blaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 3.ÁGÚST. 2006 blaðió „Lífið er annað hvort djarft ævintýri eða ekkert.“ Páll Ásgeir Ásgeirsson, blaðamaður, er mikill ferðalangur og hefur ferðast um landið þvert og endilangt, oftar en ekki fótgangandi. Um verslunar- mannahelgina stefnir hann norður í land. „Ég er dálítið tvístígandi hvert ég eigi að fara út af veðurspánni. En eins og spáin er núna verður senni- lega bara sólskin fyrir norðan. Ég stefni á að fara í fjallgöngu á Trölla- skaga. Mig hefur alltaf langað til að ganga á þessi fjöll en það eru há fjöll í kringum Eyjafjörð, bæði Kerl- ing, Blámannshattur og fleiri. Mig langar lika að fara keyrandi yfir Heljardalsheiði sem er á milli Kol- beinsdals og Svarfaðadals. Mér er sagt að það sé jeppafært en ég þarf að ganga úr skugga um það,“ segir Páll Ásgeir og bætir við að ekki eigi að taka of mikið mark á veðurspám. ,Það verður náttúrlega að hafa í huga að veðurspá er bara spá. Það er oft varasamt að bíta eitthvað í sig. Þeir sem ætla að fara í velheppnaðar útilegur verða að vera sveigjanlegir. Ég ætla því svolítið að láta ferðina ráðast af veðrinu en norður verður það að vera, því það verður rigning fyrir sunnan.“ Reyni að vera sem mest úti „Það næst ekki í mig í síma,“ segir Páll og hlær þegar hann er inntur eftir því hvað heilli hann helst við útiveru. „Ég held því alltaf fram að ég sæki í þessar kringumstæður vegna þess að mér líður mjög vel í náttúrunni. Oti í náttúrunni er maðurinn í sínu náttúrulega um- hverfi og þess vegna líður honum betur þar heldur en alls staðar ann- ars staðar. Það er ekki flóknara en það. Mér finnst gott að vera úti og reyni að vera sem oftast úti. Ég vil helst vera eitthvað úti á hverjum degi, ef þvi er að skipta." Samt sem áður segist Páll Ásgeir eiga erfitt með að segja til um hver uppáhaldsstaðurinn hans sé enda margir fallegir. „Ég stefni norður í land um helgina af því mig langar til að fara þangað. Ég er nýkominn úr hálfs mánaðar langri útilegu á Hornströndum og þar fannst mér óskaplega gaman. Samt sem áður lenti ég þar í versta veðri sem ég hef lent í á mínum útileguferli en það var ekkert minna gaman. Það var suðaustan rok og rigning einn dag en það kryddaði ferðalagið bara. Maður fær alls konar veður á Horn- ströndum, maður verður að vera við öllu búinn þar.“ Betra samband við náttúruna Páll Ásgeir segist helst sofa í tjaldi á ferðum sínum. „Það finnst mér skemmtilegast því ég tel að þannig komist maður í betra sam- band við náttúruna. Það er ekkert sniðugt að fara í útilegur, sitja inni Páll Ásgeir „Mér finnst gott aö vera úti og reyni aö vera oftast úti. Ég vil helst vera eitthvaö úti á hverjum degi efþví eraö skipta. “ svanhvit@bladid.net Helen Keller í bíl allan daginn og skríða svo inn í hús, fellihýsi eða tjaldvagn. Þá geturðu ferðast heilu dagana en ert aldrei úti við. Hins vegar sjást mjög víða merki þess að fólk sækir í meiri munað. Það eiga stöðugt fleiri fellihýsi, tjaldvagna og þess háttar.Gönguferðir þar sem fólk þarf lítið að bera eru til dæmis sífellt vinsælli. Sem betur fer eru margir valkostir í boði og það getur hver og einn valið það sem hann vill helst gera.