blaðið - 12.09.2006, Page 26

blaðið - 12.09.2006, Page 26
34 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2006 blaðiö menntun menntun@bladid.net Strákar betri í ensku Strákar telja kunnáttu sína í ensku betri en stelpur gera og þeir segjast eyða heldur minni tíma í heimavinnu en stelpur samkvæmt nýrri úttekt á enskukennslu i grunnskólum. Innritun í síma 564 1507 4. - 14. sept. kl. 10 -18 á vefskólans http:// kvoldskoli.kopavogur.is eða á skrifstofu Kvöldskólans í Snælandsskóla Fyrstu námskeiðin hefjast 19. september. Nánari upplýsingar eru einnig á vefsíðu skólans Vefsíða:http:// kvoldskoli.kopavogur.is Netfang: kvoldskoli@kopavogur.is 2006 Matreiðslunámskeið GÓMSÆTIR BAUNA- PASTA - OG GRÆNMETISRÉTTIR GÓMSÆTIR HOLLIR SUÐRÆNIR RÉTTIR FRÁ MIÐJARÐARHAFS- LÖNDUNUM HRÁFÆÐI MATARMIKLAR SÚPUR OG HEIMABAKAÐ BRAUÐ MATARGERÐ FYRIR KARLMENN I Grunnnámskeið MATARGERÐ FYRIR KARLMENN II Framhaldsnámskeið SPENNANDI BÖKUR NAMSKEIÐ A HAUSTONN Tungumál 10 vikna námskeið 20 kennslustundir Áhersla á talmál Kennt er í byrjenda - framhalds - og talæfingaflokkum ENSKA DANSKA NORSKA SÆNSKA FRANSKA ÍTALSKA SPÆNSKA íslenskunámskeið ÍSLENSKA fyrir útlendinga I ÍSLENSKA fyrir útlendinga II Verklegar greinar FRÍSTUNDAMÁLUN GLERLIST HAUSTKRANSAGERÐ LEIRMÓTUN LOPAPEYSUPRJÓN SKRAUTRITUN TRÉSMÍÐI ÚTSKURÐUR Tölvunámskeið FINGRASETNING VEFSÍÐUGERÐ FrontPage TÖLVUGRUNNUR TÖLVUGRUNNUR Framhald WORD Ritvinnsla Saumanámskeið BÚTASAUMUR CRAZY QUILT FATASAUMUR / BARNAFATASAUMUR AÐ ENDURSAUMA FÖT OG HANNA AÐ NÝJU ÞJÓÐBÚNINGUR - SAUMAÐUR SKRAUTSAUMUR - BALDERING Ýmis námskeið BÓKHALD SMÆRRI FYRIRTÆKJA Grunnatriði í bókhaldi SAMSKIPTI LÍF OG LÍÐAN Námskeið fyrir konur Enskan opnar dyr til allra átta „Flestir þeirra sem sækja enskunámskeið eru markvisst að styrkja stöðu sína, bæði á vinnumarkaðnum og í lífinu," segir Erla Aradóttir hjá Ensku- skóla Erlu Ara sem býður upp á námskeið fyrir tíu getustig með áherslu á tal, allt frá byrjendum til þeirra sem lengra eru komnir. Námskeiðin eru tíu vikna löng og kosta tuttugu þúsund krónur. „Kennslan er fyrir fullorðna, en algengast er að nemendur séu á aldrinum þrjátíu til 65 ára,“ segir Erla. Enskuskóli Erlu Ara er í sam- starfi við tvo enskuskóla í Eng- landi, í Kentskíri og Yorkskíri, og sendir þangað hóþa og að- stoðar einstaklinga sem kjósa að fara einir. „Algengast er að fólk dvelji í tvær til fjórar vikur. í þessum ferðum er reynt að blanda saman námi og menningu og allar stundir nýttar til hins ítr- asta. Ekki má gleyma mikilvægi þess að gleðin ráði ríkjum því allt nám og starf verður léttara ef fólk tekur sig ekki of alvar- lega,“ segir Eria. Enskuskóli Erlu Ara er til húsa í Hafnarfirði og má nálgast allar upplýsingar á heimasíðu skólans, enskafyr- iralla.is. Búa víða um heim en eiga íslenskuna sameiginlega Ellefu drengir í níunda bekk Garðaskóla í Garðabæ taka um þess- ar mundir þátt í verkefni sem kallast Leikfélaginn, en það miðar að því að auka hlut karla í störfum í leikskól- um. Að sögn Ragnars Gíslasonar, skóla- stjóra í Garðaskóla, taka drengirnir fyrst námskeið á vegum Rauða kross- ins um leikskólastarf, skyndihjálp og annað gagnlegt og síðan vinna þeir á leikskólunum í tiu vikur, fjóra til sex tíma í viku hverri. „Þettaverður metið sem skólastarf að hluta en við ' reynum þó að láta þetta skarast sem minnst við skólann," segir