blaðið - 03.08.2006, Page 33

blaðið - 03.08.2006, Page 33
blaöiö FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2006 33 vísindi Án trúar eru vísindin hölt, án vísinda er trúin blind. Albert Einstein visindi@bladid.net Kortlagning hafsbotnins Nýlega lauk tveggja vikna leið- angri Árna Friðrikssonar, rannsókn- arskips Hafrannsóknarstofnunar, á Reykjaneshrygg og í landgrunns- hlíðum beggja vegna hans. Mark- mið leiðangursins var að kortleggja með fjölgeislamælingum þekkt kór- alsvæði, friðuð veiðisvæði og mikil- vægar veiðislóðir og afla upplýsinga um jarðfræði hafsbotnsins. Kort- lagningin er undirbúningur frekari rannsókna á búsvæðum kóralla og áhrifum svæðafriðunar á samfélög botndýra þar sem beitt verður fjar- stýrðum búnaði. Leiðangursstjóri var Guðrún Helgadóttir og skipstjóri Guðmundur Bjarnason. Afrakstur Ieiðangursins er ná- kvæmt dýptarkort af 6.700 ferkíló- metrum, sem er með stærri svæðum sem mæld hafa verið með fjölgeisla- mæli við ísland. Nýtist á margan hátt Hafrannsóknarstofnun hefur unn- ið skipulega að kortlagningu hafs- botnsins frá árinu 2000 þegar Árni Friðriksson kom til landsins. I skip- inu er fjölgeisladýptarmælir en með honum er hægt að kortleggja hafs- botninn af mun meiri nákvæmni en með hefðbundnum dýptarmæli. Kortlagningin hefur verið unnin í samvinnu við aðrar innlendar stofnanir eins og t.d. Orkustofnun og Raunvísindastofnun Háskólans. „Við höfum tekið fyrir og kortlagt ákveðin svæði á landgrunninu og þar er bæði um að ræða svæði sem eru mikilvægar veiðislóðir, tengjast viðkvæmum búsvæðum eins og kór- öllum og eru áhugaverð jarðfræði- lega,“ segir Ólafur S. Ástþórsson, aðstoðarforstjóri Hafrannsóknar- stofnunar. „Á næstu árum vonumst við smám saman til að byggja upp heildar- mynd á sjávarbotni á landgrunninu og reyndar allri lögsögunni innan 200 sjómílna. Kortin og upplýsing- arnar sem safnað er nýtast við könn- un á nýjum veiðislóðum og einnig á þekktum slóðum þar sem sjómenn fá betri kort en hafa verið til. Þá munu hafsbotnsrannsóknir innan lögsögunnar veita margvíslegar upp- lýsingar um jarðfræðilega mótun landsins og styrkja þannig stöðu okkar á alþjóðlegum vettvangi,“ seg- ir Ólafur. tmnr >rnt Hafrannsóknir Rannsóknarskipid Arni Friðriksson erbúinn fullkomnum fjöl- geislamæli til kortlagningar hafsbotnsins. Svipaðar rannsóknir víðar Að sögn Ólafs hafa svipaðar rann- sóknir farið fram í sumum nágranna- löndum okkar. „írar, Norðmenn og Kanadamenn hafa t.d. unnið skipulega að því að kortleggja botn- inn innan sinnar lögsögu með fjöl- geislamælingum. Það er ekki langt síðan tæknin gerði mönnum kleift að vinna að kortlagningu á sjávar- botni á þennan hátt. Þegar hún kom til fóru þjóðir sem eiga mikið undir auðlindum sjávar að vinna að þessu kerfisbundið eins og við. Sjávarbotn- inn innan lögsögunnar er náttúrlega hluti af landinu okkar og ég tel að við eigum að setja okkur það mark- mið að eignast jafngóð kort af sjáv- arbotninum og við eigum af landi,“ segir Ólafur að lokum. Mælingar á hafsbotni Kötluhryggur suður af landinu. Horft úrsuðaustri yfir nyrðri hluta mælingasvæðis fyrir sunnan land. Landgrunnsbrúnin er á um 200 m dýpi, í rauðum lit, og mesta dýpi á myndinni er um 1850 m i botni gljúfranna. Breidd rannsóknasvæðisins er um 100 km. Mynd/Gu6rimHelgadóWr/Hafraimsóknarstofnun. Kortlagning 2000-2005 í langtímaáætlun Hafrannsókna- stofnunarinnar um kortlagningu á sjávarbotni hefur verið lögð áhersla á að kortleggja valin svæði á ytri hluta landgrunnsins og landgrunns- hlíðum niður á allt að 2.500 metra dýpi Sunnan- og Vestan lands, auk neðansjávarhryggjanna suðvestur og norður af landinu. Á myndinni hér til hliðar má sjá þau svæði sem hafa verið kortlögð með fjölgeisla- mælingum á árunum 2000-2005. Hafrannsóknastofnun hefur meðal annars unnið að rannsóknunum í samstarfi við ýmsa aðila svo sem Orkustofnun og Raunvísindastofn- un Háskóla íslands. Mælingar Svæði sem hafa verið kortlögð með fjölgeislamælingum á árunum 2000-2005. Háfadjúp Reynisdjúps- gljúfúr Mýrdalsjökuls- gljúfiir Reynisdjúp landgrunnsbrún Hætta á magakrabbameini h'kur á að fótk fái magakrabbamein aukast ef það neytir unnina kjötafurða i miklum mæli samkvæmt nýrri sæn- skri rannsókn. Kjöt og krabbamein Mikil neysla á unnum kjötaf- urðum á borð við flesk, pylsur og reykta skinku eykur líkur á því að fólk fái magakrabbamein sam- kvæmt niðurstöðum rannsóknar sænskra vísindamanna sem kynnt var í gær. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að líkurnar á að fá magakrabba- mein jukust um 15-38% ef neysla á unnum kjötafurðum var aukin um 30 grömm á dag. Vísindamenn við Karónlínsku stofnunina í Stokkhólmi stóðu að rannsókninni og segja þeir að ekki hafi áður verið sýnt fram á tengsl magakrabbameins og neyslu unn- ina kjötafurða með þessum hætti. í niðurstöðunum segir jafnframt að kjötvörurnar hafi oft verið saltað- ar eða reyktar eða nítrati bætt í þær í því skyni að auka endingu þeirra og það kunni að hafa sitt að segja um þá auknu áhættu á magakrabba- meini sem fylgi neyslu þeirra.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.