blaðið - 11.10.2006, Side 31

blaðið - 11.10.2006, Side 31
blaðið MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2006 31 * Stóriðjubörnin og eineltið Undanfarna daga hefur á síðum dagblaða og í sjónvarpi gefið að líta ýmsa fulltrúa og starfsmenn stóriðjunnar sem hafa barmað sér yfir harðri gagnrýni á störf þeirra. Nú seinast bættist fyrrverandi þingmaður sjálfstæðismanna, Vil- hjálmur Egilsson, í hópinn og talaði hvorki um meira né minna en ein- elti í garð þessarar atvinnustefnu. Nú hefur mig að vísu lengi grunað að hugtakið einelti merki eitthvað allt annað í huga sjálfstæðismanna en ég hef átt að venjast. Ég minn- ist upphrópana um einelti af hálfu dómsmálaráðherra þegar mál Árna Johnsen var til umræðu en hef aldrei heyrt hann minnast á slíkt vegna Baugsfeðga. Til að skýra málið að- eins út fyrir sjálfstæðismönnum og öðru ágætu fólki er ef til vill rétt að skoða aðeins afl og valdajafnvægi þeirra sem tekist hafa á í hernaði stóriðjunnar gegn landinu. Hver er aflsmunurinn? Náttúruperlur fslendinga eru rannsakaðar með augum orkuiðnað- arins. Orkuiðnaðurinn, að mestu í eigu opinberra aðila, hefur á síðustu árum haft úr milljörðum að spila til að rannsaka náttúruna á sínum for- sendum. Út frá þeim rannsóknum er stefnan mörkuð um óafturkræfa eyðileggingu á sameiginlegum nátt- úruverðmætum landsmanna. Aðeins þyrfti rúmar íoo milljónir til að klára nauðsynlegustu rann- sóknir á öllum háhitasvæðum lands- ins - það sama og kostar að bora eina tilraunaborholu. Fjármagnið fæst ekki og það er ekki skrýtið - það er orkumálayfirvalda að veita Náttúruverndarstofnun peningana, ekki umhverfisráðuneytis. Slátrar- inn vill ekki hleypa ræktunarráðgjaf- anum í stóðið. Ríkisstjórnin ætti að vera löngu búin að staðfesta Árósasamninginn sem kveður á um að almenningur og frjáls félagasamtök hafi rétt á upp- lýsingum, þátttöku í ákvarðanatöku og aðgangi að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum. Samningurinn hefurekkiverið staðfestur, enda telja stjórnvöld sig víst verða fyrir nógu miklu „einelti“ þó þau staðfesti ekki alþjóðlega mannréttindasamninga. Einstaklingar og frjáls félagasam- tök hafa af veikum mætti reynt að sinna eftirlits- og upplýsingahlut- verki gagnvart almenningi. Það er ójafn leikur. Til dæmis fá Nátt- úruverndarsamtök íslands um 2,5 milljónir árlega í styrk frá ríkinu til að stunda rannsóknir, kaupa sér- fræðiaðstoð og kynna sjónarmið sín almenningi. Varlega áætlað notar Landsvirkjun á annað hundrað millj- óna árlega til kynningarmála. Orku- veitan annað eins og þar á ofan hefur ríkisstjórn íslands veitt hundruð milljóna í markaðssetningu á hinum ódýru orkulindum landsins og trúboð stóriðju innanlands. Hver eltir hvern? Ekki ætla ég að draga dul á það að úr hópi virkjanaandstæðinga hafa stundum komið fram ómálefnalegar staðhæfingar. Það væri líka und- arlegt ef enginn hefði undanfarin ár slysast til að segja ómálefnalega setningu af þeim þúsundum sem i fritíma sinum hafa reynt að stunda varnarbaráttu fyrir landið gegn ofur- eflinu sem lýst er hér að ofan. Það er hins vegar ekki það sem stóriðjuöflin Talsmenn stóriðjunnar barma sér. Dofri Hermannsson svíður undan heldur hitt að færð hafa verið gild rök gegn stóriðjustefn- unni og almenningi kynntar aðrar hliðar málsins en þessum aðilum eru þóknanlegar. Að væla yfir því er aumingjaskapur og að kalla það ein- elti er hræsni af verstu sort. Ég veit dæmi þess að menn í æðstu stöðumhafimeðbeinumogóbeinum hætti hellt sér yfir og haft í hótunum við einstaklinga og fjölmiðlafólk sem hefur leyft sér að fjalla um stór- iðju- og virkjunarmál á annan hátt en þeim Hkar. Landsvirkjun beitir að auki því ósmekklega bragði að birta „án ábyrgðar“ rógsgreinar starfsmanna sinna á heimasíðu fyr- irtækisins. Ritstjóri karahnjukar.is bloggar prívat um kvöld og helgar og kallar gagnrýnendur fyrirtækisins lygara. Undarlegur mórall á þeim bæ. Eftir höfðinu dansa limirnir. Ef Vilhjálmur Egilsson vill kynna sér einelti þarf hann ekki að vaða yfir lækinn til að sækja vatnið. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Flottur sportjeppi á frábæru verdi 2.495.000 kr A MITSUBISHI MOTORS Stadalbúnadur: Sítengt aldrif Álfelgur Vindskeid Þakbogar Skyggdar rúdur ABS hemlalæsivörn Mikil veghæd, 19,5 cm Outlander 4X4 Öflug tveggja lítra 136 hestafla vél OUTLANDER HEKLA 26.116 kr. á mánudi Miöað við 30% útborgun og gengistryggðan bílasamning SP til 84 mánaða. Umboðsmenn um land allt: Höldur hf., Akureyri, sími 461 6020 • HEKLA, Borgarnesi, sími 437 2100 • HEKLA, Isafiröi, sími 456 4666 I HEKLA, Laugavegi 174, sími 590 5000 HEKLA, Reyðarfirði, sími 470 5100 • HEKLA, Reykjanesbæ, sími 420 5000 • HEKLA, Selfossi, sími 482 1416 I www.hekla.is, hekla@hekla.is

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.