Ragnar og bætir við að þetta sé í gert í samráði við foreldra þeirra og kennara. „Þess- ir strákar geta sótt um störf á leikskól- unum næsta sumar og verða þá i for- gangshópi," segir Ragnar. Drengirnir hafa þegar sótt eitt námskeið og seg- ir Ragnar að þeir hafi verið ótrúlega áhugasamir. „Við vorum mjög glöð þegar við sáum hvað áhuginn var mikill," segir Ragnar og bætir við að eftir áramót gefist fleiri drengjum til viðbótar kostur á að taka þátt í verk- efninu. „Leikfélaginn" er samstarfsverkefni Garðaskóla og leikskóla bæjarins og er styrkt af jafnréttisnefnd bæjarins. W 1 jr H ■■ ■■ w W wm Karlmenn 1 leikskola Drengir í leikskóla Verkefnið Leikfé- laginn miðar að því að kynna störfí leikskólum Garðabæjar fyrir drengjum. Börn læra íslensku i gegnum Islenskuskólinn býður íslensk- um börnum sem búa erlendis upp á námskeið í móðurmálinu á Netinu. Hvert námskeið stend- ur yfirleitt í fimm vikur og er miðað við aldur og getu barnsins. „Nemendahópurinn er fjölbreytt- ur og íslenskukunnáttan er mjög mismunandi. Sum eru nýflutt út og hafa verið í íslensku í skóla en önn- ur hafa alltaf búið úti og koma bara til íslands af og til,“ segir Þorbjörg Þorsteinsdóttir, einn af aðstandend- um skólans. „Það er svo skemmtilegt þegar maður kynnist börnum sem búa úti um allan heim og kemst að því hvað þau eiga margt sameiginlegt þótt í rauninni sé margt ólíkt með þeim líka.“ Netið Klúbbastarf og samskipti Frá því að skólinn var fyrst settur á laggirnar hafa börn frá 46 löndum sótt hann og flest frá Skandinavíu. Að sögn Þorbjargar eru á hverjum tíma nokkur hundruð krakkar virk- ir þátttakendur í skólanum. „Þeir eru ekki endilega allir á nám- skeiðunum heldur eru þeir í klúbb- unum, halda úti heimasíðu eða eru í einhverjum samskiptum við aðra nemendur," segir Þorbjörg og árétt- ar að félagslegi þátturinn sé ekki síð- ur mikilvægur. „Það er mikilvægt fyrir fjölskyld- una, ömmur og afa sem búa hér heima að fá að fylgjast svolítið með barnabörnunum og vera í samskipt- um við þau í gegnum heimasíðuna," Islenskunám um Netið Islenskuskólinn gefur íslenskum börnum erlendis færi á að stunda íslenskunám jafnframt því að vera i samskiptum við jafnaldra sína víða um heim. bundnu skólunum og öfugt. Krakk- ar í þessum skólum geta til dæmis skrifað fréttir fyrir skólablaðið hjá okkur,“ segir Þorbjörg og bætir við að i raun væri hægt að gera enn meira en bágur fjárhagur hái þó starfseminni enda njóti hún engra fastra styrkja frá hinu opinbera. Hún vonar þó að það breytist enda hafi skólinn sannað gildi sitt og aðstandendur hans fái heilmik- il viðbrögð frá foreldrum. „Einn af þeim þáttum sem eru svo gefandi við starfið er þegar foreldrar þakka fyrir og skila því til okkar að kennsl- an hafi gildi," segir Þorbjörg að lok- um. segir Þorbjörg og bendir á að einnig sé mikilvægt að börnin kynnist jafn- öldrum sínum sem eru í svipaðri stöðu. Fjárhagsstaðan háir starfseminni „Það eru íslenskuskólar í stóru borgunum í Mið-Evrópu og í Skand- inavíu. Þó að börnin þar hittist ekki nema tíu til fimmtán sinnum yfir veturinn þá samsama þau sig öðr- um börnum í svipaðri stöðu,“ segir Þorbjörg og bætir við að aðstandend- ur íslenskuskólans hafi huga á að starfa enn frekar með þessum stað- bundnu skólum. „Við vinnum að verkefnum sem gætu gagnast stað-

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.