blaðið


blaðið - 09.09.2006, Qupperneq 28

blaðið - 09.09.2006, Qupperneq 28
LISTMUNASALA 28 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006 blaðið Hótel Borg Búið var aS mafré'ða sveppasúpu úrsveppum sem tíndir ■ tiöfðu verið viðsvegar i Reykjavik. . Vegna nálægðar þeirra við útblástur úr bilum var hægt að komast í vímu af sveppasúpunni enda varð Jón bæði ölvaður og ringlaður. ■t•Í' í' m Héldu húsbóndann -J EFTIR HJAL Á HÁDEGISBAR HÓTELS \7OT^PI O T^PI T’PI BORGAR TALDI MAÐUR NOKKUR AÐ HANN V W VAVi J- W. GÆTI auðgast verulegaá innbroti Jón Haraldsson var á hádegisbarnum á Hótel Borg í septembermánuði 1989. Hann var auralítill og því fylltist hann áhuga þegar einn viðstaddra sagði honum að á Seltjarnar- nesi byggi okrari, fertugur eða fimmtugur að aldri, kvæntur og ætti tvö börn. Sögumað- ur upplýsti að hús okrarans væri mannlaust um þær mundir og þar væri nóg af illa fengn- umpeningum. Eftir að bamum var lokað hélt hópurinn í heimahús við Grundarstig. Jón drakk tals- vert en það var eldd það eina sem hann inn- byrti. Búið var að matreiða sveppasúpu úr sveppum sem tíndir höfðu verið víðsvegar í Reykjavík. Vegna nálægðar þeirra við út- blástur úr bílum var hægt að komast í vímu af sveppasúpunni enda varð Jón bæði ölvað- ur og ringlaður. Nokkru síðar þennan dag vildi Jón vita hvar hús okrarans væri. Sögumaður, Jón og kunningi hans fengu stelpu til að keyra sig vestur á Seltjarnarnes. Sögumaður benti þar á einbýlishús og sagði að okrarinn byggi þar. Innbrot ákveðið Eftir að hafa virt fyrir sér húsið fór Jón heim til sín en hann bjó í bílskúr við Blöndu- hlið. Skömmu seinna fékk hann stelpuna til að keyra sig niður í miðbæ til heimilis bróð- ur síns, Péturs. Bræðurnir töluðu saman skamma stund og héldu síðan á Billann við Klapparstíg. Þar hittu þeir Magnús Gunn- arsson. Þeir þrír fóru saman heim til Jóns í bílskúrinn við Blönduhlíð. Jón sagði Pétri bróður sínum og Magnúsi frá húsi okrar- ans og að þar væri mikið af peningum. Þeir urðu allir sammála um að brjótast inn í hús- ið, strax næstu nótt. Ráðist að húsbóndanum Magnús ók félögum sínum vestur á Nes. Þeir höfðu allir klætt sig þannig að erfitt yrði að þekkja andlit þeirra. Magnús stöðv- aði bílinn á dimmu og auðu svæði skammt frá húsinu. Félagarnir gengu saman að húsinu, klifruðu yfir timburvegg og gengu ákveðnum skrefum að garðhýsi sem var áfast stofu einbýlishússins. eiginkona hans tveimur árum yngri. Hús- bóndinn gekk fram á ganginn og sá þar tvo grímuklædda menn. Mennirnir réðust að húsbóndanum. Annar mannanna tók um háls húsbóndans sem reyndi að losa sig. Þegar húsbóndinn losnaði undan tökum mannsins skall hann með andlitið á gólfið og missti meðvitund. Krafist peninga Eiginkona hans var komin fram en þriðji maðurinn hrinti henni í gólfið og við það fann hún til í öxl, höfði og baki. Eftir skellinn fékk konan að setjast á stól í svefnherberginu og hélt einn mannanna Tveir mannanna studdu húsbóndann inn í herbergi þar sem peningaskápurinn var. Eftir að þeir höfðu opnað skápinn sópuðu þeir með höndunum öllu út úr honum. Eftir það studdu mennirnir húsbóndann fram í stofu. Jóni tókst að skrúfa sundur stormjárn á opnanlegum glugga og skreið þar inn. Hann opnaði fyrir Pétri og Magnúsi. Það var ekki nóg að vera kominn inn í garðhýs- ið því hurðin sem skildi það frá einbýlishús- inu sjálfu var læst. Jón hélt hurðarhúninum niðri og Pétur sparkaði af öllu afli og hurð- in opnaðist. Eftir að þeir voru komnir inn í húsið vöknuðu íbúarnir, húsbóndinn áttræður og vörð yfir henni. Seinna kom í ljós við lækn- isrannsókn að konan hafði mjaðmagrindar- brotnað. Húsbóndinn mundi ekki eftir sér fyrr en hann sat við skrifborð. Þá stóð yfir honum maður sem hélt á priki og spurði ítrekað um peninga. Húsbóndinn var ringlaður og leið illa. Hann heyrði konu sína hrópa úr svefnherberginu. Sá mannanna sem hélt á prikinu og krafðist peninga lét öllum illum látum til að árétta kröfu sína um peninga. Hann velti skrifborðinu um koll og spurði hvort ekki væri peningaskápur í húsinu. Húsbóndinn var hræddur við mennina og rétti þeim þeirra sem yfir honum stóð veskið sitt. Þar sem lyklarnir að peninga- skápnum voru í skrifborðinu urðu menn- irnir að velta borðinu við svo hægt væri að ná í lyklana. Tveir mannanna studdu húsbóndann inn í herbergi þar sem peningaskápurinn var. Eft- ir að þeir höfðu opnað skápinn sópuðu þeir með höndunum öllu út úr honum. Eftir það studdu mennirnir húsbóndann fram í stofu. Þremenningarnir klófestir Jóni, Pétri og Magnúsi var ljóst að þeir höfðu farið húsavillt. Þeir gerðu hjónun- um ekki frekara mein heldur buðust til að fylgja þeim inn í rúm og hringja á sjúkrabíl. Þeir sögðu hjónunum að þeir hefðu ráðist inn í rangt hús. Þremenningarnir fóru við svo búið. Þeir höfðu lagt hald á um 15 þúsund krónur í peningum, gullhálsmen, sex gullhringi, sex bjórdósir og tíu áfengisflöskur. Fáir dag- ar liðu þar til þremenningarnir náðust. Þeir höfðu drukkið mestallt vínið sem þeir stálu og eytt peningunum en mestur hluti skarts- ins komst til skila. í sakadómi voru þremenningarnir dæmd- ir til fjögurra ára fangelsisvistar. Hæstirétt- ur staðfesti dóminn. LISTMUNAUPPBOÐ verður haldiö sunnudagskvöldið 10. september, kl.19 á Hótel Sögu, Súlnasal Gunnlaugur ScKeving Bo&in ver&a upp um 1 10 verk, þar á meðal fjöldi verka gömlu meistaranna. Veri& velkomin aS sko&a verkin í Galleríi Fold, Rau&arárstig 14, í dag kl. 1 1-17, á morgun kl. 12-17 Hægt a& nálgast uppboðsskrána á netinu: www.myndlist.is. ^ Rauðarárstíg 14, sími 5510400 - www.myndlist.is Krístján Ðavð&son

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.