blaðið - 12.09.2006, Page 34

blaðið - 12.09.2006, Page 34
42 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2006 blaðiA Spólaö tillbaka^ Meiri metal á Nasa! Það er ekki um hverja helgi sem manni býðst að fara á þungarokks- tónleika á Nasa. Sú var þó raunin síðasta föstudag þegar sænska hljómsveitin Entombed tróð upp ásamt strákunum í.Mfnus. Mínus hóf leikinn og lék ný lög í bland við eldri. Krummi baðst afsökunar á því að 18 ára aldurs- takmark hafði verið auglýst en 20 ár þurfti til að komast inn. Nýju lögin Mínusmanna eru nokkuð góð en virðast litlu bæta við lögin á hinni frábæru Halldór Laxness. Það verður þó spennandi að heyra hvernig þau koma út á plötu. Þegar stórsveitin Entombed steig á svið var greinilegt að stærsti hluti áhorfenda var mættur til að hlusta á hana. Stemningin var mögnuð á köflum og fólk var duglegt við að skella sér upp á svið og dýfa sér ofan í áhorfendaskarann. Dýfurnar voru þó ekki allar vel heppnaðar. Eftirminnilegt er þegar einn Entom- bed-aðdáandi dýfði sér með mikl- um tilþrifum en aðeins tveir áhorf- endur reyndu að grípa hann. Þeim tókst þó ekki betur upp en svo að þeir gripu aðeins í lappir kappans og hann féll nokkuð harkalega í gólfið. Hann stóð þó heill upp aftur, dreif sig upp á svið og gerði aðra tilraun sem tókst mun betur. Annar aðdáandi var svo æstur við dýfingarnar að ákafi hans minnti helst á barn í tívolí. Hann stökk aftur og aftur og áhorfendur þreyttust ekkert á að grípa hann. Tónleikar Entombed voru í heild- ina magnaðir og þéttleiki sveitar- innar minnti helst á steypuhrærivél. Hver slagarinn á fætur öðrum dundi á eyrum viðstaddra sem virtust þekkja hvert lag og öskruðu sig hása með. Miðað við mætingu og stemningu ætti að gera svona miklu oftar. Tónleikar af þessu tagi rata ekki oft inn fyrir dyr Nasa, en staðurinn hentar þó full kornlega. Til fjandans með Sálina, Skímó og þessa glötuðu plötusnúða! Nú ætti einhver að taka sig til og flytja inn Enslaved og Slayer. Meiri metal á Nasa! Atli Fannar Að hverju leitar þú helst í fari karla? Mér finnst skilyrði að þeir séu hressir og skemmtilegir. Útlitið skiptir mig minna máli en þeir þurfa þó að hafa einhvern sjarma. Hvað fer mest í taugarnar á þér í sam- bandi við karla? Ég myndi segja að það væri þegar þeir hafa óbilandi trú á aksturshæfileikum sí- num. Það er óþolandi eiginleiki Ef þú fengir að vera karl í einn dag, hver myndir þú vilja vera og af hver- ju? Ég myndi vilja vera Jón Páll Sigmarsson. Ég er nýbúin að fara á myndina um hann í bíó og hann virðist bara hafa verið svo rosalega skemmtilegur. Einn skemmtilegasti maður sem (sland hefur alið verð ég að segja, algjör guð á sínum tíma. Ef þú mættir breyta einhverju í heimin- um, hverju myndir þú breyta? Ég verð nú bara að segja eitthvað klassískt. Ef ég mætti breyta einhverju ætli ég myndi þá ekki vilja útrýma hungri, fátækt og allri þessari illsku sem ertil staðar í heiminum. Hvert er átrúnaðargoðið þitt? Það er bara pabbi, held ég. Ég hef alltaf litið upp til pabba, hann er alltaf mestur og bestur og það breytist ekkert þótt maður eldist. Hefur þú einhvern tímann svikið mikil- vægt loforð? Nei, það hef ég nú ekki gert. Ef ég gef lof- orð þá reyni ég nú yfirleitt að standa við þau. Þannig að það er alla vega ekkert sem ég man eftir. Hvað dreymir þig um? Mig dreymir nú allt mögulegt. Við dreymdi til dæmis bikarúrslitaleikinn sem við Valsstelp- ur unnum. En svo dreymir mig líka um að vera heilbrigð og eignast stóra og góða fjölskyldu. Það væri líka draumur að fara eitthvað út í nám en ég myndi vilja mennta mig í talmeinafræði og starfa eitthvað með börnum. Hvað er það fallegasta sem karlmaður hefur gert fyrir þig? Þetta