blaðið


blaðið - 09.09.2006, Qupperneq 22

blaðið - 09.09.2006, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006 blaöiA Orn Arnarson, leikari Haustið er gengið í garð og þess er sennilega ekki langt að bíða að laufin fölni og blóm visni. Þó að haustið geti verið drungalegt hefur það sinn sjarma eins og aðrar árstíðir og í hugum margra er það tími umskipta í lífi og starfi. Blaðið fékk fimm þjóðþekkta einstak- linga til að segja sérfrá því hvernig haustið legðist í þá. ^ Eins og gömul díselvél Haustið hjá leikara- og skemmtikrafta- stéttinni þýðir fyrst og fremst annir því að þá er alltaf mest að gera. Þá er kannski verið að æfa upp leikrit sem hafa verið sýnd áður, fólk er að bóka skemmtanir og nýjar leiksýningar eru settar á fjalirn- ar. Það getur því oft verið mikið púsl að koma deginum saman en þetta hefst allt saman. Það þarf smáátak að komast í gang á haustin. Þetta er eins og gömul dísil- vél. Það tekur smátíma að ræsa hana en þegar hún er komin í gang þá lullar hún ágætlega. Ég er fljótur að trekkja mig upp á haustin og svona rigningarveður eins wmmmm og núna hefur engin áhrif á mig. Ég verð bara blautur. Vissulega hafa veðrabreytingar einhver áhrif á mann. Maður er ekkert undanskil- inn því en eigum við ekki að segja að ef manni finnst þokkalega gaman í vinn- unni þá vegur það upp á móti því. Áhugamálið mitt er jafnframt vinnan mín sem er að skemmta og gera fólk glatt í sinni og reyna að gleðja það með því sem ég kann og get. Að öðru leyti er ég ekki mikill áhuga- málamaður. Ég keypti mér til dæmis golf- kort í sumar og ég held að það komi bara því miður til með að fara í rarama. Svolítill djass í haustinu Haustið er fínt maður. Það leggst bara vel í mig eins og allar aðrar árstíðir. Hver árstíð hef- ur sinn sjarma. Ég get ekki sagt að það hafi mikil áhrif á skapið enda er ég nokkuð jafnlyndur. Ég fer stundum í eins konar menntagír á þessum árstíma. f fyrra fór ég til dæmis í spænskunám og ætla að halda því áfram núna. Það er svolítið nýtt fyrir mér enda hef ég ekki farið í skóla lengi. Ég kann mjög vel við það enda er spænskan að verða svo stórt tungu- mál í heiminum, til jafns við enskuna eða því sem næst. Það er því gott að kunna hana. Það skemmir alla vega ekki fyrir. Það er mikið að gera í tónlistinni allt árið en haustið er ágætistími til að semja lög og texta. Það er minni erill í ferðalögum en til dæmis á sumrin og svo er þetta frjór tími. Litirnir eru oft svo fallegir á haustin og þeir hafa áhrif á mann. Þá er djassfestival nú á haustdögum sem er vel við hæfi enda er svolítill djass í haustinu. Ég hlusta reyndar á tónlist allan ársins hring en það getur verið að sumir hlusti á ólíka tón- list eftir árstíðum. Það er önnur stemning þeg- ar það er sól og hlýja en þegar það er rigning og myrkur. Fjölskylduferð og urriði f raun og veru breytir hið eiginlega haust ekki lifnaðarháttum og lífsstíl mikið að öðru leyti en því að þegar skólarnir hefjast breytist allur ryþmi. Það gerist reyndar síðla sumars núorðið þannig að þegar haustið hellist yfir með sínum fölu og rauðu laufum og nætur- frostum hefur það ekki mikil áhrif á þennan daglega ryþma. Maður fagnar í sjálfu sér haustinu ef það kemur á réttum tíma því að haustið er fallegur árstími og birtan er sérstaklega falleg. Það býð- ur upp á mjög marga möguleika til öðruvísi útivistar og skemmtilegra gönguferða. Ég hef yfirleitt alltaf reynt að fara eina helgi með fjölskylduna út úr bænum á þessum dæmigerða hausttíma upp úr miðjum sept- ember, meðal annars til að upplifa betur þenn- an tærleika, kalda morgna og jafnvel snjó efst í fjöllum. Það er kannski ein hefð sem hefur orðið til hjá mér og tilheyrir haustinu. Ég hef ákaflega gaman af því að fara á Þingvöll, ekki til að skoða haustlitina heldur til að líta á urriðann. Stóri urriðinn er í klaki í október og Össur Skarphéðinsson kenndi mér það einu sinni að ef maður fer í þriðju vikunni í október þá sér maður alltaf stóra urriðann í rigningu. Ég tek með gleði á móti haustinu og vetrin- um. Mér finnst alltaf gaman að árstíðaskipt- unum og skemmtilegt þegar fer að dimma á kvöldin. Maður setur sig í annan gír og fer að undirbúa sig fyrir veturinn. í þingstarfinu er maður að undirbúa þingmálin núna þannig að tíminn fer að mestu í það. Þar sem ég er í sveit tilheyra náttúrlega göng- ur og réttir haustverkunum og að undirbúa búrið fyrir veturinn. Ég er búin að fara í berja- mó og sulta sem er einnig hluti af haustverkun- um hjá mér. Þetta er nokkuð sem ég geri alltaf og finnst mjög skemmtilegt. Ég fer í Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllun- um sem eru frekar stórar réttir. Þar hittast all- ir úr sveitinni og einnig koma margir frá Hellu og brottfluttir sveitungar. Þetta eru skemmtileg mannamót og það er óskaplega gaman að hitta fólkið sem snýst í kringum þetta. Þetta er mjög skemmtilegur dagur en það er reyndar ekki jafnmikið um réttarböll og þess háttar í dag eins og áður fyrr. Það gera sér margir dagamun og ég elda alltaf kjötsúpu og fæ marga í mat. Fólk hefur afskaplega gaman af því að koma í réttir og upplifa þessa stemningu þó að féð sé Tími til uppbyggingar Núorðið finnst mér haustið vera mjög góður tími. Einu sinni vildi ég alltaf hafa eilíft sum- ar með glampandi sól og skærgrænu grasi en núna kann ég vel við rökkrið og haustlitina. Haustið er tími uppbyggingar. Þá vinnur maður úr uppsafnaðri orku eftir sumarið og undirbýr sig fyrir góðan vetur. Þetta er góður tími til að skipuleggja veturinn og koma strúk- túr á tilveruna eftir flakk sumarsins, hreinsa út úr fataskápunum og gera eitthvað fyrir heimilið. Svo finnst mér haustið alltaf besti tíminn til að byrja á bók eða klára bók og svo hlakka ég til að kveikja upp í kamínunni heima hjá mér en reyni að treina mér það fram í október. Ég ferðast mikið um landið á sumrin og mér finnst ég ná í rosalega orku úr landinu sem síð- an nýtist manni allan veturinn. Áður en ég eignaðist dóttur mína fyrir tveim- ur árum reyndi ég alltaf að fara i fjallaferðir á haustin. Þetta er svo góður tími vegna þess að þá eru eiginlega allir túristarnir farnir og mað- ur hefur landið út af fyrir sig. Mér datt einnig í hug einn brandari sem tengist haustinu. Vinkona mín hefur verið að kenna dóttur sinni Faðirvorið og eftir nokkur kvöld spurði sú litla: „Hvenær eigum við eigin- lega að fara að byrja á Faðirhausti?“

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.