blaðið

Ulloq

blaðið - 31.08.2006, Qupperneq 30

blaðið - 31.08.2006, Qupperneq 30
30 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 blaðið íþróttir ithrottir@bladid.net Lita með Zidane-heilkennið Leroy Lita, sóknarmaður Reading, var handtekinn i gærmorgun vegna meintrar likamsárásar sem átti sár stað aðfaranótt síðasta sunnudags. Lita er sagður hafa ráðist á 24 ára gamlan karlmann og skallað hann i andlitið. Lita, sem er 21 árs og ættaður frá Kongó, var keyptur til Reading frá Bristol City fyrir eina milljón punda síðasta sumar. Gunnar Hrafn Gunnarsson er íslenskur atvinnumaður í dansi: Mikill keppnismaður sem ætlar á toppinn ■ Harður heimur í dansinum ■ Keppnisdönsurum fer fækkandi hér á landi Eftir Björn Braga Arnarsson bjorn@bladid.net Gunnar Hrafn Gunnarsson er 22 ára íslenskur strákur sem er búsett- ur í Þýskalandi, hvar hann leggur stund á dans og keppir fyrir íslands hönd. Hann segir mikla hörku ríkja í dansheiminum og erfitt að koma ár sinni fyrir borð á meðal þeirra bestu, en er þó hvergi banginn: „Ég get náð alla leið ef ég vil það,“ segir Gunnar og lætur ekki á sig fá þótt oft geti orðið hart í ári. Heimsmeistaramótið framundan Gunnar og dansfélagi hans, Mel- issa Ortiz Gomes frá Spáni, hafa dansað saman frá því í byrjun þessa árs og náðu góðum árangri á stór- móti í Stuttgart um síðustu helgi. ,Það má segja að þetta mót hafi ver- ið fyrsta stórmótið okkar. German Open er, ásamt mótinu í Blackpool, stærsta og fjölmennasta keppnin í dansheiminum," segir Gunnar, en hann og Melissa kepptu í svonefnd- um „Rising Stars“ flokki þar sem efnilegustu pör heims voru sam- ankomin. „Við lentum í 65. sæti af 270 pörum og vorum við nokkuð sátt við þann árangur, þar sem við höfum ekki verið að dansa saman svo lengi.“ Gunnar segir að með því að keppa undir merkj- um Islands eigi þau Melissa auðveldara með að fá þátttöku- rétt á stærstu mótunum. „Það eru náttúrlega svo fá pör á ís- landi þannig að það eru færri að berjast um hituna. í Þýska- landi eru kannski 100 pör að keppa um tvö sæti á meðan það eru í mesta lagi átta á ísland. Þannig höfum við fengið þátt- tökurétt á til dæmis heimsmeist- ara- og Evrópumótinu," segir Gunnar en heimsmeistaramótið fer einmitt fram í lok næsta mán- aðar í þýsku borginni Karlsruhe. ,Það verða 80 pör á mótinu og við höfum sett okkur það markmið að komast í 24-para úrslit,“ segir hann. Hægt að lifa vel á dansinum Gunnar flutti til Þýskalands fyrir ári en áður hafði hann verið búsettur í Danmörku og Svíþjóð þar sem hann var við dansæfing- ar. „í ágúst 2005 fór ég til Stuttgart í danskeppni og hitti þar Melissu, en hún hafði þá verið á Spáni að dansa hip hop og salsa í einhvern tíma. Hún vildi hins vegar fara aft- ur í latín-dansana og því fórum við að dansa saman,“ segir Gunnar og bætir við að samstarfið hafi gengið mjög vel. Gunnar er á dansæfingum um fjórar klukkustundir á dag en með- fram þeim stundar hann þrek- og styrktarþjálfun. Hann segir að ut- an æfinga geti orðið hálf einmana- legt á köflum. „Það hefur kannski ekki verið neitt alltof mikið að gera hérna. En ég er þó að fara að vinna eitthvað með þessu á næstunni. Ég vildi einbeita mér að dansinum fyrst um sinn og komast aðeins bet- u r inn í tungumálið áður en ég færi að vinna.“ Gunnar segist hafa lítinn pening út úr dans- inum sem stendur en vonast til að betri ár- angur verði til þess að auðveldara verði að fá styrki. „Pör þurfa að vera að gera eitthvað á heimsvísu og ná ágætum úrslitum til að fá styrki. Um leið og það fer að nást al- mennilegur árang- ur verður auðveldara að fá styrki og það ætti að fara að gerast hjá okk- ur,“ segir Gunnar en bætir við að komist hann í fremstu röð sé auðvelt að lifa vel á dansinum þó að til séu arðbær- ari íþróttagreinar. „Maður hefði kannski frekar átt að fara í fót- boltann, en það er líka gaman að vera að keppa í einhverju sem er öðru- vísi. Ég er keppnismaður og vil keppa í einhverju.