blaðið - 09.09.2006, Síða 11

blaðið - 09.09.2006, Síða 11
biaöið LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006 11 háhýsanna þannig að hægt væri að at- hafna sig úti við. lbúarnir voru mikið úti við til þess að reyna að binda bíla við staura og það kom oft fyrir að ég fauk sjálfur í bókstaflegri merkingu.” ísland er stað- sett á einu aí vindasömustu svæðum norðurhvels. Magnús Jónsson veðurstofustjóri Eitt vindasamasta svæði norðurhvels Magnús Jónsson, veðurstofustjóri finnst st sú stefna að reisa háhýsi víða vera umhugsunarverð. „Vindur vex umtalsvert með hæð og því skapar þetta mikinn vanda,” segir hann. „ísland er staðsett á einu af vindasömustu svæðum norðurhvels. Frá Nýfundnalandi til Islands myndi ég segja annað tveggja vindasömustu svæðanna,” segir Magnús. „Hér eru svæði, t.d. við Stórhöfða í Vestmannaeyjum, þar sem hvassviðrisdagar eru ríflega tvö hundruð talsins árlega. Magnús segir mjög erfitt að reikna út hvernig vindur hegðar sér í kringum hús og yfirleitt sé reynt að herma eftir slíku ástandi til að gefa einhverja mynd. „Hæð húsanna er lykilatriði í þessu sambandi en það sem skiptir einnig máli er lögunin sjálf. Ein versta lögun á húsi til að draga úr vindi er að hafa þau kassalaga. Nánast öll nýleg háhýsi eru kassalaga og mín skoðun er sú að huga þurfi meira að lögun húsa til að brjóta upp norðanáttina. Sama hug- myndafræði er notuð við varnargarða snjóflóða, erfitt er að stoppa flóðið en frekar hægt að breyta stefnu þess og hraða,” segir Magnús. íslenskir vindar eru ekki ööruvísi en í öðrum löndum. Hrafn Gunnlaugsson rithöfundur (slenskur heimóttarskapur Hrafn Gunnlaugsson rithöfundur hefur ítrekað barist fyrir því að byggt sé á hæðina og þannig skapist meira rými fyrir fólk í miðborginni. Hann hefur ekki áhyggjur af þvi að sérstök hætta sér hér á landi umhverfis há- hýsi. „Borgir í Japan og Kanada eru svipað í sveit settar og Reykjavík og fullar af „háhýsum” án þess það sé til vandræða - þvert á móti. Ég veit ekki til þess að íslenskir vindar séu öðru- vísi en í öðrum löndum. Þjóðsagan af Hornafjarðarmánanum er trúlega enn að gerast. Það er byggðin sem er verið að byggja hér hátt upp á heið- unum í kringum Reykjavík, meira en íoo metra yfir sjávarmáli, sem verður og er þjökuð af vindstrókum og veðravíti. Byggð á hæðina hér niðri i bæ mun öðru fremur veita skjól,” segir Hrafn. „Við erum svo ný- flutt út úr torfkofum að menn virðast ekki búnir að átta sig á því að búið er að finna upp lyftuna, - er þetta ekki bara klassískur íslenskur heimóttar- skapur? Þar að auki eru þessi hús sem við köllum háhýsi engin háhýsi í sam- anburði við erlendis.” Herráð NATO í Afganistan: Vantar 2000 hermenn Yfirmenn herafla Atlantshafs- bandalagsins (NATO) telja að þeir þurfi að minnsta kosti tveggja þúsunda manna liðsstyrk til þess að takast á við uppreisn talibana í landinu. Herráð NATO fundaði gær og í dag í Varsjá í Póllandi um ástandið í Afganistan. Að sögn Bretts Boudreau, tals- manns bandalagsins, er ekki víst hvort beiðnin um liðsstyrk verður afgreidd á fundinum þar sem her- foringjarnir þurfa að fá pólitískan stuðning við slíka aukningu í heimalöndum sínum. James Jones, yfirhershöfðingi Atlantshafsbandalagsins, hafði fyrr í vikunni sagt að nauðsynlegt væri að fjölga í liði NATO í Afgan- istan. Á fundi með blaðamönnum í höfuðstöðvum NATO í Mons í Belgíu á fimmtudag sagði Jones að mótspyrna talibana í suðurhluta Afganistans hefði komið mönnum nokkuð á óvart og á sumum stöðum sé styrkur þeirra slíkur að þeir noti ekki hefðbundar skæru- liðaárásir heldur berjist á hefðbund- inn hátt. Hins vegar spáir hann því að NATO nái að hafa yfirhöndina í baráttunni gegn talibönum og öðrum vígamönnum á svæðinu áður en vetur skellur á. NATO tók við stjórn alþjóðlegs herliðs í Afganistan þann 30. júlí og hefur meðal annars haft það hlut- verk að koma böndum á lögleysuna sem ríkir í suðurhlutalandsins. Þar ráða talibanar, eiturlyfjabarónar og stríðsherrar lögum og lofum og hafa hermenn NATO lent í hörðum bardögum á svæðinu. En þrátt fyrir harða andspyrnu er Jones yf- irhershöfðingi sannfærður um að NATO muni ráða niðurlögum víga- Ótraust landamæri Talibanar ÍAfganistan fá stuðning sinn frá íslamistum í Pakistan í skjóli ótraustra landamæra. manna á svæðinu. Umfangsmestu hernaðaraðgerðir NATO hófust um síðustu helgi. Við bjóðum fjölbreytta tíma í sal, margvísleg námskeið, tækjasal og leiðsögn Innritun hafin á öll námskeið ísíma 5813730: • TT1 Vertu í góðum málum! Átaksnámskeiðin sívinsælu fyrir konur á öllum aldri Lokuð 9 vikna námskeið, 3 x í viku • TT 2 Vertu í góðum málum! Lokuð 9 vikna framhaldsnámskeið eftir TT1 • TT 3 og 4 Taktu þér tak! Lokuð 6 vikna átaksnámskeið 3 x í viku fyrir stelpur16-20 og 21-30 ára • Rope Yoga Heildrænt hug- og heilsuræktarkerfi Lokuð 6 vikna námskeið 2 x í viku • 6o + Líkamsrækt fyrir konur 60 ára og eldri Lokuð 6 vikna námskeið 2 x f viku • Mömmumorgnar Lokuð 6 vikna námskeið 2 x í viku • Meðgönguleikfimi Lokuð 6 vikna námskeið 2 x í viku Vertu velkomin í okkar hóp! Þinn tími er kominn! Opna kerfið 1. Almenn þjáifun, þol, styrkurog liðleiki 2. Púltími, hressileg upphitun, ýmist á palli eða gólfi, styrktar- og liðleikaþjálfun 3. Pallatími, samsettspor, mikil brennsla 4. Lóðatími, upphitun ýmist á palli eða á gólfi, unnið með þyngd og mótstöðu, lóð, stangir, teygjur 5. Liðleikaþjálfun, upphitun, styrktar- og slökunarteygjur 6. Yoga 7. Bræðingur, líkamsrækt með dansívafi, salsa, mambo, samba, jazz, funk og stuð. 8. Sprengitími, 30 mínútna hádegispúl 9. Stöðvaþjálfun, fjölbreyttir vaxtamótunartímar Barnagæsla - Leikland JSB NÝTT Glæsilegur nýr tækjasalur! DflNSRfEKT JS'IJ leggur línumar Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 5813730 • Bréfasími 5813732 • www.jsb.is sngtl / HNOTSKÓGUR grttllk hAr

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.