er nú svolítið erfið spurning. Ég fer nú ekkert að Ijóstra því upp en það er svolítið sem Egill (Gilzenegger) kærasti minn hefurgert fyrir mig. Hvað er á döfinni hjá þér? Ég er nýbyrjuð í Háskólanum þar sem ég er að læra táknmálsfræði. Þannig að ég er bara að reyna að standa mig í skólanum og ætla að halda áfram að æfa fótbolta og hafa gaman af. Ég stefni svo á að fara út að læra og kannski að spila smá fótbolta með. Ég myndi þá líklega ann- að hvort fara til Bandarikjanna eða Danmerkur þar sem þetta er bara kennt þar en það kemur allt í Ijós seinna. Skyldueign fyrir allar stelpur Þó svo að veglegir leðurhanskar geti kostað fúlgu fjár er það ekki lengi að borga sig. Svo gera þeir okkur svo gasalega smart! Það getur kostað sitt að vera kven- maður og vera í þessum svokallaða móð á hverjum tíma. Við þurfum að laga hárið eftir nýjustu tískustraum- um, hafa förðunina til fyrirmyndar, vera ofboðslega myndarlegar á heim- ilinu og sanka að okkur öllum þess- um endalausu fataleppum sem okk- ur er víst skylt að eiga. Stundum má auðvitað ganga of langt í þessu öllu saman og eltast um of við þær línur sem lagðar eru, en sitthvað er þó al- gjört möst að eiga. Orðlaus tók sam- an nokkra af þeim hlutum sem allar stelpur ættu að eiga í farteskinu. Smart sólgleraugu Við vitum jú sem er að sumarið hefur sagt sitt síðasta og sólin er við það að kveðja.^ Engu að síðurér^ nauðsynlegt að' eiga sólgleraugu sem hægt er að smella á sig í akstri eða þegar við viljum vera ofboðslega töff á bæjarröltinu. Sætur náttkjóll Sumar kjósa að sofa í stutterma Domino's-bol eða gömium lörfum sem ekki eru notaðir utanhúss leng- ur. Aðrar kjósa síðerma náttdress frá toppi til táar og enn aðrar evuklæð- in ein. Hins vegar verður að vera til að minnsta kosti einn flottur nátt- kjóll sem grípa má í við góð tilefni... Rauður varalitur Einhverra hluta vegna hlutur sem verður að vera til í bað- skápnum. Það er aldrei að vita nema við dettum í einhvern fí- líng og viljum vera svolítið öðru- vísi. Rauður varalitur passar við allan klæðnað og setur óneit- anlega punktinn yfir i-ið þegar kemur að heildarmyndinni. Matreiðslubækur Það er ekki alltaf hægt að elda bara eftir gömlu upp- skriftunum frá mömmu. Enn síður má eltast eingöngu við uppskriftabæklinga sem versl- anir og aðrir framleiðendur gefa frftt í næstu búð. Einhverj- ar verða matreiðslubækurnar að vera til, þrátt fyrir að við séum kannski ekki alltaf yfir pottunum. Þó ekki sé nema bara til þess að þykjast áhuga- samar um eldamennskuna... Konfekt Kannski ekki rosal- ega mikilvægt atriði, en engu að síður eitt- hvaðsem alltaf ergott að eiga. Góður kaffi- sopi eftir kvöldmatinn og vel valinn konfekt- moligeturgert kvöld- ið himneskt og hresst okkur við í hversdags- leikanum. Ekkert að því að verða pínulít- ið sætari... Ullarpeysa Góð ullarpeysa er eitthvað sem við verðum allar svo sætar í. Það er orðið auðvelt að verða sér úti um eina slíka í næstu verslun, en annars má prófa að biðja ömmu að taka upp prjónana. Nú eða bara gefa sér tíma og setjast við hannyrðir sjálfar! Lost-þættirnir Við höfum allar gaman af dramatískum þáttum sem sam- anstanda af spennu, flottum kroppum og sætum strákum. Lost-þættirnir hafa vakið verð- skuldaða athygli um heim allan og því ekki úr vegi að koma sér inn í þá hið fyrsta. Þættina er nú hægt að fá á leigu, auk þess sem ófáir internetgúrúar hafa sankað að sér heilu seríunum! Veglegir leðurhanskar Við verðum allar að eignast svarta klassíska leðurhanska fyrir veturinn. Algjört lykilatriði áður en farið er út úr húsi, sérstaklega á komandi mánuðum þegar Vetur konungur læt- ur á sér kræla.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.