blaðið - 11.10.2006, Page 38

blaðið - 11.10.2006, Page 38
blaðið 38 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2006 Jr@bladid.net Stolt og ástríða, strákar Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englendinga, hefur biðlað til leikmanna liðsins um að sýna stolt sitt og ástríðu i leik sinum gegn Króötum í kvöld. „Gæði liðs eru meðal annars mæld í því hvernig það bregst við óhagstæðum úrslitum,” sagði Steve McClaren sem liggur undir sífellt harðnandi gagnrýni af óvægnum enskum fjölmiðlum fyrir slaka byrjun enska liðsins i undankeppni EM 2008. Þótt miðjumaðurinn þýski Michael Ballack hafi aðeins spilað þrjá leiki með Chelsea síðan hann gekk til liðs við félagið frá Bayern Munchen í sumar stefnir hann á að enda feril sinn hjá félaginu og biður aðdáendur að sýna sér þolinmæði. Frammistaða Ball- acks á knattspyrnuvellinum þykir ekki hafa verið eins og best verður á kosið. „Ég veit að ég get náð mínu besta formi með Chelsea. Liðið hefur á frá- bærum knattspyrnumönnum að skipa en við þurfum tíma til að stilla okkur saman,” sagði Ballack. Spænskar kannanir sýna nú að 87 prósent lands- manna vilja fá Luis Arago- nes burt úr starfi landsliðsþjálf- ara, en Spánverjar hafa tapað tveimur síðustu leikjum sínum í und- ankeppni EM 2008, gegn Svíum og Norður- írum. Fernando Torres, framherji Atletico Madrid og spænska landsliðsins, og fleiri leikmenn hafa komið þjálf- aranum til varnar og leggja áherslu á að leikmenn liðsins eigi jafn stóra sök á slæmu gengi liðsins og þjálfarinn Aragones. orráðamenn Arsenal hafa sýnt franska félaginu Mar- seille áhuga á að fá franska landsliðs- manninn Franck Ribery til liðs við sig þegar félags- skiptaglugg- inn opnast á Englandi í janúar. Forráðamenn Marseille stað- festu þetta við fjölmiðla í gær en sögðu að hvorki lægi fyrir samkomulag við Arsenal né að kaupverð fyrir leikmanninn hefði verið ákveðið. Lars Lagerback segir Svía lánsama: „Það geta allir unnið alla í þessum riðli eins og hefur sýnt sig og greini- lega engin stig gefins,” sagði Lars Lagerback, þjálfari Sænska lands- liðsins, í samtali við Blaðið eftir æfingu sænska liðsins á Laugardal- svelli á þriðjudagskvöld, aðspurður um hvort úrslit leikja í F-riðli und- ankeppni EM 2008 hafi komið honum á óvart. „Þótt íslendingar hafi tapað leiknum 4-0 í Lettlandi gefa þau úr- slit ekki rétta mynd af því hvernig leikurinn spilaðist. íslenska liðið fékk fullt af færum í leiknum og það eina sem upp á vantaði var að þeim tækist að skora. íslendingar eru klárlega með lið sem getur gert okkur skráveifu. Við vörum okkur því á að vanmeta íslendingana,” sagði Lagerback varkár og bætti því við að Lettarnir hefðu fengið fjölda færa í leik Svía og Letta, sem Svíar unnu á endanum 1-0, og það sama hafi verið uppi á teningnum þegar lið Liechtenstein reyndi verulega á þolinmæði sænska liðs- ins í leik sem endaði 3-1 fyrir Svía eftir að jafnt hafði verið fram á 70. mínútu. „Þessir leikir hefðu báðir mögu- lega getað endað með jafntefli,” sagði Lagerback hógvær, en Svíar hafa unnið alla þrjá leiki sína í riðl- inum, nú síðast Spánverja á laugar- dag, með tveimur mörkum gegn engu og hafa sænskir fjölmiðlar vart haldið vatni yfir frammistöðu sænska liðsins í leiknum. Þó nokkrir fastamenn í sænska liðinu verða ekki með gegn Islend- ingum en