“ Samkvæmt Páli er þó misjafnt hve margar tjaldúti- legur hann kemst ( á sumrin. „Ég hef ekki farið neitt óskaplega mikið í sumar og sofið minna í tjaldi en oft áður. En það er líka útivist að „Úti í náttúrunni er maðurinn í sínu nátt- úrulega umhverfi og þess vegna líður honum betur þar heldur en alls staðar annars staðar. Það er ekki flóknara en það." ganga á fjöll í nágrenni Reykjavíkur eða fara út í Gróttu og hlusta á fugl- ana. Svo er sumarið ekki eini útivist- artiminn. Maður getur verið úti að leika sér allt árið ef maður vill. Mér finnst mjög gaman að vera úti á vet- urnar. Undanfarin ár hefur reyndar vantað snjóinn þannig ég hef ekki verið eins mikið úti um vetrartim- ann og ég hefði viljað.“ Þýðir ekkert að skæla Páll Ásgeir er uppfullur af góðum ráðum enda vanur maður á ferð. Að- spurður um hvort hann geti ráðlagt fólki hvert skal fara um verslunar- mannahelgina var hann strax tilbú- inn til þess. „Ef maður vill drekka sig fullan og vera blautur að utan og innan þá er valið auðvelt og maður fer á einhverja útihátíð. Ef það er ekki áhugi fyrir því þá myndi ég fara inn á fjöll, að minnsta kosti miðað við veðurspána. Ég held að það verði sæmilegt veður á Norður- landi og fyrir norðan jökla á hálend- inu. Þangað myndi ég stefna. Það er erfitt að benda á einhvern einn stað en það er víða fallegt fyrir norðan. Ef maður ætlar í útilegu að sumar- lagi á Islandi þá er ekkert erfitt að pakka. Maður tekur bara allt dótið sitt og setur það í bílinn. Svo les maður veðurspána og fer þangað sem veðrið er gott og reynir að fara ekki að skæla ef veðurspáin stenst ekki. Það er nauðsynlegt að vera sveigjanlegur og taka því sem að höndum ber. Það er langskemmti- legast. Það er líka rétt að hafa í huga að það er hægt að vera úti að leika sér þó sólin skíni ekki. Ef það eru ský á fjöllunum þá fer maður bara niður í fjöru eða heldur sig á láglend- inu. Fyrir utan það að ef sólin skín og það er 25 stiga hiti hver nennir þá að labba upp á fjall?“ Náttúran Gamli bærinn á Kvíum f Jökulfjöröum sokkinn í hvannstóö og skógarkerfil. HAFB Nú getur þú hringt og svarað símtölum með GPS tækinuí ASTYRI www.rs. Garmin niivi 360 Það er vit í Garmin nuvi sem ferðafélaga. Garmin núvi er GPS leiðsögutæki með korti af allri Evrópu, með stórum skjá en fer vel í vasa. Tækið inniheldur m.a. MP3 spilara, Ijósmyndarýni, reiknivél, gengisreikni, heimsklukku, orðabók, ferðahandbók og einingabreyti. Tækið er einnig með Bluetooth þannig að það nýtist sem handfrjáls búnaður við GSM í bílnum. iSGflRM/N ©Bluetooth' <«&>vélasalan gtyjl ©rcKfiomidun pj SIGMUNDSSON Umboðsmonn I Akureyri: Haftækni ■ Blönduós: Krákur ■ Egilsstaðir Bílanaust ■ Grundarfjörður: Mareind ■ fsafjörður: Bensínstöðin Reyðarfjörðun Veiðiflugan Selfoss: Hársnyrtlstofa Leifs Vestmannaeyjar Geisli ■ Reykjavlk: Arctlc Trucks, Bllanaust, Elko, Everest, Glsli Jónsson, Hlað, Intersport, Stormur, Toyota aukahlutlr, Útillf, Vestunöst, Yamaha ■ Frihöfnln ANANAUSTUM 1 | 101 REYKJAVlK | SlMI 520 0000 | www.oarmln.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.