blaðið

Ulloq

blaðið - 11.10.2006, Qupperneq 28

blaðið - 11.10.2006, Qupperneq 28
EINN. TVEIROG ÞRlR 21345 Ma spara þér sporin? !■'. 1... ■ : . víj I ■f ^ 1 \ W 1 1 ■ V w 1 Ný þjónusta við flokkun og endurvinnslu! 28 I FJÁRMÁL HEIMILANNA MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2006 blaöiö Álver í mótun Rétt tæplega þriðjungur starfsmanna viö áiver Alcoa verða konur. Forsvarsmenn vilja fleiri og efndu þvi til kvennadags síðasta sunnudag og kynntu starfsemina. Við þurfum að spegla samfélagið Forstjóri Alcoa vill fleiri konur ó vinnustað. Nú geta íbúar á höfuðborgarsvæðinu fengið sérmerkta endurvinnslutunnu hjá Gámaþjónustunni hf. sem m.a. tekur við öllum pappír heimilisins, dagblöðum, tímaritum, umslögum, skrifstofupappír og pappa, fernum, plast- umbúðum og málmum. Einfalt í framkvæmd: Allur pappír og bylgjupappi má fara beint í tunnuna en fernur, málmar og plast fari í aðskilda poka í sömu tunnu. Mánaðargjald fyrir hverja tunnu er 990 kr. og tæmt verður á fjögurra vikna fresti. Endurvinnslutunnuna er hægt að panta í síma 535 2510, á netfanginu gamar@gamar.is og einnig á heimasíðu Gámaþjónustunnar hf. www.gamar.is Komið verður með tunnur heim til viðtakenda. GÁMAMÚNUSTAN hf. BÆTT UMHVERFI - BETRIFRAMTÍÐ Sími: 535 2500 • gamar@gamar.is • www.gamar.is Alcoa Fjarðaál efndi til sér- staks kvennadags fyrir konur á Austurlandi síðasta sunnudag en markmiðið með uppákomunni var að kynna álver Alcoa Fjarðaáls sem góðan vinnustað fyrir konur. Tómas Sigurðsson, forstjóri Fjarðaáls, segir það vera mikilvægt að ná því jafnvægi sem er innan samfélagsins innan fyrirtækja. Hann segir ekkert starf vera til sem sé ekki líka fyrir konur. „28 prósent starfsmanna Fjarða- áls eru nú konur og fer vaxandi,” segir Tómas og segist ennfremur seinþreyttur á að biðja konur um að koma til starfa í fyrirtækinu. Aðspurður um hvers vegna konur vilji ekki vinna í fyrirtækinu segir hann það vera vegna þeirrar ásýndar sem hefur verið á stóriðju. „Stóriðja hefur tekið miklum tæknifram- förum á síðustu árum,” segir hann. Það þarf ekki líkamlegan styrk, það er bábilja sem við viljum kveða niður. Álver er hátæknivæddur vinnustaður og störfin þarfnast ekki líkamlegs styrks. Við viljum eðlilega kynjadreifingu af mörgum ástæðum, sú helsta er að mórallinn verður jákvæðari og heilbrigðari.” Tómas segist enn vera að móta stefnu fyrirtækisins í fjölskyldu- málum. Það sé frumskilyrði þess að geta byggt upp heilbrigðan vinnustað til frambúðar. „Ákveðinn sveigjan- leiki þarf að vera til staðar. Við viljum að fólk hafi tök á að skipuleggja vaktir sem henta einkalífi þess. 82 prósent vinnufærs fólks er úti á vinnumark- aðnum,” bendir hann á. „Þannig að allir í fjölskyldunni eru að vinna. Það er því lykilatriði, vilji fyrirtæki huga að góðri starfsmannastefnu, að það reyni að stuðla að því að starfsmenn geti sinnt fjölskyldu og heimili.” Tómasi finnst það vera sjálfsagt hlutverk forstjóra að reyna að jafna kynjahlutfall innan fyrir- tækja og reyna að gæta jafnræðis. ,Við þurfum að spegla samfélagið,” segir hann og bendir á að fjöl- margar rannsóknirsýniframáað einsleitt vinnuafl sé ekki vænlegt til árangurs. „Mér finnst þetta vera hluti af því að byggja upp heilbrigt fyrirtæki til langs tíma,“ segir hann. „Fjarðaál er komið til að vera og við viljum að það vaxi til langs tíma. Ég þarf að skapa heilbrigðan vinnustað sem er í sátt við samfélagið.” dista@bladid.net

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.