blaðið - 15.08.2006, Qupperneq 8

blaðið - 15.08.2006, Qupperneq 8
8 I FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2006 blaöiö Engey RE Stærsta fiskiskip íslen- dinga. En öll fiskiskip þjóðarinnar valda um 750 þúsund tonna losun gróðurhúsalofttegunda á ári. Breyta þarf skattkerfi til að draga úr mengun bíla Blaðið í gær. OWtY tlYKMV* Losún groðurhúsalofttegunda at völdum fiskiskipa: ■ Kvótakerfi og umhverfissjónarmið fara saman ■ Sérstök oiíusparnaðarkerfi geta dregið úr losun Eftir Atla ísleifsson atlii@bladid.net Fiskiskip á fslandi valda um 750 þúsund tonna losun gróðurhúsa- lofttegunda á ári hverju. Kristján Þórarinsson, stofnvistfræðingur hjá LÍU, segir tilhneiginguna hafa verið að losun koltvísýrings við veiðar hafi minnkað. „Frá ár- inu 1995 hefur losunin minnkað, en það hafa verið sveiflur. Ljóst er að nýjar veiðigreinar, svo sem veiðar á úthafskarfa og kolmunna, krefjast mikillar olíunotkunar. Við leggjum hins vegar áherslu á að hafa olíunotkunina sem besta, þannig að losunin fari minnkandi.“ Kvótakerfi leiðir til orkusparnaðar Heildarlosun gróðurhúsaloft- tegunda sveiflast töluvert eftir aflabrögðum, bæði heildarafla og aflasamsetningu. „Með upp- töku kvótakerfisins á sínum tíma vita menn fyrirfram hvað má veiða. Veiðarnar byggjast þá á að veiðarnar fari fram með sem lægstum kostnaði, þar með talið sem minnstri olíunotkun. Slíkt gerist ekki í frjálsum veiðum og í sóknarstýringu. Það má því segja að kvótakerfið og umhverfissjón- armið fari saman,“ segir Kristján. Aðspurður hvað sé gert til að minnka losun fiskiskipanna segir Kristján það fyrst og fremst vera verkefni einstakra útgerða. „Þær hafa til þess mjög sterkan hvata að nota sem minnsta olíu og hafa sem minnstan útblástur. Að lág- marka olíukostnað er daglegt verk- efni í útgerð, enda er það stærsti kostnaðarliðurinn á eftir launum starfsmanna.“ Að sögn Kristjáns eru það fjöl- margir þættir sem spila inn í hvernig hægt sé að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. „Hönnun fiskiskipa, val á búnaði, hvernig í«fc.. Kvótakerfið | og umhverfis- v sjónarmið fara saman. 'Sr MBNB& Kristján Pórarinsson, stofnvistfræöingur Fyrirtæki hafa náð að lágmarka olíunotkun. Kristinn Aspelund, upplýsingafulltrúi Marorku skipunum er beitt og margt fleira. Nú fara útgerðarfyrirtækin mun skipulegar í það hvernig einstakar veiðiferðir eru lagðar upp. Það fer hins vegar mikið eftir því hvað á að veiða, hvort veiðin sé orkufrek eður ei. Mjög dýrt og orkufrekt er að veiða til dæmis kolmunna, en menn leitast við að stunda veið- arnar með sem hagkvæmustum hætti.“ Kristján segir þyngstu veið- arfærin sem skipin draga valda mestri losun gróðurhúsaloftteg- unda. „Hitt er svo annað mál að á móti kemur að hluta aflans er ekki hægt að ná með neinum öðrum hætti. Menn binda svo miklar vonir við áframhaldandi tækniþróun til að veiðarnar verði enn hagkvæm- ari. Auðvitað hafa menn augun opin gagnvart öllum möguleikum, vetnisvæðingu og fleiru. Ég hugsa samt að áratugir séu í að það verði raunhæfur kostur, en framfarirnar verða vonandi sem hraðastar.