blaðið - 15.08.2006, Side 14
14 IFRÉTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2006 MaAÍA
Bush með
Camus í fríið
Norska blaöið Fiskaren:
Sótt að sjávarútvegs-
ráðherra Mikið er fjallaö
um lundaveiði Einars K.
Guðfinnssonar í Fiskaren.
Þar er meðal annars sagt að
hann hafi látið sig vanta á
fund um sjóræningjaveiöar
á höfunum til að fara íólög-
lega veiði á Islandi.
Mynd/Þök
Framsóknarflokkurinn:
Kristinn H.
slær til
Enn bætist í flokk fram-
bjóðenda til æðstu embætta
Framsóknarflokksins. í gær gaf
Kristinn H. Gunnarsson alþing-
ismaður það út að hann sæktist
eftir embætti ritara flokksins.
Hann er ekki einn um hituna
þar sem Birkir Jón Jónsson og
Haukur Logi Karlsson höfðu áður
gefið kost á sér.
I yfirlýsingu sem Kristinn
sendi frá sér segist hann á
löngum ferli í sveitarstjórnar- og
landsmálum hafa öðlast reynslu
sem geti orðið gagnleg í því starfi
sem framundan er hjá flokknum.
Kosið verður um embættin þrjú,
ritara, varaformann og formann
á flokksþingi Framsóknarflokks-
ins um næstu helgi.
Lundaveiði ráðherra
á forsíðu í Noregi
■ Telja lundaveiðar villimannlegar ■ Segja ráðherra hafa sleppt fundi,
alrangt segir Einar ■ Ráðherra gefur lítið fyrir sannleiksást Fiskaren
jri$Karen
Ráðherra á ólöglegum veiðum
Fiskaren gerir mikið úr lundaveiðum sjávarútvegsráðherra
George Bush, forseti Bandaríkj-
anna, er nú staddur í sumarfríi á
búgarði sínum í Crawford í Texas.
Ólíkt mörgum kýs forsetinn ekki
að lesa léttmeti eins og reyfara í
fríinu sínu heldur hefur hann ráð-
ist til atlögu við franska skáldið
og heimspekinginn Albert
Camus.
Að sögn Tony Snow, talsmanns
Hvíta hússins tók forsetinn
bókina Útlendingurinn (fr. L’Étr-
anger) með sér í fríið. Útlending-
urinn er ein þekktasta skáldsaga
tuttugustu aldarinnar og fæst
sagan við flóknar tilvistarlegar
spurningar um stöðu einstak-
lingsins í samfélagi manna.
Franski heimspekingurinn
er augljóslega George Bush hug-
leikinn þar sem forsetinn hefur
vitnað til hans í ræðum.
Lögreglan:
Ölvunarakstur
fer vaxandi
Alls voru fjórtán
ökumenn teknir
fyrir ölvuna-
rakstur í Reykja-
vík um helgina
og einn fyrir
að aka undir
áhrifum fíkniefna. Þá
voru um fimmtíu öku-
menn teknir fyrir hraðakstur og
þar af var einn færður á lögreglu-
stöð vegna ofsaaksturs.
Samkvæmt lögreglunni í
Reykjavík er ölvunarakstur
vaxandi vandamál og hafa að
meðaltali um tuttugu stútar
verið teknir hverja einustu helgi
í sumar.
Eftir Gunnar Reyni Valþórsson
gunnar@bladid.net
Lundaveiðiferð sem Einar K. Guð-
finnson, sjávarútvegsráðherra, fór
í á dögunum hefur vakið athygli í
Noregi. Eins og greint hefur verið
frá reyndist ráðherrann ekki hafa
verið með gilt veiðikort í ferðinni.
Hann hefur hins vegar sagst hafa
veitt lundann í góðri trú enda hafi
hann ekki gert sér grein fyrir að
veiðikort þyrfti til veiðanna.
Mikið er gert úr málinu i norska
sjávarútvegsblaðinu Fiskaren og
þekur fréttin forsíðuna auk þess
sem nánar er gerð grein fyrir mál-
inu inni í blaðinu þar sem málið
er kallað skandall. Á forsíðunni er
þvi haldið fram að Einar hafi verið á
veiðunum á sama tíma og ráðstefna
sjávarútvegsráðherra um ólöglegar
veiðar var haldin í Þrándheimi.
