blaðið - 12.09.2006, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2006
blaðið
UTAN UR HEIMI
ÁSTRALÍA
Biðlar til hófsamra múslíma
John Howard, forsætisráöherra Ástralíu, hefur hvatt hófsama múslíma til
aö opinbera gagnrýni sína á hryöjuverk í auknum mæli. Forsætisráöherr-
ann sem var að minnast hryðjuverkaárásanna á New York og Washington
sagði að múslímar þyrftu undantekningarlaust að viðurkenna tilverurétt
(sraelsríkis. Ummælin hafa vakið hörð viðbrögð múslíma í Ástralíu.
Samkomulag um þjóðstjórn
Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnar-
innar, sagði í gær að samkomulag hefði náðst við Ismail
Haniyeh forsætisráðherra um myndun þjóðstjórnar. Von-
ast er til að þjóðstjórnin bindi enda á einangrun Palest-
ínumanna sem hófst þegar Hamas myndaði ríkisstjórn.
Enn lækkar verðið
Verð á hráolíu á heimsmörkuðum lækkaði sjötta
daginn í röð í gær í krafti þess að jákvæðar
fregnir berast af viðræðum fulltrúa Evrópusam-
bandsins og Irana um lausn deilunnar um kjarn-
orkuáætlun klerkastjórnarinnar ÍTeheran.
Sjóræningjaveiðar:
Vekja granna
til hugsunar
mbl.is Guðlaugur Þór Þórðar-
son, þingmaður hefur sent
þingmönnum Evrópuþingsins,
Noregs og Liechtenstein sem
sæti eiga í þingmannanefnd
EES bréf þar sem hann vekur
athygli á sjóræningjaveiðum á
Norður-Atlantshafi.
I bréfi Guðlaugs Þórs sem sent
var í gær eru þau Evrópulönd
talin upp sem veitt hafa skipum
sem stunda sjóræningjaveiðar
þjónustu í höfnum sínum. Þá
er greint frá nýjum reglum sem
settar hafa verið að frumkvæði
tslendinga i Norðaustur-Atlants-
hafsfiskveiðinefndinni, NEAFC,
þar sem bann er lagt við því að
hleypa skipum sem stunda ólög-
legar veiðar til hafnar.
Gabor
nýju
hauslvörurnar
komnar.
Skór og töskur.
_o
(D
O
fashion
xena
GLÆSIBÆ S: 553 7060
Önnur líkamsárásin á stuttum tíma í verslun:
Hnífamenn gáfu sig fram
■ Gáfu sig fram eftir myndbirtingu ■ Annað sinn ráðist á mann í verslun ■ Búa í Breiðholtinu
Eftir Val Grettisson
valur@bladid.net
„Starfsmönnum var að sjálfsögðu
brugðið,“ segir verslunarstjóri Select
en öryggisvörður var stunginn í síð-
una og afgreiðslumaður skorinn í and-
lit aðfaranótt laugardags í versluninni
Select í Breiðholti. Árásarmennirnir
tveir gáfu sig svo fram við lögreglu síð-
degis í gær eftir að myndir birtust af
þeim á Netinu. Þá höfðu myndirnar
farið víða og annar þeirra verið nafn-
greindur að hluta eftir að netverjar
báru kennsl á hann. Piltarnir eru
fæddir 1987 og 1988 og samkvæmt
heimildum búa þeir í Breiðholti.
„Lífið gengur sinn vanagang og við
vorum búin að opna aftur daginn
eftir,“ segir verslunarstjórinn en hún
játar að árásin hafi tekið toll af starfs-
mönnunum. Boðið var upp á áfall-
hjálp en enn sem komið var hafði eng-
inn nýtt sér þá þjónustu.
Starfsfólkið var bratt þegar blaða-
maður kom á staðinn þó þeim fyndist
atburðurinn skelfilegur. Svona árás
hefur ekki átt sér stað síðan Select var
opnað i Breiðholtinu árið 1997 sam-
kvæmt verslunarstjóranum og því
um einsdæmi að ræða.
Spjallsíður á Internetinu loguðu
þegar myndirnar voru birtar um þrjú-
íeytið og var annar drengurinn nafn-
greindur að hluta þar. Einnig auglýstu
afþreyingarsíður eftir piltunum því
myndirnar fóru eins og eldur í sinu.
Samkvæmt Bjarnþóri var ekki búið
að taka ákvörðun um það hvort pilt-
arnir yrðu hnepptir í gæsluvarðhald
en í ljósi alvarleika brotsins þá mun
það ekki vera óliklegt. Yfirheyrslur
hófust í gærkvöldi.
Barnakennsla
Á laugardögum í vetur verður boðið upp á
danskennslu fyrir krakka á
aldrinum 3-6 ára. Kenndir verða ýmsir
barnadansar og freestyle dansar í takt við
tónlist.
Tímarnir verða brotnir upp með
ýmsum leikjum og fígúrum sem munu taka
virkan þátt í kennslunni.
Kennslan hefst 16. september og fer fram
í Egilshöllinni í Grafarvogi.
Kínversk stjórnvöld:
Enn hert á
Kínversk stjórnvöld tilkynntu
um nýjar reglur um fjölmiðlun á
sunnudag. Þau takmarka mjög svig-
rúm á starfsemi erlendra fréttastofa
í landinu. Að sögn stjórnvalda eru
nýju reglurnar settar til þess að auka
gæði þeirra frétta sem eru sagðar í
landinu á skipulagðan hátt en þær
kveða meðal annars á um að erlendar
fréttastofur þurfi að sæta ritskoðun
fréttastofu sem er rekin af kínverska
ríkinu.
Kínversk stjórnvöld hafa hert á rit-
skoðun í landinu undanfarið og fyrr
á þessu ári var fjölmiðlum meinað að
segja frá fréttum eins og stórslysum
og hamförum án þess að fá leyfi frá
stjórnvöldum fyrst.
Nýju reglurnar kveða á um að
erlendar fréttastofur þurfi að fá sér-
stakt leyfi frá Xinhua, sem er frétta-
stofa ríkisins, til að miðla fréttum í
ritskoðun
Leiðtogar Evrópu og Asíu Þeir
funduðu i Helsinki á sunnudag og
mánudag. Fulltrúar Evrópusam-
bandsins ræddu nýju reglurnar við
fulltrúa Kína.
Kína og eru þær sérstaklega varaðar
við að segja frá fréttum sem kunna
að „stofna hagsmunum ríkisins í
hættu”.
Erlendum fréttastofum er meinað
að segja fréttir sem ógna þjóðarör-
yggi, stofna þjóðareiningu í hættu
eða halda bábiljum að alþýðu manna.
Fasteignamarkaður:
Mikill samdráttur á
höfuðborgarsvæðinu
Samdráttur á fasteignamarkaði á
höfuðborgarsvæðinu fyrstu vikuna
í september nemur 44% frá fyrra ári
samkvæmt samantekt Fasteignamats
ríkisins á fjölda þinglýstra kaupsamn-
inga. Alls var 121
kaupsamningi
þinglýstísíðustu
viku en á sama
tíma í fýrra voru
þeir 216.
■'bsbs
Þá hefur þinglýstum kaupsamn-
ingum fækkað um 1.400 á fyrstu
átta mánuðum þessa árs og nemur
samdrátturinn 22% miðað við fyrra
ár. Alls var 5.106 kaupsamningum
þinglýst frá janúarbyrjun til loka ág-
ústmánaðar en á sama tíma í fyrra
nam heildarfjöldi þeirra 6.523.