blaðið - 12.09.2006, Blaðsíða 20
20
ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2006
blaöið
Ekkert leynimakk - öll spilin á borðið!
Á framhaldsfundi iðnaðarnefndar
í gær kröfðust fulltrúar Landsvirkj-
unar þess, að því aðeins kynntu
þeir nýtt arðsemismat Kárahnjúka-
virkjunar fyrir þingnefndinni að
þingmenn hétu því að þegja um
upplýsingarnar! Með þessu móti
er greinilega verið að reyna að múl-
binda alþingismenn og koma í veg
fyrir að þeir geti talað opið um þessi
mál. Ég sagði að þetta væri út í hött,
það væri komið nóg af leynimakki,
bæði þing og þjóð ættu kröfu á því að
öll spil yrðu lögð á borðið. Fulltrúar
Landsvirkjunar létu gagnrýni mína
sem vind um eyru þjóta og fengu
stuðning formanns iðnaðarnefndar,
Birkis Jónssonar, í þessu efni. Ég sá
mér þá ekki annað fært en að víkja
af fundinum og sagðist ekki myndu
taka þátt í yfirhylmingu gagnvart
þjóðinni því auðvitað er fyrst og
fremst verið að halda upplýsingum
leyndum fyrir henni.
Að mínu mati er leynimakkið í
tengslum við þessar framkvæmdir
beinlínis orðið þjóðhættulegt. Það
er gjörsamlega fráleitt og fullkom-
lega óásættanlegt að ekki geti farið
fram opin lýðræðisleg umræða um
alla þætti þessa máls.
Af sama toga hafa verið viðbrögð
Landsvirkjunar og stjórnvalda gagn-
vart heimamönnum á Jökuldal og
Héraði. Það er fyrst núna að efnt
er til funda með þeim um áhættu-
mat vegna framkvæmdanna og af
fréttum af þessu fundarhaldi kemur
berlega í ljós að heimamönnum
finnst mikið á skorta að komið sé
fram við þá á opinn og heiðarlegan
hátt.
Nú er það að skýrast betur og
betur hve illa hefur verið staðið
að Kárahnjúkaframkvæmdunum.
Fyrst er ákveðið að virkja, síðan
er rannsakað. Það sem meira er
- rannsóknir við þessar stærstu
framkvæmdir Islandssögunnar eru
minni en við virkjanir á Islandi á
undangengnum áratugum! Enda
er það svo að fram á þennan dag
- í þann mund sem hleypa á vatni á
lónið - eru að koma fram nýjar upp-
lýsingar sem geta skipt máli varð-
andi öryggi stíflunnar og þar af leið-
andi einnig arðsemismat hennar.
Sá tími er liðinn að forsvaranlegt
sé að hlusta á talsmenn Landsvirkj- máls, bæði þeim sem snúa að jarð- Ekkert leynimakk á rétt á sér í
unar skýra út fyrir okkur hvernig fræðilegum þáttum, svo og áhrifum þessu máli. Krafan er: Öll spilin á
þeir fari að því leiðrétta fyrri mistök á umhverfi og efnahag. Fráleitt er borðið.
sín. Nú verður ekki lengur undan annað en að fresta því að hleypa
því vikist að fá óháða aðila til þess vatni i fyrirhugað lón fyrr en slík Höfundur erþingmaður Vinstri
að gera úttekt á öllum hliðum þessa rannsókn hefur farið fram. hreyfingarinnar - grœnsframboðs.
M.BENZ ML 270 CDl EINN MEÐ ÖLLU Árg.03
GOTT ST6R VERÐ! LÁN 4000,-
V0LV0 LAPPLANDER WALP 3
6x6Árg.78 Ek.8þ.km.
T0Y0TA LAND CRUISER 90 VX TDI
Árg. 97 Ek.167þ.km V.1690,- Lán 890,
F0R0 WINDSTAR LTD 7 MANNA Árg.02
Ek.lOOþ.km. V.2890,- Tilboð 2290,-
SMÁAUGLÝSINGAR
blaðið*
SMAAUGLYSINGAR@BLADID.NET
Prófkjör framtíðarinnar
Prófkjör verði
endurskoöuð.
