blaðið - 15.08.2006, Side 12
12 I FRÉTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2006 blaöið
www.ynja.is Útsölustaðir: Esar Húsavík Dalakjör Búðardal
Ömmupizzur:
ítalskt merkt
sem íslenskt
Umbúðir utan um eldbakaðar
ömmupizzur eru skilmerkilega
merktar slagorðinu góðkunna
„Veljum íslenskt.og allir
vinna.“ Ef grannt er skoðað
aftan á pakkann kemur hins
vegar í ljós að pizzurnar eru
ekki framleiddar hér á landi,
heldur í varnarþingi pizzunnar,
á Ítalíu.
Haraldur Friðriksson, fram-
kvæmdastjóri Ömmubaksturs,
segir að um mistök hafi verið
að ræða. „Þetta eru gamlar
umbúðir sem við erum að klára,“
segir Haraldur. „Það urðu mis-
tök í upphafi og þetta verður
ekki svona í framtíðinni.“ Har-
aldur segir að ömmubakstur
láti framleiða pizzurnar fyrir sig
á Italíu eftir eigin uppskrift.
„Þannig séð er þetta íslensk
framleiðsla, en það voru mistök
að merkja umbúðirnar með
þessu slagorði. Þetta á ekki að
vera svona,“ segir Haraldur
um pizzurnar sem framvegis
verða aðeins kenndar við Italíu,
sem hingað til og hér eftir telst
gæðastimpill þegar kemur að
flatbökum.
Hústaka á Reyðarfirði:
VoruAn/ ctð tcdccv upp nýjctr vörur
frá/Vantty fair
Tráhxw verð ötytycbðú ■ TeryýruAZe^ pjóvuAAta/
Opnunartími
Mán-fös 11-18
Lau 11-14
Hamraborg 7 Kópavogi Sími 544 4088
■ Atvikið kært til lögreglu ■ Kom til ryskinga ■ Gíslataka segir framkvæmdastjórinn
Eftir Gunnar Reyni Valþórsson
gunnar@bladid.net
Hópur mótmælenda sem mikið
hefur haft sig í frammi á Austurlandi
í sumar gerði í gærmorgun strand-
högg á skrifstofu verkfræðistofunnar
Hönnunar á Reyðarfirði. Átta manna
hópur fólks lokaði sig inni á skrifstof-
unni og meinaði starfsmönnum út-
göngu. Málið hefur verið kært til lög-
reglu enda segir framkvæmdastjóri
fyrirtækisins að um frelsissviptingu
hafiveriðaðræða.
Verktakar á fasteignasölum:
Ótryggðir og án réttra leyfa
Eftir Höskuld Kára Schram
hoskuldur@bladid.net
Það getur verið stórhættulegt að
eiga viðskipti við fasteignasölu þar
sem ekki er starfandi löggildur
fasteignasali að mati Björns Þorra
Viktorssonar, formanns Félags fast-
eignasala. Hann segir alltof mikið
um sjálfstætt starfandi verktaka á
fasteignasölum hér á landi sem hafi
ekki tilskilin leyfi til að stunda fast-
eignaviðskipti og séu því ótryggðir
gagnvart mögulegu tjóni. Lögreglan
í Reykjavík hefur nú í skoðun mál
fasteignasölunnar Eign.is eftir að
Eftirlitsnefnd fasteignasala taldi sig
hafa rökstuddan grun um að hún
stundaði fasteignasölu án tilskil-
inna leyfa.
„Það er því miður algengt að hér
á landi starfi einstaklingar við
fasteignasölu sem hafa ekki til
þess tilskilin réttindi," segir Björn
Þorri Viktorsson, formaður Félags
fasteignasala. „Það getur verið stór-
hættulegt að eiga viðskipti við þetta
/VII «
.Stórhættu-
legt að eiga
viðskipti við
þessa menn”
Björn Porri Viktors-
son, formaður Félags
fasteignasala
Björn segir að í lögum um fast-
eignaviðskipti sé sérstaklega kveðið
á um að á hverri fasteignasölu sé
starfandi löggildur fasteignasali.
„Þessi lög eru sett til þess að tryggja
hag neytenda sem eru í flestum til-
vikum að eiga viðskipti með aleigu
sína og jafnvel verulegan hluta
framtíðartekna."
