blaðið - 09.09.2006, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006
blaöið
VEORIÐ I OAG
Skúrir
Suövestan fimm til tíu metrar á sekúndu
og víða skúrir um landið, en bjartviðrí
á Austurlandi. Hiti átta til fimmtán stig,
hlýjast á Austurlandi.
ÁMORGUN
Víða léttskýjað
Á sunnudag og mánudag
verður súld eða dálítil rigning
vestantil áfandinu. Hiti áttatil
sautján stig.
VÍÐA UWl HEIM £
Algarve 29 Glasgow 17 New York 20
Amsterdam 18 Hambórg 17 ' Orlando 24
Barcelona 27 Helsinki 15 Osló 20
Berlín 19 Kaupmannahötn 20 Palma 29
Chicago 16 London 19 París 21
Dublin 16 Madrid 28 Stokkhólmur 16
Frankfurt 20 Montreal 11 Þórshöfn 13
Sjálfsmorðsárás:
Þrjátíu féllu
Að minnsta kosti sextáaféllu
og tuttugu og níu særðust í
Kabúl, höfuðborg Afganistans, í
gær þegar sjálfsmorðsspréngju-
maður ók bíl sínum á bandaríska
bílalest. Árásinvar sú mannskæð-
asta í landinu frá því að veldi
talibana féll árið 2001.
Tilræðið átti sér stað rétt við
bandaríska sendiráðið í borginni
og meðal þeirra sem féllu voru
tveir bandarískir hermenn.
Tvítug stúlka
laug að löggu
Tæplega tvítug stúlka var
dæmd í Héraðsdómi Reykjávíkur
fyrir umferðarlagabrot og að
hafa gefið upp vitlaust nafnog
kennitölu þegar hún var stððvuð.
Hún kom sökinni á aðra
stúlku með þeim afleiðingum
að ríkislögreglustjóri sendí bTéf
til hennar og sakaði hana um
umferðarlagabrotið og bauð.-, -
henni að ljúka málinu með sekt-
argreiðslu. Stúlkan er dæmd í 30
daga fangelsi skjlorðsbundið til
tveggja ára.
m
falskan búnað. „Fyrir það fyrsta
hefur þekkst um árabil erlendis að
óprúttnir náungar hafa reynt að
stela segulröndum af kortum sem
og PIN-númerum með ýmsum
aðferðum," segir Logi. „Það er
ómögulegt að ætlast til þess að við-
skiptavinurinn átti sig á svindlinu
enda ber hann aldrei fjárhagslegan
skaða í svona málum,“ segir Logi en
afar erfitt er að átta sig á því hvort
slíkur búnaður sé á sjálfsölum.
Aðspurður hvort auðvelt sé að
nálgast þessi tæki eða búa þau til
segir hann að þjófarnir þurfi alltaf
ákveðna þekkingu til að útbúa af-
ritunarbúnaðinn en íhutina megi
nálgast bæði í gegnum Netið og
með öðrum aðferðum.
Svindl af þessu tagi byrjuðu fyrir
alvöru árið 1999. Á næstu fjórum
árum tvöfölduðust slík svindl í
Bretlandi, óa|( Bandaríkjunum er
talið að banl^rinir verðiaf rúmlega
50 milljónum dollara eða tæplega
3,5 milljörðum íslenskra króna ár-
lega. Af einhverjum ástæðum hafa
svik af þessari tegund ekki náð til
íslands en í janúar var útlendingur
handtekinn þegar hann reyndi að
smygla kortaskima með Norrænu.
Málið er í rannsókn en ekki er
talið að þjófarnir hafi komist ýfir
neinar fjárhæðir.
Lögreglan vill ekki gefa upp á
hvaða bensínstöð atvikið átti sér
stað vegna rannsóknarhagsmuna
en Egó-bensínstöðin hefur sent út
tilkynningu þar sem hún sver at-
vikið af séf^Einnig taka talsmenn
hennar fram að það sé afar slæmt
að öll bensínfyrirtæki liggi undir
grun landsmanna um að vera ekki
örugg á einhvern hátt.
Eftir Val Grettisson
valur@bladid.net
Kortalesari fannst á sjálfsala á bens-
ínstöð í Reykjavlk í ágúst. Það er í
fyrsta skipti sem slíkt gerist á ís-
landi. Tækið gat lesið upplýsingar
af kortum sem sett voru inn í rauf-
ina, en lögreglan gefur ekki upp
um hverskonar tæki var að ræða.
