blaðið - 03.10.2006, Síða 34

blaðið - 03.10.2006, Síða 34
42 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2006 blaöiö Spólað til baka Ekki nægilega þrátt fyrir I % > Það er eitthvað karlmennskulegt og kynþokkafullt við hinn þögla fótboltakappa Zidane, en ég fór á frum- sýningu myndarinnar um Zidane á sunnudagskvöldið. í myndinni svífur hann um völlinn eins og örn sem er '.'í meðvitaður um allt sem er að gerast á vellinum og ’ lætur að öllu jöfnu ekki á neinu bera. Svitinn perlar á enni hans þar sem hann hleypur um og lærvöðvarnir, ó, lærvöðvarnir, eru vægast sagt guðdómlegir. Þegar hætta steðjar að og hann þarf að verja hreiðrið sitt eða veiða sér til matar sýnir hann beittan gogginn og þá verður hinum leikmönnunum ekki um sel. Hann sýndi það líka í Heims- meistarakeppninni að það er ekkert sniðugt að abbast upp á hann en ég er löngu búin að fyrirgefa honum það sem hann gerði þar. Þetta var samt bara einfaldlega ekki nóg til þess að halda mér við efnið í 90 mínútur. Ég þarf bara eitthvað örlítið meira en að horfa á einn mann til þess að halda einbeitingu min- ni allan þennan tíma. Ég hef bara hreinlega ekki það mikinn áhuga á manninum. Annar hálfleikurinn he- fði verið nóg fyrir mig. Ég var byrjuð að skrifa þenn- an pistil í huganum og farin að skipuleggja næstu viku á meðan Zidane valhoppaði um völlinn. Það sem kom mér nefnilega mest á óvart, svona vegna þess að ég hef sjálf lítið gert af því að spila fótbolta, er hvað hver og einn leikmaður gerir í raun lítið í hverjum leik. Þegar þú horfir á venjulegan fótboltaleik fylgir myndavélin venjulega boltanum og þú ert með í fjörinu allan tímann. En þar sem myndavélarnar voru nánast eingöngu á Zidane allan tíman var þetta öðruvísi. Hann gerði mikið af því að sparka í grasið, labbaði fram og til baka og fylgjast með án þess að fá boltann í langan tíma. Svo kom boltinn, wo- búmm, og var farinn aftur. Þeir mega samt eiga það, herramennirnir sem stóðu að gerð þessarar myndar, að hljóðin í myndinni voru mjög skemmtileg. Alltaf þegar Zidane sparkaði í boltann var eins og hleypt væri af byssuskoti og þegar kapp- inn hrækti karlmennskulega út í vindinn var eins og þung slumma af koppafeiti félli til jarðar, svo ég tali v, „ nú ekki um þegar maðurinn snýtti sér. Það hljómaði eins og hvirfilvindur sem þeyttist út úr nösum ^ / Kristír, Hrefna Mikið úrval af brjóstagjafa og meðgönguundirfatnaði Bravado - Anita - Triumph Glamourmom brjóstagjafabolirnir ■■ Atóðwróst Hamraborg 7 • Kópavogi • Sími 564 1451 www.modurast.is Jakkann keypti ég í All Saints, buxurnar í Warehouse, skóna í Sautján og bolinn í Gallabuxnabúðinni. Ég keypti pelsinn í Spútnik, buxurn- ar í Veromoda og skóna mína í Focus. Ég fékk öll fötin mín gefins. Trefilinn fann ég bara heima hjá mér, húfan er frá afa mínum og ömmu og peysan er af afa mínum. Mamma gaf mér buxurnar, skórnir eru af frænda mínum og jakkinn af pabba mínum. Ragna Aðalbjörg Bergmann Þorsteinsdóttir „ Margrét Sigurðardóttir ú * 4 Z' 1 L n k| ■k.Jg? -vai ífM! ■■ÆSmVÉBk > /w / r-imam i m Ég fékk vestið mitt á elliheimilinu Grund, það er af einhverjum dánum manni. Ég fékk skyrtuna á markaði. Buxurnar og skóna fékk 1 ég í Minniapolis og ég r| veit ekki alveg hvernig ég fann þennan bol, hann var bara allt í einu 1 [ skápnum mínum. Ragnhildur Steinunn deilir með okkur góðum ráðum Drulludugleg og skellir á sig ólívuolíu öðru hvoru Hún svífur um skjáinn, fíngerð og fögur, og færir okkur fréttir af fólki. Hvernig ætli hún fari að því líta alltaf svona vel út? Og hvað telur hún að sé mikilvægt að gera til að ná langt í lífinu? Fegurðarráð „Ég pæli nú bara svona mátulega mikið í útlitinu og þó að ég hafi slysast til þess að vinna einhverja fegurðarsam- keppni fyrir nokkrum árum þá er ég ekkert alltof upptek- in af útliti mínu. Það sem ég geri hinsvegar fyrir húð mína er að ég skelli framan í mig ólívuolíu einu sinni í viku til - þessaðmýkja og næra húðina. Ég tel að það sé betra að nota náttúrlegar afurðir í stað þess að nota krem sem eru uppfull af rotvarnarefnum og einhverju sem er ekki gott fyrir húðina," segir Ragnhildur Steinunn. Framaráð „Ég held að það sé aðalatriðið að vera maður sjálfur I, ef maður ætlar að ná langt í lífinu og það hef ég alltaf gert. Maður þarf auðvitað að vera drulluduglegur því að flest þurfum við að vinna fyrir því sem við viljum ná Ífram og svo er auðvitað ekkert verra að hafa heppn- ina með í farteskinu en maður getur komist langt á » henni," segir Ragnhildur Steinunn.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.