Össur
Skarphéðlnsson
Hugmyndir VG um sameiginlegt
prófkjör - eða flokksval - fyrir
flokkinn í þremur kjördæmum,
Reykjavíkur norður og suður og
Suðvesturkjördæminu, vöktu hjá
mér vangaveltur um prófkjör. Mér
finnst athyglisverð nýbreytni felast
í hugmyndum VG, sem mætti þróa
ennlengra.
Hún veltir upp þeirri spurningu,
hvort flokkar ættu ekki að stíga enn
stærri skref í framtíðinni og íhuga
að taka upp prófkjör fyrir flokka
sína á landsvísu. Það gildir ekki síst
fyrir flokka sem vilja stefna að því
að gera okkar fámenna land að einu
kjördæmi.
Formenn flokka eru valdir af
öllum flokksmönnum, ýmist beinni
kosningu eins og í Samfylkingunni,
eða óbeinni gegnum fulltrúa sem
flokksmenn velja á stórþing flokk-
anna þar sem forystan er kjörin.
Þetta er ágætis lýðræði sem hefur
þann kost að allir flokksmenn hafa
möguleika á að hafa áhrif á hver
gegnir leiðtogahlutverki viðkom-
andi flokks.
En forysta stjórnmálaflokka er
tvenns konar. Hún samanstendur
ekki aðeins af stjórnum flokkanna,
með formann í broddi fylkingar.
Það er óhjákvæmilegt að líta einnig
á þingmenn flokkanna sem hluta
af forystu þeirra. Það eru þeir, sem
koma daglega fram fyrir hönd sinna
flokka í fjölmiðlum. Þeir flytja,
skýra og verja stefnu þeirra. Þing-
menn úr sama flokki eru í reynd
fulltrúar sömu stefnu þó þeir séu
kjörnir fyrir mismunandi kjördæmi.
Þeir eru forystuhópur síns flokks,
hvaðan af landinu sem þeir koma.
Þess vegna finnst mér að minnsta
kosti einnar messu virði að velta
fyrir sér hvort ekki væri heppilegt
að í framtíðinni veldu flokkar fram-
bjóðendur til þings í gegnum próf-
kjör, eða flokksval, sem háð yrði
fyrir viðkomandi flokk yfir landið
allt. I einni landskosningu væru
þannig valdir menn og konur sem
flokksmenn um allt land telja best
fallin til að leiða framboðslista í kjör-
dæmum landsins.
Þessi aðferð hefði ýmsa kosti. Ég
held að konur ættu auðveldar upp-
dráttar í slíku vali, og tel að þessi að-
ferð myndi draga úr kjördæmaríg og
-poti. Samhliða ættu flokkar að taka
upp stífar reglur til að takmarka
auglýsingar og peningaaustur í
prófkjörum, sem eru að verða ljót-
asta hlið íslenskra stjórnmála - og
sú hættulegasta. Þetta tvennt tel ég
myndi treysta lýðræði innan flokk-
anna, og líklega draga úr því sem er
að verða listgrein innan flokkanna
og felst í að sópa inn í þá yfir próf-
kjör gríðarlegum fjölda manna sem
að öðru leyti koma lítt meira við
sögu þeirra. Ég er að sjálfsögðu ekki
barnanna bestur - en tala af reynslu.
1 vali af þessu tagi yrði miklu erf-
iðara að halda sæti með gríðarlegri
söfnun liðsmanna af því fjöldinn
sem á landsvísu tæki þátt væri svo
mikill að smölun hefði minni áhrif.
Sterkir þingmenn sem flokksmenn
eru ánægður með yrðu líklega traust-
ari í sessi en ella, en hinir ættu minni
möguleika á að halda sér inni. Þetta
gæti því Ieitt til meiri endurnýjunar
- og ber þá að líta á þá staðreynd að
reynslan síðasta áratuginn virðist
sýna, að prófkjörin eins og þau eru
rekin í dag eru ekki leið til mikillar
endurnýjunar heldur hafa fremur
þróast upp í að verða vörn fyrir sitj-
andi þingmenn.
Höfundur er í. þingmaður Reykja-
víkur norðurfyrirSamfylkinguna.