blaðið - 15.08.2006, Side 16

blaðið - 15.08.2006, Side 16
blaðið — Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Ár og dagurehf. Sigurður G. Guðjónsson Sigurjón M. Egilsson Brynjólfur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Janus Sigurjónsson Var ekki farsæll Það er ekki rétt sem Siv Friðleifsdóttir, formannsframbjóðandi í Fram- sóknarflokknum, segir í Morgunblaði gærdagsins að farsæll foringi sé að kveðja. Halldór Ásgrímsson var foringi, en ómögulegt er að taka undir með Siv og segja Halldór hafa verið farsælan foringja. Kannski var hann það á einhverjum tíma, en vegna þess hvernig hann spilaði síðustu mánuð- ina og árin er ómögulegt að taka undir með Siv og segja að farsæll foringi sé að kveðja. Það er bara ekki rétt og það er alls ekki rétt af Siv að halda þessu fram með þessum hætti. Bara alls ekki. Stjórnlaus metnaður Halldórs varð til þess að Siv var sett út úr ríkis- stjórn á sínum tíma. Það var gert til þess að Halldór kæmist í stjórnarráðið. Þá var sagt að það yrði Framsóknarflokknum mikil lyftistöng, það myndi lyfta flokknum upp úr ládeyðu og til sóknar og sigra. Það gekk heldur betur ekki eftir. Snemma í forsætisráðherratíð Halldórs tók að gæta óþreyju innan flokksins. Árangurinn sem stefnt var að lét ekki bara á sér standa, hann kom aldrei. Flokknum hélt áfram að blæða út og honum blæðir enn. Þess vegna er nánast galið að tala um Halldór sem farsælan for- ingja. Kannski sagði Siv þetta til að styggja engan á síðustu dögum fyrir flokksþingið. Kannski verður hennar metnaður til þess að hún kýs að tala með þeim hætti sem styggir fæsta. Framsóknarflokkurinn var um langan aldur langtum stærri flokkur en hann er nú. Hann hafði um og yfir tuttugu prósenta kjörfylgi og hafði mikið að segja í landsmálunum. Þrátt fyrir smánarlega útreið í kosningum og endurteknar vondar mælingar í skoðanakönnunum hefur flokknum tekist að viðhalda völdum, eða hvað? Situr hann kannski víða í skjóli Sjálf- stæðisflokksins og getur ekki beitt sér af alvöru sökum þess hversu fáa fulltrúa hann á og hversu veikt hann stendur? Sennilega er það svo. Halldór Ásgrímsson leiddi flokkinn frá moldinni á mölina, eða ætlaði það allavega, en fylgi flokksins í þéttbýli er ekki merkilegt, með einstaka undantekningum. Staðan er augljós, Halldóri tókst ekki að vera nema skamma stund í draumastarfinu, starfi sem hann hafði fórnað svo miklu fyrir, meðal annars Siv Friðleifsdóttur, og Halldóri tókst ekki einu sinni að enda formennsku í Framsókn með glæsibrag. Hann hrökklaðist frá landsstjórninni og flokksstjórninni. Þannig er það og þannig hljóðar það, hvað sem Siv eða aðrir segja. Halldóri Ásgrímssyni hlýtur að vera mikið í mun að cftriskriftin verði sem best, en til að það takist verður hún að vera sönn. Það er ekki hægt að falsa söguna. Halldórs er fyrst og fremst minnst fyrir tröllslegan vilja í virkjunarmálum, vilja til innrásar í írak, að vera leiðitamur fylgisveinn Davíðs Oddssonar, einkavinavæðingu ríkisbanka og að hafa tapað um helmingi af fylgi eigin flokks. Þetta er eftirskriftin núna. Hún kann að breytast, enda eflaust margt sem Halldór gerði á aldarþriðjungi til heilla. Það man það enginn núna nema kannski Halldór. Foringi Framsóknar kveður, en það er ofmælt að segja hann farsælan. Sigurjón M. Egilsson Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík AÖalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: íslandspóstur SKOLAR & NAMSKEIÐ MIÐVIKUDAGINN 16. ÁGÚST -----------nmm---------------------5 Auglýsendur, upplýsingar veita: Katrín L. Rúnarsdóttir • Sími 510 3727 • Gsm 856 4250 • kata@bladid.net Magnús Gauti Hauksson • Sími 510 3723 • Gsm 6912209 • maggi@bladid.net 16 I ÁLIT ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2006 blaöiö SotfUR S/eL1- KoWuR EKKi BíNS OG hfcK Voikt/. \ vú nfmwa fw mn matíM, Jwast vbm f 1 vfTJk|U ERu ALLT/ÍR í T/t-Dí^GðR E-OA VÁMSCRlOFí, ETlu \ miKlKMA 1 FÉLAGSSTöRfulVI OG WalhuSum OG SKtUA Svo VW oKKuR Af WÍ Vi-p ERUM ^ W sú" .......^ * Sólskinsdans Framsóknarflokksins Átkökin um framtíð Framsóknar- flokksins eru nú í algleymingi. Því fer fjarri að um pólitíska fegurðar- samkeppni sé að ræða. Það er tekist á um grundvöll flokksins til fram- tíðar. Lygilega löngu valdaskeiði flokksins er að ljúka eftir nokkra mánuði, en flokkurinn hefur átt aðild að ríkisstjórn Islands frá falli viðreisnar árið 1971 að undanskil- dum fjórum árum þegar Viðeyjar- stjórnin sat árin 1991-1995. Áhrif Framsóknar hafa verið óhemjumikil og langt umfram kjör- fylgi flokksins. Sérstaklega síðasta áratuginn og eftir sameiningu jafn- aðarmanna í Samfylkingunni. Þetta skeið rennur á enda næsta vor og stefnir í mesta afhroð sem þessi 90 ára gamli flokkur hefur goldið í Alþingiskosningum. Það er ekki bara kosið um hvort karl eða kona skuli taka stýrið í brúnni heldur um framtíð flokksins í ís- lenskum stjórnmálum og auðvitað áhrif S-hópsins og Halldórsmanna á stjórn Framsóknar á næstunni. Skellur fyrir Halldór og S-hópinn Tapi Jón er það áfall fyrir S-hóp- inn og Halldór Ásgrímsson. Mikið áfall sem markar skýr skil og enda- lok valdaskeiðs Halldórs. Þá tekur við nýtt tímabil hjá Framsóknar- flokknum þar sem Siv og líklega Guðni safna saman rústunum með því að storma upp vinstri kantinn á öllum sviðum. Lok einkavæðingar og stjóriðjustefnunnar er það sem lesa má úr viðtölum við Guðna og Siv sem mynda skýrt vinstrabanda- lag í þessum átökum um framtíð Framsóknar. Takist Halldóri og þeim harð- snúnu mönnum sem eru í kringum hann með Finn Ingólfsson í broddi fylkingar að leiða Jón Sigurðsson til valda og formennsku er engin vafi á því að Framsókn mun áfram vinna með íhaldinu. Fái þeir fylgi til þess að mynda stjórn með Sjálfstæðis- flokknum fjórða kjörtímbilið í röð. Björgvin G. Sigurðsson Hækjunni er kennt um heltina og Sjálfstæðisflokkurinn „dansar áfram í sólskini“ eins og Guðni Ág- ústsson orðaði það á dögunum. Það var bæði áræðið og gott hjá Siv Friðleifsdóttir að demba sér í formannsslaginn hjá Framsókn. Ekki síst þar sem Guðni Ágústsson þorði ekki mér til mikillar undr- unar. Slappt hjá kappanum og það olli mörgum miklum vonbrigðum að hann skyldi heykjast á framboð- inu. Sérstaklega eftir aðför Halldórs og félaga að honum í vor. Nú hangir hans pólitíska framtíð í pilsi Sivjar. Vinni hún þá vinnur hann. Tapi hún þá fellur Guðni. Karl og kona. Lands- byggð og borg. Það verður mikill skellur fyrir hann og Framsókn úti á landi. Vinni Siv er kominn formaður til næstu framtíðar, það er engin spurn- ing, enda er Siv á besta aldri en með mikla reynslu á bak við sig. Það yrði óvæntur skellur fyrir Halldór og hans menn sem ætla öðrum en Siv að taka við af Jóni innan nokkurra ára. Siv sæti lengur og léti þá pilta ekki stjaka