Þetta segir Einar vera alrangt. „Mér
finnst mjög athyglisvert ef einhver
telur það þjóna sínum hagsmunum
að koma höggi á baráttu mína gegn
ólöglegum sjóræningjaveiðum sem
valda milljarða tjóni á ári hverju með
þvi að birta frétt um þetta mál sem
er að fara sína eðlilegu leið á íslandi,'
segir Einar í samtali við Blaðið. „Mér
finnst það segja mesta sögu um þá
sem skrifa og tala með þeim hætti.“
f frétt Fiskaren er haft eftir heim-
ildarmanni að ráðherrann hefði átt
að vera á ráðstefnu um ólöglegar
veiðar í Þrándheimi þegar veiði-
ferðin var farin. Hann hafi hins
vegar sent sendiherra fslands í Nor-
egi. Þetta finnst Fiskaren sérstakt
í ljósi þess hve harðlega Einar hafi
gagnrýnt ólöglegar veiðar. „Það er
alrangt og það er fjarri því að ég hafi
verið á lundaveiðum á sama tíma.
Ég hef sótt fjölda ráðstefna af þessu
tagi og það var fyrir löngu ljóst að ég
myndi ekki sækja þennan fund sem
þeir vísa til. Þetta segir greinilega
meira um sannleiksást þessa blaðs,
sem maður hefur nú stundum tekið
mark á, heldur en mörg orð,“ segir
ráðherrann.
Á vefsíðu Fiskaren hefur verið
komið á fót skoðannakönnun þar
sem lesendur eru spurðir hvaða
augum þeir líti lundaveiðar og þegar
Blaðið fór í prentun var stór meiri-
hluti þátttakenda á þeirri skoðun
að lundaveiðar væru villimannlegar,
eða „helt barbarisk", eins qg frændur
okkar orða það.
Ariel Sharon:
Heilsunni
fer hrakandi
mbl.is Ástand Ariels Sharons,
fyrrverandi forsætisráðherra fsra-
els, fer versandi en hann hefur
verið í dauðadái frá því í janúar
eftir heilablæðingu, samkvæmt
upplýsingum frá Tel Hashomer
sjúkrahúsinu í Tel Aviv.
Sharon gekkst undir mikla að-
gerð á heila eftir að mikið hafði
blætt á heila hans þann 4. janúar
sl. Hann hefur farið í nokkrar
aðgerðir síðan þá en hann hefur
aldrei náð meðvitund.
Síðasta aðgerðin var fram-
kvæmd í apríl sl. en þá var hluta
af höfuðkúpu Sharons komið
aftur fyrir á sama stað, en það
þurfti að opna höfuðkúpuna svo
draga mætti úr bólgu sem hafði
myndast og þrýsti á heila hans.
Sérfræðingar sögðu, mánuði
eftir að Sharon féll í dá, að meðvit-
undarleysið þýddi það að líkurnar
á því að hann næði sér væru litlar.
Igleraugu
fyrir konur
og karla
Líklega hlýlegasta
gleraugnaverslun
norðan Alpafjalla
Reykavíkurvegi 22
220 Hafnarfírði
565-5970
www.sjonarholl.is
Túrkmenistan:
Melónudeginum mikla fagnað
Eftir Örn Arnarson
orn@bladid.net
Túrkmenar hafa þróað nýtt afbrigði
af melónum sem eiga að vera sérstak-
lega ljúffengar. Að sögn heimildar-
manna AFP-fréttastofunnar bragð-
ast nýja melónuafbrigðið, sem hefur
verið skírt í höfuðið á Saparmurat
Niyazov, forseta landsins, „einstak-
lega vel” og lyktin af henni mun vera
„unaðsleg.”
Túrkmenar fagna sögulegu fram-
lagi melónuræktar til menningar
þeirra í hverjum ágústmánuði. Sap-
armurat Niyazov, eða Túrkmenbashi
eins og hann kýs að vera kallaður, gaf
út tilskipun árið 1994 um að þegnar
landsins skyldu fagna melónum með
viðeigandi hætti á ári hverju. í yfirlýs-
ingu sem forsetinn sendi frá sér í til-
Víða í Túrk-
menistan er að
finna gylltar
styttur af for-
seta landsins.
Saparmurat Niyazov,
forseti Túrkmenistan
efni upphafs hátíðarhaldanna kemur
meðal annars fram að „túrkmenska
melónan sé mikilvæg fyrir þjóðar-
stolt landsmanna” og að „bragðið af
henni sé óviðjafnanlegt og ilmurinn
sé svo lokkandi að hann hreinlega
rugli fólk í ríminu.”
I tilefni af hátíð melónunnar í Túrk-
menistan eru veitt verðlaun fyrir
bestu melónuna ár hvert, stærstu mel-
ónuna auk þess sem landsmenn geta
bragðað á margvíslegum melónuaf-
brigðum sér að kostnaðarlausu.