blaðið

Ulloq

blaðið - 11.10.2006, Qupperneq 34

blaðið - 11.10.2006, Qupperneq 34
34 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2006 blaöiö kolbrun@bladid.net Afmælisborn dagsins ELEANOR ROOSEVELT FORSETAFRÚ OG BARÁTTUKONA FYRIR UMBÓTUM, 1884 ART BLAKEY DJASSLEIKARI, 1919 Rósaleppaprjón í nýju ljósi Laugardaginn 14. október klukkan 16:00 verður opnuð sýning á rósaleppaprjóni Héléne Magnússon áTorginu í Þjóðminjasafni Islands. Héléne hefur rannsakað íleppa sem not- aðir voru í sauðskinnsskó og út frá svokölluðu rósaleppaprjóni hannað eigin prjónamynstur. Rannsóknir og uppskriftir Héléne eru nú að koma út á bók, Rósaleppaprjón í nýju Ijósi, og er sýningin haldin í tilefni af því. í þessari athyglisverðu bók rekur Héléne sögu hins forna íslenska rósaleppaprjóns og aðferðir við gerð íleppa. íleppar eða rósaleppar eru prjónuð innlegg sem voru notuð í sauð- skinnsskó eða roðskó til þæg- inda og skrauts. Bókin heldur til haga gamalli séríslenskri þekkingu sem nánast hefur glatast og gefur hugmyndir um hvernig má hagnýta hana við nútímahönnun. Eru því birtar í bókinni 27 nýstárlegar prjóna- uppskriftir. Við hönnun á flíkum sem verða til sýnis á Þjóðminja- safninu hefur Héléne leitast við að vera trú upprunalegum litasamsetningum þeirra leppa sem hún hefur valið og gömlu aðferðunum við gerð þeirra. Merking afrískra lista Heimildarmyndin In and Out of Africa eftir llisa Barbash og Lucien Taylor verður sýnd í ReykjavíkurAkademíunni, fimmtudagskvöldið 12. október klukkan 20. Katla Kjartansdóttir þjóðfræð- ingur fylgir myndinni úr hlaði. Aðgangur er ókeypis. Myndin byggir að mestu á rannsóknum mannfræðingsins Christophers Steiners, sem gerði viðamiklar vettvangsrannsóknir á afrísku handverki á Fílabeinsströndinni. Hún er í raun sjónræn etn- ógrafía og því hentar kvikmynda- miðillinn einkar vel til að koma rannsóknarniðurstöðum og gögnum til skila til áhorfandans. Mynd/Frikki Þórdís Aðalsteinsdóttir „Ég velti fyrir mér ást, ofbeldi og hvað viö eigum sameiginiegt meö fólki til dæmis fyrir tvö þúsund árum og því fólki sem viö mætum dagsdagiega." Hugleiðingar um mannlegt eðli verkum mínum er ég mikið að velta fyrir mér mannlegu eðli og samskiptum frá upphafi alda og fram til dagsins í dag og vonast til að vekja fólk til umhugsunar," segir Þórdís Aðal- steinsdóttir en sýning á verkum hennar stendur yfir á Kjarvalsstöðum. „Ég velti fyrir mér ást, of- beldi og hvað við eigum sameiginlegt með fólki til dæmis fyrir tvö þúsund árum og því fólki sem við mætum dagsdaglega." Pólitísk myndlist Það er kynferðislegur undirtónn í verkum þín- um, ertu ekki sammála því? „Jú, það fellur undir mannleg samskipti og ást- ina. Verkin fjalla samt ekki einungis um kynferð- islega ást heldur ást milli fólks, ást á dýrum og umhverfi og ást á sjálfum sér.“ Er eitthvað pólitískt í myndlistþinni? „Já, ég mundi segja það. Ég held að allt sem við- kemur því að velta fyrir sér heimsmyndinni, mann- legu eðli, ábyrgð einstaklinganna og samskiptum þeirra sín á milli sé pólitík. Þess vegna nota ég tví- ræðni og skil ýmislegt eftir opið fyrir túlkun hjá áhorfandanum. Þetta er ein aðferð við að vekja við- brögð og fá fólk til að hugsa um verkin.“ Húmor er líka áberandi í myndunum „Maður verður að gæta sín á því að taka sig ekki alltof alvarlega í því sem maður gerir. En það er ekki eins og ég setjist niður og ákveði að setja húmor í verk mín. Hann kemur bara ósjálfrátt.“ Listaverk sem hverfur Eitt verkanna á sýningunni er veggmynd. Hvað verðursvo um hana, mun hún hverfa? „Það verður málað yfir hana. Ég hef áður gert veggmyndir og mér finnst ágætt að sum verk séu gerð fyrir vissan stað og tíma og hverfi svo. Ég sé þetta ekki sem eyðileggingu. Það er hluti af listinni að listaverk hverfi. Þú býrð íNew York. Starfarðuþar einungis sem myndlistarmaður? „Þáttur í því að starfa sem myndlistarmaður er að taka stundum að sér önnur störf. Ég hef unnið við að passa hunda, mála leikmyndir fyr- ir sjónvarp og unnið á grænmetismarkaði. Það víkkar sjóndeildarhringinn mjög að fást við ólík störf og hefur ábyggilega nýst mér í myndlist- inni.“ Þú ert á leiðinni til New York. Hvað tekur við þar? T” J T T Eitt af verkum Þórdísar á sýningunni. „í New York bíður mín vinna við vídeóverk, myndlist og fleiri verk og undirbúningur fyrir sýningar í Danmörku og Japan. Ég hlakka mik- ið til.“ Sýningu Þórdísar lýkur 3. desember. Bill og ganga menningarmolinn Hillary í hjónaband xxx Á þessum degi árið 1975 gengu William Jefferson Clinton og Hillary Rod- ham í hjónaband. Þau kynntust árið 1972 þegar bæði voru við nám í lögfræði við Yale-háskólann. Clinton varð forseti 46 ára gamall. Líkt og fleiri Bandaríkjaforsetar þótti hann djarftækur í kvennamálum. Ástarsam- band hans við lærlinginn Monicu Lewin- sky skók Hvíta húsið og heimspressan stóð á öndinni. Hillary varði mann sinn opinberlega og talaði um samsæri hægri- manna. Eftir að Clinton lét af forsetaembætti einbeitti Hillary sér að pólitískum frama sínum og varð þingmaður. Vangaveltur eru uppi um að hún hyggi á forsetafram- boð.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.