blaðið

Ulloq

blaðið - 31.08.2006, Qupperneq 2

blaðið - 31.08.2006, Qupperneq 2
2IFRÉTTIR FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 blaðið blaðiðiH Hádegismóum 2,110 Reykjavík Sími: 510 3700 • www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@ bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Með skæri til Ósló Guðbjartur Einarsson komst meö stór skæri á milli landa en ekki drykk. Mynd/FMi Frístundaheimili: Biðlistar styttast Alls var 661 barn á biðlista eftir plássi á frístundaheimili i Reykja- vík í gær samkvæmt upplýs- ingum frá Iþrótta og tómstunda- ráði Reykjavíkur (ÍTR). í síðustu viku voru um 8oo börn á biðlista og hefur því tekist að útvega um 150 börnum pláss í millitíðinni. íþrótta og tómstundaráði Reykjavíkur bárust 2.500 umsóknir um pláss á frístunda- heimilum í vetur en áætlanir gerðu ráð fyrir um 2.100 umsóknum. Þá hefur gengið erfiðlega að manna stöður á frístundaheimilum og því hefur þurft að vísa börnum tímba- bundið frá vegna manneklu. „Umsóknirnar eru miklu fleiri en i fyrra. Ef áætlanir okkar hefðu staðist væru rétt um 200 börn á biðlista nú,“ segir SofFía Pálsdóttir, skrif- stofustjóra tómstundamála. Smyglaði óvart skærum á milli landa: Með banvænt vopn í farteskinu ■ Komst með stór skæri í gegnum tollinn ■ Tollverðir í Ósló steinhissa Eftir Val Grettisson valur@bladid.net „Þeir fundu örlítið rótarý-merki sem ég var með í skyrtuvasanum en ekki risapappírsskæri sem voru í handfarangrinum,“ segir Guð- bjartur Einarsson framkvæmda- stjóri sem smyglaði fyrir slysni 25 sentímetra löngum skærum í flug- vél frá íslandi. Hann var á leiðinni til Noregs þegar hann mætti á Leifsstöð sama dag og tilkynning barst um fyrirhug- aðar hryðjuverkaárásir í Bretlandi. Öll gæsla var stórefld þennan dag í Leifsstöð og mikil töf og óþægindi bitnuðu á farþegum. „Ég þurfti að fara úr skónum, skilja NÝR VALKOSTIJR1 transport í toll- og flutningsmiölun ehf A • J' Fiskislóð 26 • 101 Reykjavík • Sími: 578 4600 www.transport.is • transport@transport.is drykki eftir og svo var allt gegnum- lýst í þokkabót,“ segir Guðbjartur sem þykir atvikið með því spaugi- legra en skærin voru í handfarangri hjá honum. Að lokum komst hann í flugið og var þá ferðinni heitið til Noregs en þaðan átti hann að taka tengiflug. „Þegar ég kom til Ósló var ég kall- aður inn í herbergi og þar var ég spurður hvort ég væri með skærin á mér,“ segir Guðbjartur en hann bjóst alls ekki við að hann væri vopn- aður og því neitaði hann sök í góðri trú. Lögreglan dró þá upp skærin og sýndi honum og þá áttaði hann sig á því að þau væru hans eign. Konu hjá tollgæslunni varð svo mikið um að hún sýndi öllum sem vildu skærin frá íslandi, svo furðu lostin var hún að sögn Guðbjarts. „Ég fékk að fara þegar ég útskýrði mitt mál og urðu engar tafir á mtnú flugi,“ segir Guðbjartur sem prisar sig sælan að komast svo létt frá vopnasmyglinu. Hann segir þó, að málið sé alvarlegra enda vopn að ræða sem getur orðið stór- hættulegt í röngum höndum. „Auðvitað getur allt gerst,“ segir Sigurbjörn Hallsson, yfirmaður ör- yggisdeildar Keflavíkurflugvallar, um ómeðvitaða skærasmyglið. Hann segir að það sé afar sjaldgæft að menn komist með vopn í gegnum vopnaleit og bætir við að auðvitað sé allt hægt. „Leitin hjá okkur er mjög nákvæm en þegar þetta átti sér stað þá beind- ist eftirlitið meira að þotum sem fóru til Bandaríkjanna en Evrópu,“ segir Sigurbjörn en nú mun allt eftirlitið orðið eins og óháð því hvert farið er. „Maður heyrir alltaf svona sögur af og til. Ég man til dæmis eftir einum manni sem átti að hafa verið að veiða í Alaska og á leiðinni heim tók hann veiðihníf með sér í handfarangrinum. Hnífurinn fannst aldrei þrátt fyrir að hann færi í gegnum fjölda flughafna,“ segir Sigurbjörn og bætir við að hann telji þó vopnaleitina á vellinum í mjög góðum málum. svo um Á förnum vegi Hver er besta íslenska hljómsveitin? Magnús Berg Magnússon, nemi í augnablikinu er það Jeff Who? Hildur Sveinsdóttir, nemi Sigur Rós. Ekki nokkur spurning! Hrafnkell Lárusson, sagnfræðingur Það er sú sem var að hætta. Hjálmar. Steinunn Jónsdóttir, nemi Sigur Rós er best. Jöfnunarstyrkur til náms - Umsóknarfrestur er til 15. október 2006 - Nemendur á framhaidsskólastigi sem ekki njóta lána hjá LÍN geta sótt um styrk til jöfnunar á námskostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá sem verða að stunda nám fjarri heimili sínu. • Dvalarstyrkur (fyrir þá sem verða að dvelja fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni vegna nams). • Styrkur vegna skólaaksturs (fyrir þá sem sækja nám frá lögheimili oa fjölskyldu fjarri skóla). Nemendur og aðstandendur þeirra eru hvattir tíl að kynna sér reglur um styrkinn á vef LÍN (www.lin.is). Umsóknarfrestur vegna skólaársins 2006-2007 er til 15. október nk. Sækja má um styrkinn á heimasíðu LÍN. Móttaka umsókna hefst í september nk. Lánasjóður íslenskra námsmanna Námsstyrkjanefnd fiuy# Algarve 30 Amsterdam 18 Barcelona 27 Berlín 18 Chicago 16 Dublin 16 Frankfurt 19 Glasgow 18 Hamborg 17 Helsinki 19 Kaupmannahöfn 17 London 16 Madrid 31 Mallorka 28 Montreal 12 New York 17 Orlando 25 Osló 22 París 21 Stokkhólmur 20 Vín 17 Þórshöfn 11 Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 9020600 Byggt á upptýsingum frá Veðurstofu ístands

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.