blaðið - 03.10.2006, Page 18

blaðið - 03.10.2006, Page 18
blaðið blaöið Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Ár og dagurehf. Sigurður G. Guðjónsson Sigurjón M. Egilsson Brynjólfur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Janus Sigurjónsson Eitt ár Eitt ár er slðan Fréttablaðið hóf að birta fréttir, sem að mestu voru byggðar á tölvupóstum sem höfðu gengið milli fólks sem kom að aðdraganda Baugsmálsins, og þær fréttir höfðu veruleg áhrif á samfélagið. í þeim fréttum kom fram að fólk sem ekki var beinn þátttakandi í málinu eða hafði beinna eða sérstakra hagsmuna að gæta hafði setið á fundum og undirbúið kæru til lögreglu. Það er rétt um eitt ár síðan þetta mál skók samfélagið. Flestum er enn í minni allt það sem fylgdi á eftir, svo sem lögbann sýslumanns á gögn blaðamanna, málarekstur Jónínu Benedikts- dóttur gegn Fréttablaðinu og ótvíræður sigur vandaðrar blaðamennsku á tveimur dómstigum. Reyndar er ekki að sjá að Fréttablaðið muni þessi tímamót, allavega er þeirra ekki getið í blaðinu. Fjölmiðlum er mikils virði að geta unnið í friði fyrir ofbeldi hins opinbera, sama hver fær valdið í lið með sér, og þess vegna er tölvupóstsmálið og eftirmál þess mik- ilsvert í sögu nútímafjölmiðlunar. Lögbanni sýslumannsins var hafnað á tveimur dómstigum. Þó Fréttablaðið kjósi að láta sig þessi tímamót engu skipta er ekki sjálfgefið að aðrir geri það. Oft hefur verið sótt að fjölmiðlum og þeim sem þar starfa. I þessu máli var það gert og upp risu allskyns málsverjendur þeirra sem við sögu komu. Það gáfu sig líka fram málsverjendur sem sögðu ekkert að því að helstu trúnaðarmenn þáverandi forsætisráðherra hafi átt fundi um Baugsmálið nokkru áður en það var kært til lögreglu og það risu upp verjendur sem fannst ekkert merkilegt þótt þáverandi forsætisráðherra hafi verið nefndur sérstaklega og ekki heldur þó núverandi forsætisráðherra og þáverandi fjármálaráðherra hafi einnig komið til tals hjá þeim sem mest og best unnu að því að gera Baugsmálið að opinberu refsimáli. Þrátt fyrir að vönduð og góð blaðamennska hafi farið með sigur af hólmi fyrir dómstólum eimir enn eftir af hinni sérstöku vörn þeirra sem stýrðu aðdraganda kærumálsins, að í tölvupóstsmálunum hafi ekkert sérstakt komið fram. Það er rangt að halda því fram. Einkum og sér f lagi þegar skoðað er hvaða útreið þetta sérstaka mál, það er Baugsmálið sjálft, hefur fengið hjá dómstólum. Málið hefur nánast verið berstrípað fyrir dómstólum og tölvupóstsmálið reyndist þegar upp er staðið vera minnisvarði um getu, kjark og festu fjölmiðils til að halda áfram með gott fréttamál, þrátt fyrir ótrúlegan andbyr og ónot. í fyllingu tímans mun Baugsmálið verða rannsakað með öðrum hætti en gert hefur verið, það verður gert af opinberum yfirvöldum eða öðrum, og þá mun skýr- ast betur hvernig var staðið að kærunni sem varð að þessu stóra og sérstaka máli, þá mun skýrast hver aðdragandi Baugsmálsins var og þá munu fleiri staðreyndir um undirbúning málsins verða staðfestar og þær munu hafa áhrif. Þá verður gott að hafa fjölmiðla sem hafa kjark. Sigurjón M. Egilsson. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hédegismóum 2,110 Reykjavík Aöalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Opnunartimi: Virka daga 16-22 Um helgar 12 - 22 Hækkaðu þig upp um einn PfiPINOS Núpalind 1 Hverafold 1-5 Reykjavikurvegi 62 Kópavogi Grafarvogi Hafnarfirði SMÁAUGLÝSINGAR 18 ÞRIÐJDAGUR 3. OKTÓBER 2006 'ÍÍSL'eWSka teiMAÝARMlj-QiP UzGCbfc toKS TtX Atlv&v vh? öVlTs/iM|s| 1 * Ö K'T'. 7° ° (> i-4 A LL-p'oXI ~ T T V Að mála bæinn grænan Dofri Hermannsson, varaborg- arfulltrúi Samfylkingarinnar, sendi mér kveðju hér í Blaðinu á föstudaginn. Kveðjan sýnist mér hugsuð sem einhvers konar svar við grein minni um umhverfismál sem einnig birtist hér í Blaðinu í síðustu viku þótt efnislega sé fátt um svör er varða umhverfismálin. Dofri er til að mynda nokkuð upp- tekinn af þeim orðum mínum að eftir að vinstri flokkarnir hafi gef- ist upp á að kenna sig við alþýð- una hafi þeir ákveðið að marka sig með grænu. Þetta hélt ég að væru almælt tíðindi og þykir leitt ef Dofra hefur brugðið svona við þau. Að dæmi VG Vinstri grænir riðu sem kunnugt er á vaðið við stofnun flokksins fyrir sjö árum. Samfylkingarmenn hafa jafnan talað af nokkru yfirlæti um vinstri græna enda gerði stofnun VG upphaflegan