blaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 20
blaðið OKTÓBER 2006 Þennan dag árið 1926 kom Bangsímon fyrst fyrir sjónir lesenda. Geðþekki bangsinn hefur haldið nafni skapara síns, Bretans A.A. Milne, á lofti æ síðan og það eru ófá börnin sem hlýtt hafa á sögur af Bangsímon og félögum hans fyrir svefninn. Bach-unnendur ættu að leggja leið sína i Salinn í Kópavogi á mánudags- kvöld en þar heldur Angela Hewitt tónleika klukkan 20. Hewittvar nýverið tilnefnd til hinna virtu Gramophone-verðlauna og hefur vakið mil/lo othwnli Ýtirir ti'ill/i ir» oíno ó Dooh Viðburðaríkur vetur framundan ibhbb Kátar með Völuskrínið Þórey Vilhjálmsdóttir, Lóa Auðunsdóttir og María Ása Auðunsdóttir. Það verður nóg um að vera í Þjóðminjasafni íslands í vetur og tilvalið er að heimsækja safnið um helgar enda er þá oft boðið upp á skemmtilega viðburði. í dag verður opnuð sýning Héléne Magnússon, Rósaleppaprjón í nýju Ijósi, í tilefni af útkomu samnefndrar bókar hennar hjá Sölku. Þá er um að gera að nota tækifærið og skoða í leiðinni hinar skemmtilegu Ijós- myndir Gunnlaugs P. Kristinssonar á Veggnum eða bregða sér inn í Myndasalinn og reyna að þekkja myndefnið á Ijósmyndunum á sýningunni Ókunn sjónarhorn. Grunnsýning safnsins, Þjóð verður til, er áhugaverð og um helgar er boðið upp á leiðsögn um hana. í Bogasalnum á 2. hæð stendur yfir sýningin Með silfur- bjarta nál, byggð á áratuga rannsóknum Elsu E. Guðjónsson. Þá er ekki úr vegi að skoða líka sýninguna Með gullband um sig miðja í Forsalnum á sömu hæð en þar getur að líta íslenska þjóðbúninga og dýrindis búninga- skart. þeim valda gripi sem tengjast þjóðbúningunum. Það er því Ijóst að margs er að vænta frá safninu vetur. Aftur til upprunans ikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Jóhann Sigur- jónsson skáld kvað um „gamla leggi og völuskrín“ og í dag eru líklega fá börn sem dunda sér með leggi og skel á síðkvöldum. Á því kann þó að verða breyting því að völuskrín- ið hefur nú endurfæðst í frumlegri og skemmtilegri útfærslu Lóu Auð- unsdóttur vöruhönnuðar, en hug- myndin er komin frá Þóreyju Vil- hjálmsdóttur. Við hátíðlega athöfn í Þjóðminjasafninu í gær veitti Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, fyrsta Völuskríninu við- töku en verkefnið naut styrks frá iðnaðarráðuneytinu. „Ég fékk hugmyndina fyrir fimm árum. í gegnum störf mín hef ég oft þurft að taka á móti útlendingum og kynna fyrir þeim land og þjóð. Ég hef þvi margsinnis lagt leið mína í minjagripaverslanir með gesti mína sem hafa viljað kaupa eitthvað fallegt handa börnunum sínum sem bíða heima. Oftast hef ég orðið fyrir vonbrigðum með úr- valið og fátt í boði sem getur talist Framsóknarflokkurínn í Norðvestur- kjördæmi auglýsir eftir framboðum frahsókharflokkurinn Hér með er auglýst eftir framboðum vegna vals á framboðslista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosnin- garnar 2007. Valið verður i 5 efstu sæti listans í póstkosningu meðal félags- manna sem fram fer dagana 3.-17. nóvember 2006. Framboðum skal skila til kjörnefndar fyrir kl. 22:00 föstudaginn 20. október 2006. Frambjóðendur skulu gefa kost á sér i ákveðin sæti, eitt eða fleiri, þegar þeir titkynna um framboð sitt. Að baki framboði hvers frambjóðanda skulu að lágmarki vera 10 og að hámarki 20 flokksbundnir meómælendur. Með tilkynningu um framboð hvers frambjóóanda skal fylgja stutt æviágrip ásamt mynd sem hægt er að nota til kynningar á frambjóóandanum. Kjörnefnd Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi Sveinbjörn Eyjólfsson formaður, Sveinn Bernódusson, Elfa Björk Bragadóttir, Inga Guðrún Krístjónsdóttir og Ingi Björn Árnason. íslenskt og fallegt f senn. Mér var nóg boðið þegar ég var með forríka, bandaríska kvikmyndastjörnu á mínum vegum hér á landi og hún vildi kaupa eitthvað fallegt handa dóttur sinni sem þá var fjögurra ára. Við komum tómhentar heim úr verslunarleiðangrinum því hún fann ekkert íslenskt sem hana lang- aði að færa dóttur sinni. Þá ákvað ég að taka til minna ráða,“ segir Þórey. Nýtískuleg hönnun Völuskrínið er lítill, fallegur kassi