Yfirleitt þegar um bensínsjálfsala
er að ræða notast þjófarnir við svo-
kallaðankortaskima. Tækið afritar
upplýsingar af kortinu á rafrænt
form. Því næst eru upplýsingarnar
yfirfærðar á annað kort. Oftast
þarf einnig litla örmyndavél sem
tekur upp fórnarlambið þegar það
slær inn leyniorð.
Samkvæmt Herði Jóhannessyni,
yfirlögregluþjóni í Reykjavík, eru
til tvennskonar tæki. Annað tækið
er lítið og hægt er að hengja það
yfir kortaraufina en hitt tækið er í
raun fölsk framhlið þár sem kortið
er sett inn.
„Það er mjög auðvelt að stela upp-
lýsingunum séu réttu tækin til
staðar," segir Michael St. Neitzel
sem vinnur hjá Friðriki Skúlasyni
ehf. og sér um vírusvarnir. Áður
vann hann hjá Interpol við að
rannsaka tölvuglæpi. Hann segir
að þjófurinn þurfi ekki einu sinni
að vera á staðnum. Hann geti setið
inni í bíl rétt hjá og fengið allar upp-
lýsingarnar beint í tölvuna hjá sér
á meðan fórnarlambið reynir að
nota sjálfsalann.
Logi Ragnarsson, framkvæmda-
stjóri Fjölgreiðslumiðlunar hf.,
hélt á fimmtudaginn námstefnu
þar sem starfsmönnum ýmissa fyr-
irtækja var kennt að greina svona
Venjulegur hraðbanki? Gríðarlega
erfitt er að sjá hvort hraðbankinn
hafi falska framhlið.
Nefnilega ekki! Kortaskiminn erafar Eitthvað varhugavert við
handhægur og hægt er að fá upplýs- myndina? Svo virðist sem ekkert
ingarnar beint i fartölvuna út i bfl og gruggugt sé við þessa mynd, bara
þjófurinn situr áhyggjulaus i örygginu. venjulegur hraðbanki.
Njósna um leyniorð Myndavél
er nauðsynleg til að komast yfir
leyniorð. Inni i myndavélinni er t
nig þráðlaus nettenging
Opíð virka daga: 10-18, lau: 11-15 Reykjavílc Mörkin 4, s: 533 3500
■ *
&
Gæða sængur
og heilsukoddar
Sextán ára gamall piltur kynntist ungum manni á Netinu:
Vildi verða mannsbani
Eftir Val Grettisson
valur@bladid.net
Pilturinn sem var handtekinn
fyrir að stinga 26 ára gamlan mann
í bakið á mánudaginn sagði við yfir-
heyrslur að hann vildi myrða mann.
Hann segist hafa kynnst mann-
inum í gegnum Netið með það að
markmiði að drepa hann. Þeir hitt-
ust þrisvar sinnum í kjölfarið.
Drengurinn segir að hann hafi
viljað myrða hann fyrr en ekki
fengið tækifæri til þess. I þriðja
skiptið sem þeir hittust tók piltur-
inn með sér hníf. Þeir lögðu bílnum
við skautahöllina i Laugardalnum
og fórnarlambið fór út til þess að
pissa.
Að sögn fórnarlambsins fann
hann högg á bakið þegar hann var
að pissa. Hann leit við og sá pilt-
inn hlaupa í burtu. Hann þréifaði
á bakinu og fann þá að hnífur stóð
út úr því. Honum tókst að íjarlægja
hnífinn og aka upp á spítala. Hníf-
urinn var tæplega tíu sentimetra
langur. Engu að síður fór betur en
á horfðist.
Við yfirheyrslur segir pilturinn
að sig hafi alltaf langað tii þess að
drepa mann og fórnarlambið hafi
verið sá fyrsti sem hann fann til
þess.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
maður gefur upp þessa ástæðu en i
apríl árið 1976 myrti átján ára piltur
mann á Ákueyri að ástæðulausu.
Sextán ára pilt dreymdi um að
drepa mann PUturinn stakk mann
í bakið með hníf og ætlaði sér að
drepa hann.
Hann skaut manninn í andlitið
og svaraði því til þegar hann var
inntur eftir ástæðum að hann vildi
bara prófa að drepa mann.
Pilturinn sem um ræðir verður í
gæsluvarðhaldi til loka mánaðarins
og hefur Hæstiréttur staðfest þann
úrskurð. Hann sætir geðrannsókn.