Fredrik Ljungberg er meiddur á kálfa og sömuleiðis eru aðalmarkvörður Svía, Andreas Isaksson, og miðjumaðurinn And- ers Svensson frá vegna meiðsla. Þá hefur Zlatan Ibrahimovic ekki enn gefið kost á sér í landsliðið eftir að meiðsla. Þá er Brynjar Björn Gunn- arsson í leikbanni eftir að hafa tví- vegis fengið að líta gula spjaldið í keppninni. Islendingar og Svíar hafa tólf sinnum mæst á knattspyrnuvell- inum, tvívegis hafa íslendingar náð að landa sigri, tvisvar hafa leikir liðanna endað með jafntefli og átta sinnum hafa Islendingar lotið í lægra haldi. I viðureignum liðanna hafa íslendingar skorað tólf mörk en Svíar 24. Síðast unnu íslendingar Svía árið 2000 í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, 2-1, en hinn sigur- inn kom árið 1951 á Melavellinum þar sem Ríkarður Jónsson skoraði fernu í 4-3 sigri eins og frægt er. íslendingar og Svíar léku saman í undanriðli fyrir Heimsmeistara- mótið í Þýskalandi í sumar og unnu Svíar báða leikina sannfærandi, 3-1 í Svíþjóð og 4-1 á Laugardalsvelli. Johan Elmander Skoraði glæsilegt mark gegn Spánverjum um helgina. hann var dæmdur í agabann ásamt tveimur öðrum leikmönnum sænska liðsins í síðasta mánuði. íslendingar eru heldur ekki lausir við fjarvistir leikmanna, en Pétur Marteinsson, Heiðar Helgu- son, Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Kári Árnason eru allir frá vegna Sviar æfa Sviar eru með fullt hús stiga 1 F-riðli undan- keppni EM 2008 og var hrósað í hástert fyrir frammi- stöðuna í sigurleik gegn Spánverjum um helgina. Is- lendingar fara með öllu síðra veganesti íleikinn fkvöld eftir4-0 tapleik f Lettlandi um síðustu helgi. Allir geta unnið alla ■ Vörum okkur á vanmati ■ Mikið um meiðsl hjá báðum liðum fllfílilili ■ ■ Gúmmívinnustofan SP dekk COOPEFi TffíKEEí POIAR VETRARDEKK JEPPLINGADEKK POLAR RAFGEYMAR GÚMMÍVINNUSTOFAN Skipholti 35 105 RVK Sími: 553 1055 www.gummivinnustofan.is Opið: Mán - fös 8-18 • Lau 9-15 Róðurinn verður þungur gegn sterku og reynslumiklu liði Svía: Vanmátu Letta „Það sem íslendingar átta sig kannski ekki á er að Eystrasalts- þjóðirnar eru með fullt af sterkum atvinnumannaliðum í heimaland- inu sem standa í stórliðum á meg- inlandi Evrópu í Evrópukeppnum. Það er því síður en svo neikvæður mælikvarði á lettneska liðið að leik- mennirnir spili allir heima í Lett- landi. Þeir eru sterkari en menn gera sér almennt grein fyrir,” sagði Teitur Þórðarson, þjálfari KR-inga, inntur um álit á úrslitum í leik ís- lendinga og Letta á laugardaginn síðasta. Téitur þjálfaði eins og kunn- ugterlandsliðEistaáárunum 1995 til 1999 og þekkir vel til knattspyrn- unnar í Eystrasaltslöndunum. Um leik íslendinga og Svía í kvöld sagði Teitur að alltaf væri möguleiki á hagstæðum úrslitum, en hafði þó ekki mikla trú á ár- angri. „Eg er mjög hrifinn af sænska liðinu. Það hefur styrkst gríðarlega mikið síðustu ár og þar hefur mikið að segja að leikmenn- irnir hafa orðið mikla reynslu af því að spila á stórmótum, en Svíar hafa ekki misst úr mót í fjölda ára,” sagði Teitur. Teitur Þórðarson, þjáifari KR Teitur er hrifinn af sænska liðinu og hefur ekki mikla trú á hagstæðum úrslitum íkvöld. Hann segir fólk almennt ekki gera sér grein fyrir hversu sterkar knattspyrnuþjóðir Eystrasaltslöndin séu.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.