar segir ástandið alltaf að-
eins verra á sumrin. „Sumarmán-
uðirnir eru þungir mánuðir. Það
er komið gríðarlega mikið af fólki
strax um fimmleytið og álagið er
mikið. “
Að sögn Gunnars voru
sett upp fimm ný
innritunarborð síðastliðinn föstu-
dag og eru þau nú þrjátíu talsins. í
vetur er svo reiknað. með að setja
upp sextán ný borð og verða þau þá
alls 46. „Þessi fjölgun kemur til með
að slá verulega á vandann."
Hefur vart undan
Guðjón Arngrímsson, upplýs-
ingafulltrúi Icelandair, segir langar
biðraðir í innritun fylgja þessum
árstíma. „Nú er háannatími og
vissulega myndast langar biðraðir í
innritun á álagstímum á morgnana
og síðdegis og tækjabúnaður flugs-
vöðvarinnar t.d. hvað varðar tösku-
færibönd hefur vart undan. En þetta
hefur samt ekki valdið neinum
töfum að heitið getur.“
f brottfararsalnum hefur Ice-
landairsettuppáttasjálfvirkarinnrit-
unarstöðvar að erlendri fyrirmynd.
„Þær eru mikið nýttar, sérstaklega af
þeim sem eru oft á ferðinni. Það flýtir
fyrir og er jafneinfalt og hraðbanki.“
tCeLANOAtR
Flugumferð:
Meiri mannekla
og þjónustuskerðing
Raskanir urðu á flugþjónustu
flugumferðarmiðstöðvarinnar í gær
vegna manneklu í annað skiptið í
þessari viku. Á fundi fulltrúa flug-
umferðarstjóra og Flugmálastjórnar
með samgönguráðherra síðastliðinn
þriðjudag var fallist á að erlendir að-
ilar yrðu fengnir til að gera úttekt á
ástandinu. Stóðu vonir manna til að
þetta myndi leiða til þess að friður
skapaðist milli deiluaðila.
Að sögn Lofts Jóhannssonar, for-
manns Félags íslenskra flugumferð-
arstjóra, vildi ráðherra ekki fallast á
að gamla vaktakerfið yrði tekið upp á
meðan á úttektinni stæði. „Ég stakk
upp á því við ráðherra að á meðan
úttektin væri gerð þá færum við í
gamla vaktakerfið. Ráðherra vildi þó
ekki sjá til þess þar sem hann vildi
ekki setja sig á móti starfsmanna-
stjórn Flugmálastjórnar. Við þurfum
því áfram að vinna samkvæmt núver-
andi vaktakerfi sem er ósveigjanlegt.
Menn ættu því ekki að vera hissa ef
þeir lenda aftur í sömu vandræðum.“
Að. sögn Ásgeirs Pálssonar, fram-
kvæmdastjóra flugumferðarsviðs
flugmálastjórnar, hafa flugumferð-
arstjórar ekki verið tilbúnir til að
vinna að lausn málsins. „Þetta mál
er búið að vera í gangi í sex ár. Flug-
málastjórn hefur alltaf verið að færa
sig nær flugumferðarstjórum í þessu
máli í endalausu samráði. En þeir
hafa ekki fært sig um millimeter.
Flugmálastjórn hefur sýnt mikið
langlundargeð og sveigjanleika.“
Afganistan:
Sótt að
talibönum
mbl.is Tugir afganskra lög-
reglumanna gerðu áhlaup á
felustaði talibana í suðurhluta
Afganistan. Létust 18 talibanar
í áhlaupinu og fjórir særðust.
Einn lögreglumaður lést í átök-
unum, samkvæmt upplýsingum
frá afgönsku lögreglunni.a
Áhlaupið var gert í Helmand
héraði í Garmsersýslu en þar er
talið að margir talibanar haldi
sig. í síðasta mánuði náðu tali-
banar yfirhöndinni í höfuðstað
sýslunnar í tvo sólarhringa en
Garmsersýsla er við landamæri
Pakistan.
Á mánudag tók NATO við
stjórn sex héraða í suðurhluta
Afganistan af Bandaríkjaher.
Mynd/Golli