blaðið - 12.09.2006, Qupperneq 24
32 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2006
blaðið
kolbrun@bladid.net
Nýjustu straumar
í samtímalist
Afhending Þorgerður Katrín Gun-
narsdóttir, menntamálaráöherra,
tekur við fimm binda bók-
menntasögu Máls og menningar úr
hendi Páls Valssonar, útgáfustjóra.
Bókmenntasagan
til okkar daga
Hjá Máli og menningu eru
komnar út bækurnar (slensk
bókmenntasaga IV og V. Með
útkomu þessara tveggja bóka er
þessu fimm binda stórvirki loksins
lokið, en fyrsta bindið kom út
árið 1992. Þar með er komið út í
heild sinni ítarlegasta yfirlitsrit um
íslenska bókmenntasögu sem út
hefur komið á íslensku. [ fjórða
og fimmta bindi er rakin saga ís-
lenskra bókmennta frá öndverðu
til samtímans, frá Völuspá til
Andra Snæs, á afar greinargóðan
og upplýsandi hátt.
Höfundar efnis eru allir gagn-
menntaðir fræðimenn, virtir á sínu
sviði og hafa skrifað fjölda bóka
og greina: Árni Ibsen, bókmennta-
fræðingur og skáld, dr. Dagný
Kristjánsdóttir, dósent við Há-
skóla íslands, Guðmundur Andri
Thorsson, bókmenntafræðingur
og rithöfundur, sem einnig ritstýrir
verkinu, Jón Yngvi Jóhannsson
M.A., Halldór Guðmundsson mag.
art., Magnús Hauksson, cand.
mag. og lektor, dr. Árni Sigur-
jónsson bókmenntafræðingur,
Magnús Þór Þorbergsson leikhús-
fræðingur, Margrét Tryggvadóttir
bókmenntafræðingur, Matthías
Viðar Sæmundsson, bókmennta-
fræðingur og rithöfundur, og Silja
Aðalsteinsdóttir, cand.mag. og
rithöfundur.
Jafþór Yngvason, safn-
stjóri hjá Listasafni
Reykjavíkur, boðar
nýja sýningarstefnu
listasafnsins. Þáttur í
henni er sýningin Pakkhús postul-
anna sem segja má að sé ný innspýt-
ing í íslenskt myndlistarlíf,
„Ég tók við starfi safnstjóra í.
september 2006 og þá var búið að
ákveða sýningar í safninu ár fram
í tímann, eins og eðlilegt er fyrir
svo stóra stofnun. Mín sýningar-
dagskrá hefst núna,“ segir Hafþór.
Þegar hann er spurður um áherslur
segir hann: „Fram að þessu hefur
sama sýningardagskrá verið rekin á
Kjarvaísstöðum og í Hafnarhúsinu
en ég vil gera mun á sýningarstefnu
þeirra. Hugmynd mín er að Hafnar-
húsið verði með nýjustu strauma
í samtímalist, leggi áherslu á það
sem er að gerast í núinu og bjóði inn
tilraunastarfsemi. Á Kjarvalsstöð-
um verður hins vegar lögð áhersla
á hefðbundnari miðla, vandað mál-
verk og hönnun. Þetta er aðalbreyt-
ingin. Síðan verður að fylgja þessu
eftir með sýningardagskrá þannig
að fólk fái tiífinningu fyrir því hvert
það eigi að fara til að sjá hvað.”
Önnur aðkoma
Hafþór fór til Bandaríkjanna árið
1982, þegar hann var 25 ára gamall, í
framhaldsnám í heimspeki og síð-
an í listasögu. „Ég var 23 ár erlend-
is. Þegar ég kom aftur til íslands
var ný kynslóð af listamönnum að
gera mjög vandaða hluti í listinni
en hafði ekki sýnt verk sín í Lista-
safninu. Mér fannst ferskleikinn og
tilraunastarfsemin liggja þarna og
vildi bjóða þessum listamönnum
inn í safnið með verk sín.
