blaðið - 09.09.2006, Page 26

blaðið - 09.09.2006, Page 26
26 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006 blaðið „Þetta snýst um að kunna sittfag. Það er kannski ekki gott að setjafingur á það hvað ég heftileinkað mér. Ég held samt að það megi segja að ég sækist eftir vissri einlægni." Martröð leikarans Finnst þér skemmtilegt að eldast? „Það er nú svona bæði og. Ég er lík- amlega vel á mig komin og get unnið, sem er ekki sjálfgefið þegar maður er kominn yfir sjötugt. Það að vera leikari reynir verulega á orku manns og einbeitingu. Ég er viss um að það hefur góð áhrif á heilasellurnar að læra texta utanað, alveg á sama hátt og góð hreyfing hefur áhrif á líkam- ann. En það er með andann eins og líkamann, maður er ekki eins sprækur þegar maður er sjötugur og þegar maður er tvítugur. Það tekur lengri tíma fyrir mig að læra texta þegar ég er orðin þetta fullorðin." Er það martröð leikarans að gleyma textanum sínum? „Já, nokkrum sinnum hef ég fengið þá martröð að standa uppi á sviði og vera ekki viss um í hvaða hlutverki ég er. Mér finnst ég ekki einu sinni vera í réttu fötunum. Ég stend þarna á sviðinu og reyni að tjá mig en áhorfendur hafa ekki áhuga, standa upp og ganga út. Ætli þessi draumur endurspegli ekki ótta leikarans við að ná ekki sambandi við áhorfendur. Starfið snýst nú einu sinni um það að ná sambandi og viðhalda áhuga leikhússgesta." Erfiður missir Hversu mikli máli skiptir starfið „Starfið skiptir mig mjög miklu máli en mér finnst fjölskyldan skipta enn meira máli. Það er mjög dýrmætt að fá að vera í starfi sem er gefandi og spennandi, ekki síst þegar maður er orðinn einn, eins og ég er eftir að maðurinn minn dó.“ Maður þinn var Guðmundur Steinsson leikritaskáld. Það hlýtur að vera erfitt fyrir þig að missa lífsförunaut sem fylgdi þér árum saman. „Við giftum okkur árið 1962, sama ár og 79 af stöðinni var frum- sýnd. Við vorum afar náin og góðir félagar. Sálufélagar. í rauninni má segja að ég hafi ekki haft neinn til að tala við síðan ég missti Guð- mund. Við vorum vön að styðja hvort annað, skiptast á skoðunum og ræða um daginn og veginn. Það er verulega erfitt að missa helming- inn af sér en ég var svo lengi sam- vistum við Guðmund að hann lifir í mér og á vissan hátt er hann alltaf með mér.“ Að kunnasittfag Það að leika á sviði, er það tœkni eða innlifun eða sambland afhvoru tveggja? „Þetta snýst um að kunna sitt fag. Það er kannski ekki gott að setja fingur á það hvað ég hef tileinkað mér. Ég held samt að það megi segja að ég sækist eftir vissri einlægni. Mér finnst líka skipta máli að hafa gott vald á röddinni. Ég reyni að vera öguð og vil vera það. Svo hef ég reynt að læra af flinku fólki. Ég dáist að flinku fólki." Hvað með prímadonnustæla leikara? „Þeir eru sjaldgæfir hér á landi og því betri sem menn eru í starfi sínu því minni prímadonnur eru þeir. Fólk sem er gott í sínu starfi er yfir- leitt ekki með stæla.“ En gerir það ekki kröfur? „Jú, það gerir kröfur því annars væri það ekki gott í sínu fagi.“ Þú gerir kröfur til sjálfrar þín og annarra, erþað ekki? „Jú, ég vil alltaf ná sem bestum ár- angri. Um það snýst þetta allt saman. Annars væri nú ekkert varið í þetta.“ Skipta verðlaun ogviðurkenningar þig máli? „Ég væri ekki að segja satt ef ég viðurkenndi ekki að ég hef gaman af að fá viðurkenningar og verð- laun. En allt snýst þetta nú um að leikstjórar og leikhúsfólk treysti manni til að gera hlutina. Mikil- vægustu verðlaunin eru þau að vera þess virði að gott sé að hafa mann innanborðs.“ kolbrun@bladid.net

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.