Björn segir að því miður sé það
undir hælinn lagt hvort lögunum
sé fylgt eftir. Hann bendir á að á
sumum fasteignasölum starfi sölu-
fulltrúar sem séu sjálfstætt starfandi
verktakar og að trygging fasteigna-
sala nái ekki til þeirra. „Fasteigna-
salinn hefur ekkert húsbóndavald
yfir þessum verktökum. Þeir starfa
sjálfstætt og ef þeim verða á mistök,
sem er auðvitað mannlegt, þá tekur
trygging fasteignasalans ekki til
þeirra. Þannig að þeir eru fullkom-
lega ótryggðir."
Lögreglan í Reykjavík hefur nú til
skoðunar mál fasteignasölunnar Eign.
is eftir að Eftirlitsnefnd fasteignasala
taldi sig hafa rökstuddan grun um
að hún stundaði enn fasteignasölu
án þess að þar starfaði löggildur fast-
eignasali. Nefndin sendi dómsmála-
ráðuneytinu bréf þess efnis ásamt
gögnum þann 31. júlí síðastliðinn.
Ráðuneytið óskaði í kjölfarið eftir því
að lögreglan athugaði málið.
Að sögn Björns er lagaleg staða
einstaklings sem verður fyrir tjóni
vegna fasteignaviðskipta sem verk-
taki hafði umsjón með frekar slæm.
„Viðskiptavinur getur prófað að
sækja á viðkomandi verktaka en
það er alveg ljóst að starfsábyrgðar-
trygging hins löggilda fasteignasala
tekur ekki tillit til þess tjóns sem
verktakinn kann að valda. Það er al-
veg skýrt í lögunum."
Ráku tréfleyga undir dyrnar
„Það má kalla þetta gíslatöku enda
var frelsi manna heft hérna,“ segir
Valgeir Kjartansson, framkvæmda-
stjóri starfsstöðvar Hönnunar á Reyð-
arfirði. „Fólkið mætti hér um níu-
leytið. Þau lokuðu hurðinni og ráku
tréfleyga undir hana auk þess sem
þau settu stóla fyrir dyrnar sem þau
settust í. Þannig hömluðu þau inn-
og útgöngu okkar.“ Valgeir segir átta
manns hafi ráðist til inngöngu. „Við
gerðum þeim grein fyrir því að um
mannrán væri að ræða, enda mein-
uðu þeir okkur útgöngu.“ Hann segir
að þegar starfsmenn Hönnunar hafi
reynt að komast út um dyr á kaffi-
stofu hafi fólkið rokið til og byrgt
fyrir þær dyr líka. Þá hafi komið til
ryskinga. „Menn fóru aðeins að ýta
hver við öðrum. Ég varð síðan var
við að fólkið var að reyna að læsa að
sér inni á skrifstofunni minni og þá
settum við öxlina í hurðina og ýtum
henni upp. Á meðan á þessu stóð
tókst einum starfsmanni að losa tré-
fleygana og upp úr því flosnaði upp
úr þessu.“
Valgeir segir að málið hafi verið
kært til lögreglu og að lögreglu ætti
ekki að vera skotaskuld úr því að
bera kennsl á fólkið því að starfs-
menn hafi tekið myndir af því. „Ég lit
þetta alvarlegum augum,“ segir fram-
kvæmdastjórinn sem bætir því við að
skrifstofan á Reyðarfirði komi lítið
að hönnun álversins. „Við erum aðal-
lega í þessum sveitarfélagabransa og
í morgun var ég einmitt á símafundi
um gatnagerð á Djúpavogi."
Annar mótmælandi fjarlægður
Einn mótmælandi til viðbótar lét
til skarar skríða á byggingarsvæði ál-
vers Alcoa á Reyðarfirði um svipað
leyti og tekist var á um skrifstofur
Hönnunar. Sá mun hafa klippt gat á
vírnetsgirðingu sem umlykur bygg-
ingarsvæðið og smeygt sér inn. 011
umferð um svæðið er bönnuð nema
með leyfi verktakans sem byggir
álverið, Bechtel. Eftir að mótmæl-
andinn hafði komist inn um gatið
stöðvaði hann vinnu þar í um tvær
klukkustundir. Hann sinnti í engu
fyrirmælum um að hverfa á brott
og þurfti því að kalla til lögreglu
sem fjarlægði hann að lokum. Hann
mun einnig verða kærður.
Mótmælendur lokuðu
verkfræðingana inni