blaðið - 11.10.2006, Side 32

blaðið - 11.10.2006, Side 32
32 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2006 blaóiö fólk folk@bladid.net HVAÐ FINNST ÞER? Eigum við séns í Sviana? Landslið islands og Svíþjóöar mætast á Laugardalsvelii i dag. Liðin mættust siðast í ágústmánuði en þá tapaði Island 4-0. Gíiðjón Þórðarson, þjálfari Skagatnaiiiia „Það er alltaf séns í fótbolta. Við verjumst þegar við erum boltalausir og sækjum þegar við erum með boltann. Þetta er svo dásamlega einfalt." HEYRST HEFUR... Dúnúlpur Rúskinnsúlpur Leðurjakkar Vattkápur Hattar - Húfur Leðurhanskar Ullarsjöl Góð gjöf Ég bakaði ávaxtatertu handa þér, en vörðurinn sagði að hægt væri að nota hana fyrir vopn. ijtsöluhorn ^ÖV' I ll/| Jl| / 50 % afsl. Mörkinni 6, Sími 588-5518 r x .. Opið virka daga frá kl. 10-18 Goöar vörur oglaugardagafrákll0-16 Sumir telja það mikinn heiður fyrir Reykvíkinga að listakonan Yoko Ono skyldi velja súlunni góðu stað í borgarlandinu en aðrir láta sér fátt um finnast. Spéfuglinn Davíð Þórjóns- son blandar sér í umræðuna með óvæntum hætti á bloggsíðu sinni og birtir þar þessa smellnu vísu. Friðarsúlan Að allir þrái alheimsfrið er engin tímaskekkja. En hvernig er að vinna við að vera ekkja? Engan skyldi svo sem undra að friður sé Davíð ofarlega í huga þessa dagana enda hratt hann nánast af stað trúarstríði í netheimum með athugasemd- um sínum um trúleysingja á dögunum. Vopnin hafa snúist i höndun- um á Auðunni Blöndal og félagar hans í fjölmiðlabransan- um freista þess að „taká’ Audda þegar færi gefst. 1 siðustu viku höfðu umsjónarmenn Kastljóss- ins drenginn að fífli þegar þeir fengu sminku til að mála hann sem trúð fyrir viðtal án þess að hann gerði sér grein fyrir því. Þá fékk Rúnar Róbertsson, útvarpsmaður á Bylgjunni, Sigmar Vilhjálms- son, sjónvarpsmann og vin Audda, til að gera honum síma- hrekk. Sigmar tilkynnti Audda að hann fengi ekki frekari þóknun fyrir DVD-diska með Strákunum og 70 mínútum enda kvæði ekkert á um það í samningum. Auddi brást hinn versti við og kvartaði sáran undan meðferðinni á sér áður en Sigmar upplýsti að um hrekk væri að ræða. Þótti Audda uppá- tækið ekkert sérlega fyndið og vildi fá að heyra upptökuna áður en hún færi í loftið. 12-1 © Jim Unger/dist. by United Media, 2001 Skrautlegir rósaleppar og leyndarmál salatsósunnar „Ég heillaðist af rósaleppaprjóninu meðan ég stundaði nám í textíl- og fatahönnunardeild Listaháskóla Islands. Ég fór á Þjóðminjasafnið, kynnti mér hvað til er af leppaprjóni þar og fór að safna mynstrum án þess að gera mér fyllilega grein fyr- ir hvað ég ætlaði að gera við þau. Ég skrifaði svo ritgerð um rósaleppa- prjón í skólanum og upp úr því fór ég að gera ýmsar tilraunir með mynstr- ið enda er það ótrúlega fallegt og út- færslurnar mjög fjölbreyttar,” segir Héléne Magnússon. Hún gaf nýlega út bókina Rósaleppaprjón í nýju ljósi þar sem saga hins forna, íslenska rósaleppaprjóns er rakin. I bókinni birtir Héléne líka sín eigin prjónamynstur sem hún hefur hannað út frá hinu forna rósaleppa- prjóni. Næstkomandi laugardag klukkan 16.00 verður opnuð sýning á rósaleppaprjóni Héléne Magnússon á Torginu í Þjóðminjasafni íslands og má þar sjá margar fallegar flíkur sem hún hefur unnið með hliðsjón af þessari gömlu íslensku hefð. „Það eru ekki til margar eldri heimildir um rósaleppaprjón þannig að það er erfitt að tímasetja nákvæmlega hve- nær það fór að verða algengt. Flestar varðveittar heimildir eru frá 19. öld svo það er erfitt að segja hversu göm- ul þessi hefð er.“ Héléne er frönsk en fluttist hingað til lands árið 1995 eft- ir að hafa heillast af landinu í stuttri heimsókn. Stuttu síðar kynntist hún svo eiginmanni sínum, Skúla Magn- úswni lögfræðingi. „Ég lærði lögfræði í Frakklandi og starfaði sem lögmaður í París um tíma. Ég fór í lögfræði vegna þess að mér fannst hún áhugaverð. Hins veg- ar skorti mig þá ástríðu sem þarf til að vakna á hverjum einasta morgni og ganga til þeirrar vinnu. Mig lang- aði að gera eitthvað meira skapandi og því fór ég í Listaháskólann þegar ég fluttist til Islands.” Rósaleppar eru ekki það eina sem Héléne hefur fengist við að búa til en hún gerir til dæmis mjög fallegar ljósaseríur úr ís- lenskri ull sem hægt er að kaupa hjá Handprjónasambandi íslands. „Ég er með ýmsar hugmyndir sem ég hlakka til að vinna úr en ég hef líka í nógu að snúast í barnauppeldi þessa dagana,” segir Héléne brosandi en á síðustu fimm árum hefur hún eign- ast þrjú börn með Skúla, eiginmanni sínum. Rósaleppaprjón í nýju ljósi er ekki fyrsta bók Héléne en fyrir nokkru sendi hún frá sér bók um franskar salatsósur. „íslendingar hafa að undanförnu í auknum mæli lært að meta salatsósur að frönskum sið, ég vildi leggja mitt af mörkum til þeirrar þróunar enda eru sósurnar mjög góðar með íslensku hráefni.” eftir Jim Unger Héléne Magnússon Opnar sýningu á rósaleppa- prjóni i Þjóöminjasafninu næsta laugardag. Btm/rm Á förnum vegi Hvaða ráðherra stendur sig best? Anna Heiða Kvist Mérfinnst Geir standa sig best. Kjartan Örn Pétursson, nemi Geir Haarde. Hann er maðurinn! Erna Oddný Gísladóttir, nemi Þorgerður Katrín, menntamála- ráðherra. Ekki nokkur spurning! Árni Benediktsson Valgerður Sverrisdóttir hefur staðið sig best undanfarið. Jónas Friðgeirsson Geir Haar- de. Það er ósköp einfalt.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.