blaðið - 09.09.2006, Page 19

blaðið - 09.09.2006, Page 19
LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006 19 Leiðsögn um sýningu Á morgun ki. 14 mun Rakel Pétursdóttir leiða gesti um sýninguna Landslagið og þjóðsagan í Listasafni íslands. Hún mun velta upp spurningum um merkingu íslenskrar myndlistar og hlutverk hennar í sjálfsmynd þjóðar. Áhugamenn um íslenska myndlist ættu ekki að láta leiðsögn Rakelar fram hjá sér fara. Angela Gilbert syngur í Óperunni Óperuunnendur hafa ástæðu til að kætast þessa dagana en nú er ljóst að Angela Gilbert, sópransöng- kona frá Suður-Afríku, mun taka þátt í uppfærslu fslensku óperunn- ar á Brottnáminu úr kvennabúrinu eftir Mozart sem frumsýnd verður 29. september nk. Gilbert mun fara með krefjandi hlutverk Konstönzu í óperunni góðkunnu sem Mozart samdi þegar hann var 25 ára gamall. Brottnámið úr kvennabúrinu samdi Mozart í Vín þegar hann var 25 ára gamall og varð óperan fljótlega vin- sælasta ópera Mozarts utan Vínar- borgar. Angela Gilbert er aðeins 32 ára göm- ul en hefur hvarvetna vakið mikla athygli fyrir sína ótrúlegu rödd og er óhætt að fullyrða að hún eigi fram- tíðina fyrir sér á sviðinu. í febrúar síðastliðnum hlaut Gilbert heljar- innar lof gagnrýnenda og virtustu tónlistarspekúlanta fyrir frammi- stöðu sína í hlutverki Luciu í Lucia di Lammermoor eftir Donizetti í San Diego-óperunni í Bandaríkjunum. Gagnrýnandi NC Times hafði það meðal annars á orði að hæfileikar Gilbert væru þvílíkir að hún gæti vel orðið Lucia sinnar kynslóðar. Gilbert hefur fengist við fjölbreytt verkefni síðan hún lauk prófi frá Suðurafríska tónlistarháskólanum í Höfðaborg og hefur hún unnið til fjölda viðurkenninga á sínum stutta ferli. Það er því ljóst að það er mikill hvalreki fyrir íslenska óperuunnend- ur að fá þessa ungu söngkonu hingað til að hefja upp raust sína. blaöiö Róttækar túlkanir á trúarbrögðum Mánudaginn 11. september mun Magnús Þorkell Bernharðsson flytja fyrirlesturinn „Róttækar túlk- anir á trúarbrögðum og hugsan- legar pólitískar afleiðingar þeirra“ en þennan dag verða einmitt 5 ár liðin frá hryðjuverkaárásunum í Bandaríkjunum. Magnús Þorkell er að góðu kunnur fyrir rannsóknir sínar á málefnum Mið-Austurlanda en hann býr og starfar í Banda- ríkjunum. Fyrirlesturinn fjallar um hin nýju tengsl á milli trúarbragða og stjórnmála þar sem athyglinni verður beint að íran og Bandaríkj- unum, sem deila nú opinberlega á alþjóðavettvangi. Sérstaklega verður fjallað um hugmyndir um endalok heimsins meðal sjíta í íran og bókstafstrúarmanna í Bandaríkj- unum og hugsanleg áhrif þeirra á ráðamenn þessara ríkja. Fyrirlesari ber saman þessar hugmyndir um endalok heimsins og veltir fyrir sér hvaða afleiðingar þær gætu haft á stjórnmál líðandi stundar. Alþjóða- málastofnun stendur að fyrirlestr- inum sem er öllum opinn. Hann verður haldinn í Öskju, stofu 132, og hefst kl. 17. Líf í sjálfstæðu leikhúsunum Að vanda verður líf í tuskunum hjá sjálfstæðu leikhúsunum í vetur en um 26 leiksýningar verða frum- sýndar á vegum aðildarfélaga sjálfstæðu leikhúsanna. Sjálfstætt starfandi leikhúsin hafa verið í töluverðri sókn síðustu misserin og á siðasta leikári frumsýndu þau um 60 leiksýningar um allt land. Áhorfendafjöldinn hefur aukist jafnt og þétt og Ijóst er að það eru ekki bara stofnanaleikhúsin sem blómstra þessa dagana enda fátt skemmtilegra en að sjá góða sýn- ingu á sviði. Verkefnaskráin hjá sjálfstæðu leik- húsunum í vetur verður fjölbreytt að vanda og munu söngleikir, klassísk verk og ný íslensk verk verða sett á svið svo fátt eitt sé nefnt. Innan samtakanna eru einnig starfandi öflug barna- og brúðu- leikhús sem ferðast um landið og bjóða leikskólum og grunnskólum upp á farandsýningar. Óhætt er því að fullyrða að spennandi vetur er í vændum hjá leikhúsunnendum á öllum aldri. YfSA Spurðu um VISA Lán Nánari upplýsingar á www.visa.is/visalan eöa í sima 525 2000 Dreifðu staðgreiðslunni VISA Lán er hagstæð leið til greiðsludreifingar við kaup á vörum eða þjónustu. + Staðgreiðsluverð + Lægri vextir + Lægri kostnaður + Til allt að 36 mánaða + Framlengdur ábyrgðartími + Flutningstrygging + Vildarpunktar

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.