blaðið - 15.08.2006, Side 21

blaðið - 15.08.2006, Side 21
blaöið ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2006 29 3. Góðir skór Mikilvægt er að hlauparar séu á góðum skóm enda mik- ið álag á fæturna. Uilið þvi ekki fyrir ykkur að kaupa dýra skó og leitið leiðbeininga hjá sérfræðingum um hvað hentar ykkur best. Skemmtiö ykkur i Reykjavikurmaraþoni Glítnis er hægt að taka þátt í skemmtiskokki sem er einkar skemmtilegt. Skemmtiskokkið er þriggja kilómetra langt og það er ekkí nauðsynlegt að hlaupa i spreng alia leiðina. Hví ekki að taka fjölskyldu og vini með, skokka létt og njóta dagsins. Reykjavikurmaraþon Glitnls: Allir sigra á hlaupum Næstkomandi laugardag verður Reykjavíkurmarþonið haldið í 23. sinn. Að þessu sinni er Glitnir sam- starfsaðili maraþonsins og það ber því heitið Reykjavíkurmaraþon Glitnis. Maraþonið skiptist í fimm mislangar vegalengdir, 1,5 kíló- metra (km) Latabæjarmaraþon, 3 km skemmtiskokk, 10 km, 21 km og 42 km. Skemmtiskokkið er ætlað fyrir fjölskylduna og einstaklinga á öllum aldri en skemmtiskokkið er 3 km vegalengd. Maraþonhlaupið er opið öllum 18 ára og eldri og hálf- maraþonhlaupið er opið hlaupurum 16 ára og eldri. Það er ekki æskilegt að 12 ára og yngri hlaupi 10 km nema með góðum undirbúningi. Reglulegar drykkjarstöðvar Rástímar hlaupanna eru mis- munandi svo hlaupin rekist ekki á. I hálfmaraþon- og maraþonhlaupi er boðið upp á að fara af stað áður en aðalræsing fer fram. Miðað er við að maraþon- og hálfmara- þonhlauparar sem áætla að vera lengur en 5 tíma á leiðinni notfæri sér þennan möguleika, þannig að þeim takist að ljúka hlaupinu þegar markinu verður lokað klukkan 15:00. Á um það bil 5 km fresti í hlaupunum verða drykkjarstöðvar þar sem boðið verður upp á Po- werade íþróttadrykk og vatn auk þess sem boðið verður upp á ban- ana í 42 km hlaupinu. I Lækjargötu verður boðið upp á kók. Það verða færanleg salerni eftir 5 km, 12 km, 18 km, 23 km og 34 km. Læknar og hjúkrunarlið verða til reiðu meðan á hlaupinu stendur og til aðstoðar er hlauparar koma í mark. Eins munu félagar úr Hjálparsveit skáta í Reykjavík veita aðstoð á hlaupa- leiðinni og við markið. Pastaveisla og ókeypis sund Hægt er að skrá sig á www. glitnir.is en forskráningu á Netinu lýkur 17. ágúst kl. 19:00. Eftir for- skráninguna fer öll skráning fram í Laugardalshöllinni þann 18. ág- úst frá kl. 12:00 til 21:00. Eins geta þátttakendur sótt keppnisgögn og stuttermaboli í Laugardalshöllina á sama tíma. Þátttakendum í 3 til 42 km hlaupunum er boðið til pasta- veislu í boði Barilla, föstudaginn 18. ágúst kl. 18:00 til 21:00 í Laugar- dalshöllinni. Það er ekki það eina sem er í boði fyrir þátttakendur því öllum þátttakendum er líka boðið í sund í Reykjavík á hlaupadaginn og daginn eftir, sunnudaginn 20. ágúst í boði ITR. HÉR MÁ SJÁ DAGSKRÁ REYKJAVÍKURMARAÞONS GLITNIS: Ræsing fyrir þá sem þurfa lengri tíma: kl 08:00 Ræst í maraþoni. Áætlaöur hlaup- tími 5-7 tímar. kl 08:00 Ræst í hálfmaraþoni. Áætlaður hlauptími 5-7 timar. Aðalræsing: kl 09:00 Maraþon. Áætlaður hlauptími undir 5 tímum. kl 09:4010 km kl 10:05 Hálfmaraþon. Hlauptími undir 5 tímum. kl 10:45 Upphitun fyrir skemmtiskokk. kl 11:00 3 km skemmtiskokk. Upphaf menningarnætur. kl 13:45 Latabæjardagskrá hefst kl 14:15 Latabæjarhlaup 1,5 km kl 15:00 Tímatöku hætt í 10, 21 og 42 km Hlaupaþjálfari gefur ráð: Skiptir miklu að hlaupa á jöfnum hraða Gunnar Páll Jóakimsson, íþrótta- fræðingur og hlaupaþjálfari, ráð- leggur þeim sem hyggjast taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis að hlaupa einungis þær vegalengdir sem þeir telja að þeir ráði við. „Ég ráðlegg engum að byrja á 42 kíló- metrum enda er mikið atriði að menn hlaupi einungis