blaðið - 31.08.2006, Qupperneq 8
8 IFRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 blaðið
Flugslysið í Kentucky
Aðeins einn á vakt
mbl.is Eini flugumferðarstjórinn
sem var á vakt þegar flugvél hrap-
aði í Kentucky á sunnudag, með
þeim afleiðingum að 49 létust,
sneri baki í atburðinn. Starfsmaður-
inn sá ekki þegar flugvélin fór inn
árangaflugbrautviðflugtakvegna Flugmálayfirvöld hafa viður-
þess að hann hafði snúið sér að kennt að þau hafi brotið sínar eigin
því að sinna öðrum starfsskyldum reglur með því að hafa einungis
sínum að sögn embættismanna. einn flugumferðarstjóra á vaktinni.
f7Tior>.
Ekki vitað hvað
manninum gekk til
„Við viljum vita hver
hann er,“ segir fram-
kvæmdastjóri KSI.
Sprettharður áhorfandi:
Stakk verðina af
og hvarf út í rökkrið
■ Þrír hlupu inn á leikvanginnTliTveír náðust
■ Knattspyrnusambandið íhugar að kæra
Eftir Höskuld Kára Schram
hoskuldur@bladid.net
Ekki liggur fyrir hvort Knattspyrnu-
samband íslands muni leggja fram
kæru á hendur manninum sem
truflaði bikarleik í Laugardalnum
síðastliðinn þriðjudag. Að sögn
framkvæmdastjóra Knattspyrnusam-
bandsins er atvikið litið alvarlegum
augum en maðurinn slapp eftir að
hafa hlaupið þvert yfir völlinn. Þá
var kallað á lögreglu eftir að tveir ung-
lingspiltar sluppu inn á völlinn eftir
að hefðbundnum leiktíma lauk.
Varðist fimlega
„Við erum með myndir og viljum
gjarnan komast að því hver þessi
maður er,“ segir Geir Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri Knattspyrnu-
sambands Islands (KSÍ). „Það er
alltaf leiðinlegt þegar svona gerist
en sem betur fer hefur ekki verið
mikið um þetta.“
Seinni hálfleikur í bikarleik
Þróttar og KR var um það bil hálfn-
aður síðastliðið þriðjudagskvöld
þegar áhorfandi birtist skyndilega á
leikvellinum. Tók hann á rás þvert
yfir völlinn og upp í stúkuna vest-
anmegin. Á leiðinni varðist hann
fimlega öllum tilraunum gæslu-
manna til að hafa hendur í hári hans
og reyndist nokkuð frár á fæti. Að
lokum klifraði hann yfir girðingu
við bílastæðið og hvarf sjónum
gæslumanna fljótlega eftir það.
Stuttu eftir þetta atvik sluppu
síðan tveir unglingspiltar inn á völl-
inn rétt áður en fyrri hálfleikur í
framlengingu hófst. Þeir reyndust
hins vegar ekki eins sprettharðir og
voru handsamaðir. Leikur grunur
á að þeir hafi verið undir áhrifum
áfengis.
Hafa ekki lent í þessu áður
Að sögn Jóhanns G. Kristinssonar,
vallarstjóra Laugardalsvallar, eru
atvik af þessu tagi afar sjaldgæf
hér á landi. „Við höfum ekki lent í
þessu hérna á Laugardalsvelli síðan
við tókum við vellinum árið 1997.
Reglan er hins vegar mjög skýr.
Þetta er bannað og við reynum að
koma í veg fyrir að þetta geti gerst.“
Fjórir vallarstarfsmenn gættu
vallarins á meðan á leiknum stóð og
nutu þeir aðstoðar níu gæslumanna
frá Hjálparsveit skáta. Jóhann segir
ekki útilokað að maðurinn sem
slapp verði kærður þegar upp kemst
hver hann er. „Ég mun skoða það
með framkvæmdastjóra KSÍ hvort
maðurinn verði kærður en það
liggur ekki fyrir núna. Hefði þetta
gerst á landsleik eða Evrópuleik
hefði KSl verið sektað."
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni í Reykjavík eru ekki sér-
stök viðurlög við uppákomum af
þessu tagi. Menn geta þó búist við
einhverjum sektum sem miðast við
málsatvik.
Aukakílóin herja á Bandaríkjamenn sem aldrei fyrr
Offitusjúklingum fjölgar
Offitusjúklingum í Bandaríkj-
unum fjölgar ört samkvæmt nýrri
skýrslu. I þeim ríkjum þar sem
ástandið er verst á þriðjungur íbúa
við offituvandamál að stríða.
Skýrslan var gerð af óháðum sam-
tökum sem sinna lýðheilsu Banda-
ríkjamanna, Trust for America’s
Health. Samkvæmt niðurstöðum
hennar fjölgaði offítusjúklingum í 31
ríki í fyrra og á sama tíma varð engin
fækkun í öðrum ríkjum.
Flestir offit usjúklingarnir búa í Suð-
urríkjunum og er ástandið verst í Miss-
isippi, Alabama og Vestur-Virginíu.
Ástandið er einna skást í Kólóradó,
Havaí og Massachussetts en þrátt
fyrir það eru á bilinu 17 til 18 prósent
Ibúa þessara rikja offitusjúklingar.
Að sögn Jeff Levi, sem er læknir
Hreyfingarleysi veldur offitu Körfuknattleiksmaöurinn Carmelo Anthony
tilheyrir þeim hópi Bandaríkjamanna sem á ekki við offituvandamál að stríða.
Þeim sem skipa þann hóp fer fækkandi
og fer fyrir samtökunum sem gerðu leiðingar þessarar þróunar alvarlegar.
rannsóknina, er ástandið ákaflega Hægt sé að rekja 27% af heildarút-
alvarlegt í Bandaríkjunum og það gjöldum til heilbrigðismála í Banda-
liggi fyrir að aðgerðir stjórnvalda í ríkjunum til meðferðar á sjúkdómum
baráttunni gegn offitu hafi brugðist. sem eru tilkomnir vegna offitu og of
Að sögn Levi eru efnahagslegar af- lítillar hreyfingar.