blaðið - 12.09.2006, Side 22
”30 ÞRIÐJDAGUR 12. SEPTEMBER 2006
blaöiö
A förnum vegi
HEYRST HEFUR...
Sóley Tómasdóttir varaborgarfulltrw
Vinstri grænna ÍReykjavik
m
f ÍÍSWÍM,
.
■ Ástriðan min
SU DOKU talnaþraut
4 3 9 5 6 8
2 5 6
8 1 9
4 2 8
9 3 7 1
7 8 9 1 2
7 2
8 6
6 4 5 7
6 8 5 9 1 3 7 2 4
3 4 9 2 7 5 1 6 8
7 1 2 4 6 8 3 5 9
5 7 3 6 8 4 9 1 2
2 6 1 7 3 9 8 4 5
8 9 4 5 2 1 6 3 7
9 3 8 1 5 2 4 7 6
1 5 6 8 4 7 2 9 3
4 2 7 3 9 6 5 8 1
Lausn síðustu gátu:
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum
frá 1-9 lárétt og lóðrétt (reitina, þannig
að hvertala komi ekki nema einu sinni
fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða
lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur
aðeins nota einu sinni innan hvers níu
reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út
frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
Gáta dagsins:
Leikkonan þokkafulla, Bryn-
hildur Guðjónsdóttir, sem
reglulega heillar
leikhúsáhorfendur
upp úr skónum með I
einlægri framkomu
og fagurri söng-
rödd, kom á óvart
um helgina. Hún sást dilla sér
á skemmtistaðnum Nasa við
Austurvöll þar sem þungarokks-
sveitin Entombed fór mikinn.
Stúlkan ljúfa leynir greinilega
á sér en hún gaf hinum sveittu
þungarokksaðdáendum ekkert
eftir í fagnaðarlátunum. Tónleik-
arnir höfðu verið auglýstir fyrir
18 ára og eldri en á daginn kom
að aldurstakmarkið var 20 ár
eftir allt saman.
Brynja Björk Garðarsdóttir,
sem eitt sinn gegndi stöðu-
heitinu hnakkamella, skrifar
„frétt“ í nýjasta tölublað tímarits-
ins Séð og heyrt um að Björk
Guðmundsdóttir söngkona sé
að reisa sér sumarbústað við
Þingvallavatn og myndir birtar
af honum. Sagt er að Björk sé
náttúrubarn og að arkitektúr-
inn sé sérstakur. Ekkert skal
sagt um frumleika bústaðarins
eða hversu vel hann fellur að
náttúrunni; en ef undan er
skilin sú staðreynd,
að bústaðurinn
á myndunum er
: við Þingvallavatn,
stendur varla
1 steinn yfir steini
í „fréttinni“. Björk er ekki
að byggja neinn bústað við
Þingvallavatn og umræddur
bústaður kemur henni ekkert
við. Jafnvel aldur söngkonunnar
- sem stendur á fertugu og er
ekkert leyndar-
mál - er ekki rétt
eftir hafður. En
mikið hlýtur fólkið,
sem er að byggja
þennan bústað að
hafa orðið hissa þegar það las
um að Björk stjórnaði öllu í sam-
bandi við bygginguna eins og
hústökumaður dauðans...
Er þetta ekki kjóllinn sem þú varst í
í brúðkaupsferðinni okkar?
fólk
foik@bladid.net
Hvað ertu að gera
í Smáralind?
Brynjar Guðjónsson, nemi
Ég er aö skoða gleraugu.
HVAÐ FINNST ÞÉR?
Er allur vindur úr þér í bar
áttunni fyrir háhýsum?
„Ég læt þessa gagnrýni sem vind um eyru þjóta."
Vil halda áfram baráttunni
„Ég er mjög ástríðufull að eðlisfari
og það sem ég tek mér fyrir hendur
geri ég oftast af mikilli ákefð,“ segir
Sóley Tómasdóttir, nýkjörinn vara-
borgarfulltrúi Vinstri grænna í
Reykjavík.
Sóley er þekkt fyrir baráttu sína
í þágu kynjajafnréttis en hún hefur
verið virk í starfi Femínistafélags-
ins og sinnt þar ýmsum trúnaðar-
störfum auk þess sem hún hefur
komið reglulega fram í fjölmiðlum
og haldið dyggilega uppi merkjum
femínismans.
„Ástæðan fyrir því að ég fór út í pól-
itík var einkum sú að mig langaði til
þess að rétta hlut kvenna í þjóðfélag-
inu og koma femínískum áherslum á
framfæri. Ég var alin upp á mjög fem-
ínískan hátt og varð snemma með-
vituð um ójafna stöðu kynjanna. Ég
held ég hafi verið ellefu ára þegar ég
skrifaði fyrsta bréfið mitt til jafnrétt-
isnefndar. Mér finnst auðvitað frá-
bært að vera nú komin í þá stöðu að
geta haft raunveruleg áhrif og breytt
því til batnaðar sem ekki er í lagi.“
Sóley hefur nú þegar látið að sér
kveða innan borgarmálanna en
hún vakti máls á nýjum nektardans-
stöðum í Reykjavík og kom því til
leiðar að stofnaður yrði starfshópur
sem mun vinna áfram að því að
koma nektardansstöðum alfarið
burt úr Reykjavík.
„Þetta er starfsemi sem við viljum
ekki að þrífist í borginni og það er
þverpólitísk sátt um það í horgar-
stjórn. Ég tók þetta mál upp og er
stolt af því að hafa gert það. Þó ég
sé í minnihluta þýðir það ekki það
að ég geti ekki haft áhrif, það þarf
að taka á þessum málum og það eru
allir sammála um það.“ Nú hefur
jafnréttisnefnd verið lögð niður á
vegum borgarinnar og er mannrétt-
indanefnd ætlað að sinna því hlut-
verki sem hún gerði áður. Sóley er
ákveðin í því að gæta þess að hin
nýja nefnd missi ekki marks og að
áfram verði ríkuleg áhersla lögð
á kynjajafnréttismál þó vissulega
fagni hún aukinni áherslu á aðra
minnihlutahópa.
HERMAN
„Reykjavíkurborg hefur verið mjög
framsækið afl í kvenfrelsismálum
og ég vona að svo verði áfram þó
svo nýr meirihluti hafi tekið við.
Borgin hefur tekið mörg mjög stór
skref sem önnur sveitarfélög hafa
ekki þorað að taka og við getum
verið stolt af því,“ segir Sóley. „Bar-
áttan mjakast þó alltof hægt og
fyrir því eru ákveðnar ástæður.
Samfélagið er búið til af körlum;
þeir settu saman lög og reglur og
allt samfélagið er mótað af þeirra
hugmyndum. Til þess að fullt jafn-
rétti náist þarf að breyta öllu samfé-
laginu og það er hægara sagt en gert.
Ég vildi óska þess að ég ætti eftir að
lifa það að sjá samfélag þar sem jafn-
rétti kynjanna ríkti en ég er aðeins
raunsærri en það. Ég mun gera það
sem ég get til þess að komandi kyn-
slóðir þurfi ekki að búa við þetta
ástand og halda áfram baráttu for-
mæðra minna eftir því sem ég best
get.“
hilma@bladid.net
eftir Jim Unger
11-5
Daníel Örn Jóhannesson,
sölumaður Ég er í vinnunni.
Kjartan Þór Kjartansson,
sjómaður Ég er bara að drepa tímann.
Valgeir Sigurðsson Eg fór með
konunni minni og hún keypti sér
gleraugu.
© Jlm Unger/dlst. by Unlted Medla, 2001
Sara Smáradóttir, gína Ég er að
vinna.