þá vegalengd sem þeir ráða við. Það er svo hægt að setja sér það markmið að fara lengra á næsta ári. Þeir sem fara í maraþon hafa yfir- leitt æft í mörg ár og eru komnir með góðan grunn. Þeir vita hvað þeir ráða við og hafa einhverja hugmynd um hve hratt þeir eiga að fara. Aðrir sem hafa æft kerfisbundið í nokkra mán- uði ættu að ráða við tíu kílómetrana. Hins vegar ættu þeir sem treysta sér ekki til að hlaupa langar vegalengdir að byrja í skemmtiskokkinu. Allir geta farið í skemmtiskokkið, því þar er í góðu lagi að ganga þegar maður verður þreyttur. Svo framarlega sem þú treystir þér til að ganga í hálftíma eða svo þá er í fínu lagið að taka þátt í skemmtiskokkinu.“ Gunnar Páll talar um að mjög miklu máli skipti að hlaupa á jöfnum hraða í hlaupinu enda séu margir sem eyðileggja hlaupið fyrir sér með því að hlaupa of hratt af stað. Hann segir mataræði fyrir hlaup mikilvægt. „Ef menn fara í lengri hlaup er mikilvægt að borða kolvetnisríkan sy1 mat dagana á undan. Síðan falla sumir í þá gryfju að gera of mikið fyrir hlaupið og verða því þreyttir í hlaupinu. Sumir ætla að koma sér í form á síðustu stundu en það er betra að byrja fyrr upp á að vera vel upplagður og tilbúinn til að gera sitt besta á deginum sjálfum,“ segir Gunnar Páll og bætir við að best sé að borða eitthvað lítið og léttmelt að morgni keppnisdags. „Kannski ristað brauð með sultu eða banana og drekka eitthvað með. I hlaupinu sjálfu er mjög mikilvægt að viðhalda vökvajafnvæginu með því að neyta drykkjar 1 hlaupinu og það ættu allir að gera sem hlaupa meira en einn og hálfan klukkutíma.“ SAMSUNG LE32M51BX 32" háskerpu LCD sjónvarp SÍr SAMSUNG DVD-125 DVD upptökutæki og spilarí Nettur morgunmatur Gunnar Páll ráðleggur hlaupurum að borða lítið og léttmelt að morgni keppnisdags. 11 ára og yngri Krakkar sem eru ellefu ára og yngri geta tekið þátt í Latabæjarmaraþoni 19. ágúst. íþróttaálfurinn hleypur af stað Latabæjarmaraþon er nýr liður á dagskrá Reykjavíkurmara- þons Glitnis sem fram fer á laugardag. Allir krakkar, ellefu ára og yngri, geta tekið þátt í þessu fjölskyldumaraþoni en dagskráin hefst fyrir framan úti- bú Glitnis í Lækjargötu klukkan 13:45. Þá munu íþróttaálfurinn og félagar hans hita mann- skapinn upp með tilheyrandi hoppum en hlaupið sjálft hefst klukkan 14:15. Börnin fá boli Leiðin er einn og hálfur kílómet- ri, eða sem leið liggur í kringum litlu tjörnina. Þetta ætti að vera heppileg vegalengd fyrir hressa krakka sem muna að taka lýsið sitt og hafa gaman af að hreyfa sig. Þegar hlaupinu lýkur fá þeir sem tóku þátt í því sérstakan Latabæjarmaraþonsbol sem viðurkenningu fyrir þátttökuna. Til að taka þátt í maraþoninu þarf að greiða 800 krónur, en ef systkini taka þátt fá þau sérstakan afslátt. Innifalinn í þátttökugjaldinu er Latabæjar- bolurinn sem er sérstaklega hannaður fyrir hlaupið auk þess sem þátttakendur fá af- hent verðlaun að hlaupi loknu. Foreldrar sem vilja fylgja börn- um sínum í hlaupinu þurfa ekki að greiða fyrir það. Skráning á Netinu Skráning í Latabæjarmaraþon- ið fer fram á vef Glitnis: www. glitnir.is. og á www.marathon. is en bolinn og önnur keppnis- gögn Latabæjarmaraþonsins má nálgast í Laugardalshöll (nýju byggingunni) föstudag- inn 18. ágúst milli kl. 12:00 og 21:00. HJA ORMSSON i fimm verslunum og hjá umboðsmönnum Verð áður: 264.900 kr. TILBOÐSVERÐ: 219.900 kr. Þú sparar: 45.000 kr ÞVOTTAVELAR ÞURRKARAR UPPÞVOTTAVÉLAR KÆLISKÁPAR OFNAR - VIFTUR HELLUBORÐ Pottar og pönnur 25-40% afsláttur ORMSSON 1. LÁGMÚLA 8 ■ Simi 530 2800 2. SÍÐUMÚLA 9 ■ Simi 530 2800 3. SMÁRAUND • Simi 530 2900 4. AKUREYRI • Sími 461 5000 5. KEFLAVÍK ■ Sími 421 1535 WWW.ORMSSON.IS

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.