“ Lágmörkum olíunotkun Marorka hefur búið til og selur sérstakan búnað til að stýra orku- notkun um borð í skipum. Krist- inn Aspelund, upplýsingafulltrúi Marorku, segir að nokkur útgerðar- félög á íslandi hafi notast við bún- aðinn og þeim fari fjölgandi. „Við höfum unnið í nokkur ár með HB Granda og Eskju og þau hafa náð árangri í að lágmarka olíunotkun sína og þar með náð að minnka losun gróðurhúsalofttegunda." Búnaðurinn notar tölvulíkön sem sýna hvernig hagkvæmast er að haga málum og lágmarka ol- íunotkun fyrir hvert veitt kíló af fiski. „Megnið af okkar sölu hefur verið erlendis,“ segir Kristinn og bætir við að mesta salan hafi verið í Kanada, Hollandi, Bandaríkj- unum og Færeyjum. leldsneytisspáOrkuspárnefndar kemur fram að olíunotkun vélbáta á aflaeiningu muni minnka um tíu prósent fram til ársins 2015 og fimm prósent til viðbótar fram til 2030. „Notkun togskipa, og eru vinnsluskip þá meðtalin, minnki um fimmtán prósent á aflaein- ingu til 2015 og fimm prósent til viðbótar til 2030. Gert verður ráð fyrir því að notkun loðnu-, síld- veiði- og kolmunnaskipa standi í stað til 2030,“ segir í spánni. ■ ■ ■ I TIIKNINGA-HERBATRÉ Verktakar '?í! í ; il i t i II... Teíknístofur Verkfræðingar Hönnuðir ■ ..það sem fagmaðurinn notar! Armúll 17, tOB Reykjavík síml: 533 1234 fax: 55B 0439 www.isol.is I fótspor broðurins Raul Castro sast 1 fyrsta sinn opinberlega er hann tók á móti Chavez á flugvellinum i Havana á sunnudag Nýjar myndir birtar af Kubuleiðtoga: Chavez heimsótti Castro á sjúkrabeð Kúbverska dagblaðið Granma birti nýjar myndir af Fidel Castro, forseta landsins, í gær þar sem að hann tók á móti Hugo Chavez, forseta Venesúela, og Raul Castro, yngri bróður sínum og starfandi forseta landsins, á sjúkrabeði sínum. Á sunnudag hafði blaðið Juventud Rebelde birt fyrstu myndirnar af Castro eftir að hann tilkynnti að hann þyrfti að gangast undir skurðaðgerð vegna innvortis blæðinga fyrir tveim vikum. Ásamt myndunum birti blaðið tilkynningu frá Castro þar sem hann segist vera á batavegi en varaði þó íbúa landsins við að þeir kynnu að fá slæmar fréttir af heilsufari sínu. Hugo Chavez heimsótti Castro á sunnudag til þess að óska honum til hamingju með áttræðisafmælið og árna honum heilla. Samkvæmt Granma eyddu forsetarnir þremur stundum saman og Raul Castro var einnig viðstaddur. Starfandi forset- inn sást í fyrsta skipti opinberlega frá því að hann tók við völdum af eldri bróður sínum um mánaðamótin á sunnudag þegar hann tók á móti Cha- vez á flugvellinum í Havana. Chavez var eini þjóðhöfðinginn sem heimsótti Castro á afmælis- daginn á sunnudag. Chavez er einn dyggasti stuðningsmaður Castros og ásamt honum helsti andstæðingur Farið yfir málin Hugo Chavez og Fidel Castro ræða saman Bandaríkjanna í Rómönsku Amer- íku, og hafa stjórnvöld á Kúbu notið mikils efnahagsstuðnings frá Venesú- ela á undanförnum árum. Annar dyggur stuðningsmaður Castros, Evo Morales, forseti Bólivíu, stjórn- aði fjöldaafmælissöng fyrir Castro fyrir utan spítala i Bólivíu þar sem kúbverskir læknar starfa. Forsetinn hét því að baka afmælistertu úr kóka- laufum handa Castro og færa honum í desember þegar Kúbumenn munu formlega halda upp á afmæli leiðtoga síns.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.