Menn hafa mismunandi smekk
á list og það er til fólk sem hefur
ekki mikinn áhuga á tilraunastarf-
semi, innsetningum, gjörningum
og slíku heldur vill sjá vandaða
málverkasýningu. Kjarvalsstaðir
eru mjög vel hannaðir fyrir slíkar
sýningar enda er staðurinn bein-
línis teiknaður fyrir þær. Það er
ekki svo auðvelt að sýna málverk í
Listasafni Reykjavíkur. Hér er gróft
rými, naktir steinveggir og mikið af
súlum sem drepa málverkið. Hérna
þarf aðra aðkomu.“
Ný kynslóð
Sýningin Pakkhús postulanna
markar fyrstu sporin í stefnu
Hafþórs. „Ég stofnaði til þessarar
sýningar með það í huga að koma
nýrri kynslóð á framfæri," segir
Hafþór. „Ég áttaði mig á því að til
að geta gert góða sýningu með þess-
ari nýju kynslóð þá þyrfti ég að fá
til samstarfs þátttakendur í því sem
þar er að gerast. Ég var svo heppinn
að finna tvo unga listamenn, Daní-
el Björnsson og Hugin Þór Arason
sem eru af þessari kynslóð og með
puttann í púlsinum. Þeir gengu til
samstarfs og fengu töluvert frjáls-
ræði og rými til að vinna að þessari
sýningu og völdu listamennina. Oft
eru sýningar úr grasrótinni settar
saman með nokkurra vikna fyrir-
vara og þá er kastað til höndunum
en þarna fengu Daníel og Huginn
níu mánuði til að vinna að sýning-
unni og þroska hana með listamönn-
unum. Við gáfum listamönnunum
fjármagn þannig að þeir höfðu
bæði tíma og peninga til að vinna
að verkunum. Það hefur skilað sér í
vönduðum vinnubrögðum.“
Listamennirnir sem verk eiga á
sýningunni Pakkhús postulanna
eru: Ásdís Sif Gunnardóttir, Björk
Guðnadóttir, Davíð Örn Halldórs-
son, Helgi Þórsson, Hrafnhildur
Arnardóttir, Ingibjörg Magnadóttir,
Kristín Eiríksdóttir, Magnús Árna-
son, Ragnar Kjartansson, Sigga
Björg Sigurðardóttir og Sirra Sig-
rún Sigurðardóttir.
Hafþór Yngvason. „Hugmynd
mín er að Hafnarhúsið verði með
nýjustu strauma í samtímalist,
leggi áherslu á það sem er að gerast
í núinu og bjóði inn tilraunastarf-
semi.“
Veriðvelkomin
íkrúttlegustu
barnabúdina
íbœnum
= BabýSam
Skeifunni 8 - s. 568 2200 - Smáralínd - s. 5:
www.babysam.is
menningarmolinn
Elizabeth Barrett gift-
ist Robert Browning
Á þessum degi árið 1846 strauk
Elizabeth Barrett frá heimili sínu
og hélt til kirkju þar sem hún gekk
í hjónaband með Robert Browning.
Elizabeth sneri síðan heim og hélt
hjónabandinu leyndu fyrir ströng-
um föður sínum. Viku seinna flúði
hún með Browning til Ítalíu.
Elizabeth Browning var þekkt
skáldkona þegar hún kynntist Ro-
bert Browning sem hafði nýlega gef-
ið út umdeilda ljóðabók. Þau urðu
yfir sig ástfangin en harðlyndur fað-
ir skáldkonunnar lagðist eindregið
gegn sambandi þeirra. Eftir flótt-
ann til Ítalíu hitti Elizabeth föður
sinn ekki framar og hann neitaði
öllum bréfaskriftum við hana.
Meðan Elizabeth var lífs naut
hún mun meiri viðurkenningar
fyrir skáldskap sinn en eiginmað-
urinn, en ljóð hans hlutu seinna
viðurkenningu gagnrýnenda. El-
izabeth, sem var alla tíð heilsuveil,
lést í örmum eiginmanns síns árið
1861.