tilgang Samfylking- arinnar, að sameina vinstri menn, að engu. Allt þetta ár hafa samfylk- ingarmenn hins vegar verið að gera stefnu og starfshætti vinstri grænna að sínum. Þetta varð ekki síst áber- andi eftir sveitarstjórnarkosning- arnar í vor þar sem Samfylkingin náði litlum árangri en vinstri grænir styrktu sig verulega í sessi. Þegar skoðanakannanir bentu svo til að vinstri grænir væru orðnir álíka stórir og Samfylkingin á landsvísu þurfti Samfylkingin ekki frekari vitna við og hóf að mála sig græna. Og stefnir út í horn. Eltingarleikurinn við skoðanakannanir Þessi eltingarleikur Samfylkingar- innar við skoðanakannanir og tíma- bundnar vinsældir vinstri grænna Sigríður Ásthildur Andersen tekur á sig ýmsar myndir. í stað mynda af forystumönnum flokksins má nú aðeins sjá náttúru- og útilífs- myndir þegar farið er inn á vef Sam- fylkingarinnar. Ef fram heldur sem horfir verða stokkar og steinar á næsta framboðslista flokksins. Sam- fylkingin hljópst svo frá fyrri stefnu sinni varðandi Norðlingaölduveitu. Þau umskipti urðu raunar þannig að daginn eftir ágætlega sótta tónleika gegn virkjuninni hélt þingflokkur Samfylkingarinnar neyðarfund og skipti um skoðun í málinu. Sam- fylkingin býður höfundi Drauma- landsins gull og græna skóga í þeirri von að lokka hann á framboðslista sinn. Fréttir hermdu að hann fengi jafnvel sæti á framboðslista án þess að taka þátt í prófkjöri en fram til þessa hefur aðeins Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir notið þeirra forrétt- inda. Ingibjörg Sólrún býr einnig að þeirri dásamlegu sérstöðu að hafa verið andvíg álverum fyrir kosn- ingar (1991) og fylgjandi þeim strax eftir kosningar en einnig fylgjandi álverum fyrir kosningar en andvíg þeim eftir kosningar (2003). Fimm ára frost Síðast en ekki síst lagði Sam- fylkingin nú í september fram há- stemmdar tillögur undir nafninu „Fagra ísland" um að setja alla nýt- ingu náttúruauðlinda landsins á ís næstu fimm árin. Síðan hafa forystu- menn flokksins vítt og breitt um landið verið að sverja tillögurnar af sér. Dofri Hermannsson nefnir þær heldur ekki einu orði í grein sinni. Allt bendir því til að það eina sem sett verður í frysti til næstu fimm ára séu einmitt þessar nýju tillögur Samfylkingarinnar. Höfundur er lögfræðingur. Klippt & skorið Keflvíkingar urðu um helgina bikarmeist- arar (fótbolta gegn andlausu liði KR-inga og fagn- aði hið öfluga lið stuðnings- manna sigrinum að vonum ákaflega. Stuðn- ingsmannaliðið var þó jafnvel enn öflugra en nokkur hafði búist við, eins og sást á því þegar Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, gekk í stúkuna meðal stuðningsmanna Keflavíkurl- iðsins, en fram að þessu hafa menn yfirleitt gengið út frá því sem vísu að hinn hafnfirski ráðherra væri FH-ingur. Ekki minna urðu menn þó hissa þegar Vestmannaeyjaþingmaðurinn (og fyrrverandi leikmaður ÍBV) Lúðvík Berg- vinsson snaraðist inn á pallana með Keflavík- urtrefil um hálsinn. Það mætti halda að það væru prófkjör í nánd. Nokkur kurr er meðal sjálfstæðis- kvenna vegna ákvörðunar Guðfinnu J. Bjarnadóttur, rektors Háskólans í Reykjavík, um að sækjast eftir 3. sætinu í prófkjöri sjálfstæðismanna í lok mán- aðarins. Telja þær margar háskaleik hjá henni að bjóða sig fram gegn Ástu Möller, þingmanni og formanni Landssambands sjálfstæðiskvenna, því úr gæti orðið afdrifarík systrabylta. Aðrar fagna hins vegar nýjum og óþreyttum liðs- manni í flokkinn, því fram að þessu hefur Guð- finna forðast pólitíkina eins og heitan eldinn og staðið utan flokka alla tíð. Það er að segja alveg þangað til síðasta föstudag þegar hún loks gekk í Sjálfstæðisflokkinn en um framboð sitt tilkynnti hún á sunnudag. Annars má segja að próf- kjör sjálfstæðismanna _ _ hafi hafist á sunnudag, 1’ tj enþáopnuðuþeirGuðlaugur Þór Þórðarson, sem sækist eftir 2. sætinu, og lllugi Gunnarsson, sem sækist eftir 3. sætinu, kosningamiðstöðvar sínar. Á fimmta hundrað manns komu til opn- ananna, en talsvert var um að gestirnir færu á milli, þannig að sjálfsagt hafa um 6-700 sjálf- stæðismenn verið í hátíðarskapi á þeytingi á sunnudag. Athygli vakti að báðir frambjóð- endurnir lögðu talsvert upp úr málefnalegri afstöðu sinni í ræðuhöldum, þannig að máske hillir undir hugmyndafræðilega endurnýjun meðal sjálfstæðismannna. andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.