blaðið - 31.08.2006, Síða 1
tómatastríði
Um fjörutíu þúsund manns
söfnðust saman í spænska
bænum Bunol, rétt utan við borg-
ina Valensíu, í gær og hófu hið
árlega tómatastríð.
Eftir að mannfjöldinn hafði
lokið við að kasta rúmlega eitt
hundrað þúsund kílóum af tóm-
ötum skolaði fólk af sér í á sem
rennur rétt utan við bæinn og
slökkviliðsbílar skoluðu tóm-
atsafann af götum og veggjum
borgarinnar.
Tómatastríðið er hluti af upp-
skeruhátíð bæjarbúa. Enginn veit
fyrir víst hver uppruni tómata-
kastsins er en flestir eru sam-
mála að það hafi fyrst farið fram
árið 194;.
Sögur segja að upphafið hafi
verið þegar menn sem voru að
rífast byrjuðu að kasta tóm-
ötum hver í annan og aðrar
herma að rótina megi rekja
til þess að nokkrir bæjarbúar
vildu sýna álit sitt á nokkrum
bæjarráðsmönnum.
Stúlkur úr Verslunarskólanum í leikfimi
Það hlaupast ekki allir undan leikfimitímunum í framhaldsskólunum. Þess- skokkuðu úti f sólinni. Á eftir teygðu þær. Stúlkurnar byrja veiturinn vel og
ar stúlkur úr Verslunarskóla íslands mættu galvaskar í leikfimitíma og nú skorar Blaðið á þær að halda veturinn út.
■ HEILSA
Meltingatruflanir
■ VEÐUR
Skýjað
Skýjað en úrkomulítið norðan- og aust-
anlands. Súld suðaustanlands og með
suðvesturströndinni síðdegis á morgun.
Hiti 8 til 17 stig. Hlýjast suðvestanlands.
| SfÐA 2
■ GOÐSÖGN
Samkynhneigt tákn
Umheiminum var tilkynnt fyrir rúm-
um tuttugu árum að Rock Hudson
væri með eyðni
| SfÐA 20
m»
Jón Einarsson er grasalæknir í
áttunda lið. Hann hefur ráð við
meltingartruflunum.
| SÍÐA 38
FRJALST, OHAÐ & OKEYPIS!
195. tölublað 2. árgangur
fimmtudagur
31. ágúst 2006
■ MENNTUN
Magnús Eirkíksson sleit
barnskónum í Laugarnesskóla
I SÍÐA 26
■ FÓLK
Sveinn Birkir Björnsson er
nýr ritstjóri Grapevine
| SÍÐA 38
-
Árni Sigfússon bæjarstjóri gagnrýnir Bandaríkjamenn og íslenska ríkið:
Gengur hvorki né rekur
■ Niðurdrepandi ástand ■ Nærri 300 eru í óvissu ■ Spurning um val segir bæjarstjórinn
Eftir Trausta Hafsteinsson
trausti@bladid.net
Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar,
telur jákvætt hversu margir starfsmenn varnar-
liðsins hafa fundið annað starf en segir ljóst að
hópur fólks hafi verið að leita að starfi en ekkert
fengið.
„Ekkert hefur gengið eða rekið í viðræðum við
ríkið eða Bandaríkjamenn um stuðning við þann
hóp sem erfiðast á með að finna nýtt starf. Það
er ákveðinn fjöldi starfsmanna sem hefur valið að
klára sinn uppsagnarfrest. í þeim hópi eru ýmsir
sem gætu átt í erfiðleikum með að fá önnur störf,
bæði fyrir aldurs sakir og sérhæfingar. Æskilegt
hefði verið að leggja áherslu á það strax gagnvart
bandarískum yfirvöldum að tryggja réttindi
þessa hóps,“ segir Árni.
„Það virðist vera rólegt hjá vinnumiðluninni
og því spurning hvort fólk sé nokkuð að hafa
áhyggjur af þessu. Hins vegar hafa margir leitað
til ráðgjafarstofunnar og það er jákvætt. Hörgull
er á starfsfólki á Suðurnesjum og mikið auglýst
af lausum störfum. Þetta er spurning um val hjá
þeim sem eiga eftir að fá atvinnu,“ bætir Árni við.
Undarlegt er hversu lítið heyrist opinberlega af
gangi viðræðna við Bandaríkjamenn og fáar hug-
myndir hafa komið fram frá stjórnvöldum um
hvernig eigi að leysa úr því atvinnuleysi sem virð-
ist blasa við á Suðurnesjum.
„Það eina sem hefur gerst eftir sjokkið þegar
Bandaríkjaher tilkynnti brottförina er að tíminn
hefur liðið og trén hafa hækkað,“ segir Kristján
Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins
og formaður Verkalýðsfélags Keflavíkur.
Samningaviðræður við Bandaríkjamenn um
varnarsamstarf standa enn yfir en ljóst er að
þeir leggja mikið undir til að komast sem fyrst
burtu með starfsemina á Suðurnesjum. Innan
við mánuður er þar til uppsagnarfrestur starfs-
manna rennur út og því miklar líkur á fjölda
fólks sem standi eftir atvinnulaus eftir þann
dag.
„Örlagadagurinn nálgast og á þriðja hundrað
er enn án atvinnuúrræða hér á Suðurnesjum.
Það blasir ekkert annað við en rnikið atvinnu-
leysi. Þrátt fyrir digurbarkalegar yfirlýsingar
stjórnvalda þá er nákvæmlega ekkert að gerast
í þessum málurn," segir Kristján Gunnarsson
formaður Starfsgreinasambandsins að lokum.
Sjá einnig síðu 12
Leifsstöö:
Tollurinn sá
ekki skærin
„Þeir fundu örlítið rótarýmerki
sem ég var með í skyrtuvasanum
en ekki risapappírsskæri sem
voru í handfarangrinum,“ segir
Guðbjartur Einarsson fram-
kvæmdastjóri. Hann var fyrir
slysni með 25 sentímetra löng
skæri í farangrinum þegar hann
fór með flugi frá Keflavík til
Noregs.
Guðbjartur ferðaðist sama dag
og tilkynning barst um fyrirhug-
aðar hryðjuverkaárásir í Bret-
landi. Gæsla var stórefld þennan
dag, í Leifsstöð sem annars
staðar og farþegar þurftu að þola
mikla töf og óþægindi þess vegna.
| SfÐA2
Spánn:
Sáu rautt í
verð nú 5.499.-
j 31 % afsláttur.
Vinsæla Cloer
Safapressan
komin aftur. *
Pantanir
óskast sóttarf
Mesta ún/al landsins af
baðvogum á góðu verði
HEILSUDAGAR
eftir "matarsukk"
sumarsins
byggtogbúið
Russel
Hobbs
blandari
með stút
Verð áður
9.990
verð nú 7.