blaðið


blaðið - 09.09.2006, Qupperneq 4

blaðið - 09.09.2006, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006 blaöi6 FRÍSTUNDAHEIMILI LÖGREGLAN DJÚPAVÍK INNLENT Biðlistar styttast Alls eru 587 börn á biðlista eftir plássi á frí- stundaheimili í Reykjavik en í síðustu viku voru þau 661 talsins. Ástandið er verst í úthverfum borgarinnar þar sem vantar 68 starfsmenn en engir biðlistar eru lengur í Vesturbæ og Miðbæ. Dæmdur fyrir hótanir Maður var dæmur í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir að hóta lögreglumönnum og fjöl- skyldum þeirra þegar hann var handtekinn. Maðurinn var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára. Jarðskjálftar á Ströndum Skjálfti, sem mældist þrjír á Richter með upptök um þrjá kílómetra vestur af Djúpuvík í Reykjafirði á Ströndum, varð í gær- morgun upp úr klukkan sjö. Annar minni skjálfti, 2,7 á Richter, varð nokkrum mínútum fyrr. Ekki er gert ráð fyrir frekari skjálftavirkni þarna, samkvæmt upþlýsingum frá eðlisfræðisviði Veðurstofu íslands. McDonalds: Banna heitið McCurry Bandaríska hamborgara- keðjan McDonalds hefur loksins unnið mál gegn litla veitinga- staðinn McCurry eftir fimm ára löng málaferli. Lögmenn McDonalds sögðu nafn veitingastaðarins vera of líkt nafni hamborgarakeðjunnar og dómarinn í málinu var sam- mála. Eigendur staðarins mót- mæla þessu og segja nafn stað- arins einungis vera styttingu á „Malaysian Chicken Curry.” Dómarinn gerði eigendum McCurry að fjarlægja Mc-við- skeytið úr nafni staðarins. Þeir hyggjast áfrýja dómnum. TEKJUR RÚV AF AFNOTA- GJÖLDUM ÁRIÐ 2005* S 2.468.574.534 krónur Hækkun um 8 prósent = 197.485.962 krónur 216 krónur á mánuöi á hvern notanda •samkvæmtArsreikningi RÚVfær pening ígær samþykkti rikisstjórnin átta prósenta hækkun á afnota- gjöldum sem skilar RÚV tvö hundruð milljónum á ári. Hækkunin nemur216 krónum á mánuði fyrir hvern notanda. Afnotagjöld Ríkisútvarpsins hækka um næstu mánaðamót: Fasteignamarkaður: Minni sala á Akureyri RUV fær 200 milljónir Verulega dró úr sölu fasteigna á Akureyri í nýliðnum ágúst- mánuði samkvæmt tölum frá Fasteignamati ríkisins. I síðasta mánuði var 33 kaupsamningum þinglýst á Akureyri en á sama tíma í fyrra voru þeir 82. Veltan nam 655 milljónum króna en var rúmur milljarður á sama tíma í fýrra og dragast viðskiptin því saman um 400 milljónir milli ára. lóvíst um næstu hækkun ■ Löngu tímabært, segir útvarpsstjóri ■ Stofnunin vildi fá meira Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Eins og ástandið er í þjóðfélaginu þótti ekki ástæða til að koma til móts við kröfur RÚV að fullu. Rík- isstjórnin er að draga úr þenslu og því ekki eðlilegt að hún gangi fram fyrir skjöldu með tveggja stafa hækkunum á þjónustu,” segir Steingrímur Sigurgeirsson, aðstoð- VW Touareg V6 3,2 skráður 07/05 ek. 13.000 verð 5.790.000 kr. ' M.v. SP-bílasamninga ; UU www.bilathing.is HEKLA bilathing@hekla.is BÍLAÞING HEKLU Núnicr cilt t iwtuðuin bílum armaður menntamálaráðherra, um ákvörðun ríkisstjórnarinnar í gær að hækka afnotagjöldin um átta prósent frá og með næstu mánaðamótum. „Afnotagjöldin hafa ekki hækkað frá því í maí 2004 og því var kominn tími á hækkun. Frá síðustu hækkun eru verðlagsbreytingar samkvæmt vísitölu 13,8 prósent og því er þessi hækkun talsvert undir því,” segir Steingrímur. Með breytingunum hækkar framlag ríkis- ins til Ríkisútvarps- ins um rúmar 197 milljónir en fram- lagið nam tæpum 2,5 milljörðum í fyrra. helmingurinn kemur ekki sjálf- krafa í kjölfarið. Það er ekkert sjálf- gefið í því hvenær næsta hækkun verður.” Vildu meira Ríkisútvarpið óskaði eftir sex- tán prósenta hækkun í þetta skiptið og því ljóst að skrefið var að eins stigið til hálfs. Aðspurður segir Stein- grímur enga ákvörðun liggja fyrir um næstu skref. „Það verður bara að koma í ljós. Við erum ekki farin að velta fyrir okkur hvenær næst verði hugað að hækkunum,” segir Steingrímur. „Menntamálaráðuneytið lítur ekki á þessa hækkun sem fyrri hluta af því sem óskað var eftir þannig að hinn Skammtað úr hnefa Páll Magnússon útvarpsstjóri segir hækkanirnar löngu tímabærar og rétt til þess fallnar að bæta upp helm- inginn af þeim verðlagshækkunum sem hafa orðið frá síðustu hækkun. „Auðvitað er hækkunin betri en engin. Hún linar þjáninguna en læknar ekki,” segir Páll. „Við hefðum þurft helming til viðbótar til þess að mæta verðlags- og launahækkunum undanfarinna ára. Ég hef ákveðna samúð með ríkisstjórninni því hún þarf að stíga varlega inn um þessar dyr og skammta okkur úr hnefa.” Ekki kosningaútspil Aðspurður seg- ist Páll ekki vera þeirrar skoð- unar að von sé á hinum helmingnum við fyrsta tæki- færi því breyt- inga sé von á rekstrarformi stofnunarinnar. „Stjórnvöldhafa uppi áform um að breyta afnota- gjaldinu í nefskatt og því á ég ekki von á meiri hækkun á næst- unni. Hins vegar eru vegir ríkisvaldsins órannsakanlegir,” segir Páll. „Ef ríkisstjórnin væri með atkvæði í komandi kosningum þá hefði hún líklega ekki hækkað afnotagjöldin neitt. Þessi aðgerð er framkvæmd af yfirveguðu raunsæi en ekki sérstaklega miklu örlæti.” IgM Dala Fetasneiðar - gómsœt nýjung!

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.