“ Fækkar í leikmannahópi Real Madrid: Gravesen til Celtic Thomas Gravesen greindi frá því í gær að hann hefði komist að samkomulagi við Gordon Strachan, stjóra Celtic, um að ganga til liðs við skosku meistarana. Gravesen var í Glasgow á dögunum til að ræða um kaup og kjör en fór aftur til Kaup- mannahafnar til að hitta landsliðs- félaga sína, án þess að skrifa undir samning. Töldu því margir að Dan- inn hefði ekki náð samkomulagi við félagið en hann sagði svo ekki vera. „Ég get aðeins sagt að ég, Gordon Strachan og umboðsmaður minn höfum náð samkomulagi og gefum út opinbera yfirlýsingu á morgun," sagði Gravesen við Daily Record. Talið er að hann muni skrifa undir þriggja ára samning við Celtic, sem greiðir Real Madrid tvær milljónir punda fyrir danska landsliðsmann- inn. Koma Gravesen gæti þýtt það að Celtic muni leyfa Búlgaranum Stilian Petrov að fara til Aston Villa. Vinsældirnar minnkandi hérlendis Gunnar segir að keppnisdönsur- um hafi farið fækkandi á íslandi undanfarin ár og vinsældir íþrótt- arinnar hafi minnkað, en á erfitt með að koma auga á ástæðuna fyr- ir því. „Það er erfitt að segja hvers vegna vinsældirnar hafa farið minnk- andi. Fyrir svona tíu árum voru mjög margir krakkar að æfa dans en þeim hefur fækkað mikið. Það er líklegt að peningamál spili stórt hlutverk. Það kostar mikið að vera í þessu ef maður ætlar sér að ná langt þannig að það hefur kannski kom- ið í veg fyrir að fleiri keppi í þessu,“ segir Gunnar en segir að í mörgum öðrum löndum sé dansinn gríðar- lega vinsæll. Sjálfur segist hann hafa ráðið litlu um að byrja í dansi á sínum tíma en ekki hafi liðið á löngu þar til dans- íþróttin var orðin hans helsta áhuga- mál. „Ég er bara alinn upp við þetta, mamma henti mér út í dansinn þeg- ar ég var fimm ára gamall. En svo var þetta bara stórskemmtilegt og frábær félagsskapur þannig að það varð ekki aftur snúið.“ Leikmaður frá Celtic: Petrov til Villa Aston Villa hefur gengið frá kaupum á búlgarska miðju- manninum Stilian Petrov frá Celtic. Um er að ræða fyrstu kaup liðsins frá því að Mart- in O’Neill tók við stjórn. Petrov, sem er 27 ára og fyrir- liði búlgarska landsliðsins, skrifar undir fjögurra ára samning við Villa. „Ég hef þekkt hann lengi og veit að hann er mikill íþróttamað- ur sem getur skorað mörk. Hann er gríðarlega leikreyndur en á samt bestu ár sín framundan," sagði O’Neill, sem þekkir Petrov vel frá stjórnartíð sinni hjá Celtic. ; Formúla 1: Ekki keppt í San Marínó FIA hefur gefið út mótaskrá fyrir Formúlutímabilið 2007. Sautján keppnir verða á árinu og er það einni færri en í ár. Búið er að fella út kappaksturinn í San Marínó og Nurburgring í Þýska- landi og hefur ekki verið ákveðið hvar kappaksturinn í Þýskalandi verði haldinn á næsta ári. Im- ola-kappaksturinn fer ekki fram þar sem verið er að endurbæta brautina og aðstæður eftir því sem krafist er í dag. Belgíski Spa-kappaksturinn er hins vegar aftur á dagskrá eftir sams konar endurbætur. IVIÓTASKRÁ FORMÚLUNNAR 2007: 18. mars Albert Park, Ástralía 8. april Sepang, Malasia 15. apríl Barein, Barein 13. mai Katalónía, Spánn 27. maí Monte Carlo, Mónakó 10. júní Circuit Gilles Villeneuve, Kan. 17. júni Indianapolis, Bandaríkin l.júli Magny Cours, Frakkland 8. júlí Silverstone, Bretland 22. júlí ?, Þýskaland 5. ágúst Hungaroring, Ungl. 26. ágúst istanbul, Tyrkland 9. sept. Monza, Italia 16. sept. Spa, Belgía 30. sep. Sjanghæ, Kína 7. okt. Fuji, Japan 21.okt. Interlagos, Brasilia

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.