við sér. Vinstrabandalag Guðna og Sivjar Með sigri Guðna og Sivjar færi flokkurinn að mínu mati skýrt til vinstri. Bæði eru þau félagshyggju- fólk í skoðunum. Sigur Jóns er ávísun á framhald með Sjálfstæðis- flokki og framlenging á hægristefnu Framsóknar. Fái flokkurinn til þess styrk í kosningum. Guðni og Siv munu halla sér að Samfylkingunni og þá kannski rætist draumur margra um tveggja flokka stjórn Framsóknar og Sam- fylkingar. Fái Framsókn ekki þá útreið sem við flokknum blasir nú. Tveggja flokka stjórn þessara flokka væri kærkomin viðbót í samsteypu- flóruna og frelsar flokkana úr gísl- ingu vinstri grænna annarsvegar og Sjálfstæðisflokks hinsvegar. Líklega munu Guðni og Siv, verði þau kjörin, sópa að stórum hluta til baka fylginu sem nú er í vist hjá vinstri grænum. Sérstaklega úti á landi. Sigur Jóns og Jónínu yrði mik- ill sigur fyrir VG og vatn á myllu þess flokks. Hægrisinnaður borgar- flokkur í eilífðarvist hjá íhaldinu er ekki Hklegur til að ná flóttamönnum úr Framsókn til baka. Þá er stutt í endalok Framóknar sem stjórnar- flokks og við gætu tekið ströng ár í stjórnarandstöðu með fylgið í eins stafs tölu. Því er mikið undir og skarpar línur á milli bandalaganna tveggja. Á fundinum eftir viku ræðst fram- tíð Framsóknar og um leið hvort framtíðin verði án Framsóknar. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Klippt & skorið Atökin í Líbanon hafa verið mjög í brenni- depli fjölmiðla undanfarnar vikur og þaðan hafa streymt fréttir og frátta- myndir af skelfingunni sem stríðsrekstri fylgir. Ekki er þó allt sem sýnist því - eins og dyggir lesendur Blaðsins vissu fyrir viku - komst upp um fölsun Ijósmynda eins Ijósmyndara frétta- stofunnar Reuters og grunur er uppi um að margar myndir annarra myndasmiða á svæð- inu hafi verið uppstilltar fremur en þvottekta fréttamyndir. Erlendis hefur þetta vakið mikla umræðu um eðli fréttaöflunar og hvernig fjölmiðlar geti varist því að vera misnotaðir ( áróðursskyni. Væri ekki ráð fyrir Blaða- mannafélagið að efnatil Pressukvölds um málið? Það varðar trúverðugleika fréttaflutnings þeirra frá útlöndum, en svo er það náttúrlega ekki óþekkt að íslenskir fjöldmiðlar séu misnotaðir. Kurr mun vera í mörgum starfsmönnum 365 miðla Dagsbrúnar hans Baugs þessa dagana eftir að hafa lesið tekjublað Frjálsrar verslunar og úttekt DV á launum fjölmiðlamanna. Sér- staklega staldra þeir við launa- kjör undrabarnanna Helga Her- mannssonar og Arna Þórs Vigfússonar, en það eru kraftaverkamenn- irnirá bakvið slitrótta sigurgöngu Sirkuss. Sam- kvæmt listanum var Helgi með um 1,1 milljón króna í laun á mánuði, en Árni Þór um 700.000 kr. Sjálfsagt eru mánaðarlaunin þó allnokkru hærri, því þeir félagar hófu ekki störf fyrr en nokkuð var á árið liðið og Árni Þór þurfti þar að auki að fara austur yfir fjall um stundarsakir. Grínast menn á kaffistofunni með að aldrei hafi jafnfáum verið borgar jafnmikið fyrir að gera nokkru fyrirtæki jafnmikið. * Aþessum stað var í fyrri viku minnst á orðróm þess efnis að Þóra Guð- mundsdóttir, sem kennd var við Atlanta, væri fjárhagslegur bakhjarl hins nýja fjölmiðla- fyrirtækis Reynis Traustasonar. Þóra hafði samband við klippara og tók því víðs fjarri að þannig væri í pottinn búið, hún hefði verið upptekin við opnun nýrrar verslunar á Laugaveginum. andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.