sem geymir endurgerðir þeirra beina sem börn á öldum áður léku sér að. Beinin eru alls þrettán og svo lúra líka karl og kerling í kassanum. Hönnunin er nýtískuleg með sterkar rætur í fortíðinni og í kassan- um eru útskýringar á hinum gamla, íslenska arfi á fimm tungumálum. Þórey á sjálf átta ára dreng og eins árs stúlku og hefur því oft þurft að leggja höfuðið í bleyti til að velja skemmtilegar gjafir handa þeim. Hún segist hafa hugsað sérstaklega til barnanna sinna þegar hún vann að hugmyndinni og hvað hún myndi vilja færaþeim. „Það íslenskasta sem mér datt í hug var leggur og skel og ég ákvað fljótlega að vinna með þá hugmynd. Eftir að hafa velt þessu fyrir mér í tvö ár og ráðfært mig við fjölskylduna sótti ég um styrk til verkeínisins sem ég fékk mér til mik- illar gleði.“ Fjöldi fólks hefur komið að verkefninu á ýmsum stigum en Þórey leitaði meðal annars ráða hjá fjölmörgum hönnuðum og sagn- fræðingum. „Svo fékk ég mágkonu mína, Lóu Auðunsdóttur, til að hafa yfirumsjón með hönnuninni og hún hefur verið mín stoð og stytta í þessu öllu saman. Ferlið hefur tek- ið langan tíma, ekki síst vegna þess hversu langan tíma það tók að fá vottun frá Evrópusambandinu um að varan uppfylli alla öryggisstaðla. Við höfum þurft að sýna mikla þol- inmæði, sem er ekki mín sterkasta hlið,“ segir Þórey og hlær. „En vegna þess hve vinnsluferlið hefur verið langt þá er varan tilbúin til að fara á markað og við erum ákaflega ánægð með hvernig til hefur tekist.“ Fornt og nýstárlegt í senn Völu- skrínið er fullt af skemmtilegum hlutum sem eiga án efa eftir að heilla börn á öllum aldri. BlaíiO/FMi I Að skapa sinn eigin heim Kassinn fallegi er ekki eina var- an sem þær stöllur hyggjast setja á markað. í nóvember munu skemmti- legir bolir á börn og fullorðna líta dagsins ljós og ýmislegt fleira er í bígerð. Þórey segist hafa fengið góð viðbrögð við Völuskríninu. „ Börn- in sem við höfum kynnt þetta fyrir eru ótrúlega hrifin og geta leikið sér að Völuskríninu tímunum saman. Svo er líka mikil vakning meðal for- eldra að mata ekki algjörlega börnin sin heldur láta þau skapa sinn eigin heim og Völuskrínið hentar einmitt prýðilega til þess að örva ímyndunar- afl þeirra.“ Lóa Auðunsdóttir segist hafa ver- ið spennt fyrir verkefninu frá upp- hafi. „Þegar ég lagði af stað í þetta þá hugsaði ég gripinn ekki bara sem leikfang fyrir börn, heldur líka fc Sýningaropnun og Hollandsför „Ég er að opna sýningu í dag klukk- an 16 á Gallerí Gel þannig að helgin mun snúast að stórum hluta um hana. Það er erfitt að lýsa sýningunni en þetta er einskonar draumsýn sem ég er að fást við. Ég hef verið mjög upptekin síðastliðið ár og þarna má sjá hluta af því sem ég hef verið að vinna að, meðal annars skúlptúra og vídeóverk," segir Hulda Helgadóttir sem lærði hugmyndafræðilega hönn- un í Hollandi. Hulda hefur í mörg horn að líta um helgina en auk þess að opna sýninguna hér heima er hún að undirbúa aðra í Hollandi. „Um næstu helgi er ég að fara að halda útskriftarsýningu í Eindhoven þar sem ég var í námi. Ég útskrifaðist í janúar en núna koma allir nemend- urnir sem þá útskrifuðust saman og halda eina stóra sýningu sem er hluti af hollenskri hönnunarviku. Eindho- ven er mjög framsækin borg og því mikið um að vera þar í hönnun og öllu slíku." Hulda segist reyna að sinna menn- ingarlífinu í Reykjavík af krafti. „Ég sæki sýningar eins mikið og ég hef tíma til. Það mættu vera fleiri sýning- ar i gangi í einu, hver og ein stendur oft í svo langan tíma að þær mættu vera fleiri og standa í styttri tíma,“ segir Hulda sem hefur í nógu að snú- ast þessa helgi sem aðrar. blaðiö LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2006 21 Coetzee bestur Breska dagblaðiö Guardian fékk um daginn nokkra valinkunna bók- menntagúrúa til liðs við sig og bað þá að útnefna bestu bók síðasta aldar- fjórðungs sem rituð hefði verið á enska tungu. Páfarnir komust að því að JM Coetzee hefði skrifað besta verkið en það kom út hjá Bjarti í íslenskri þýðingu Rúnars Helga Vignissonar undir heitinu Vansæmd. Myndlistarsýningu Steinunnar Marteins- dóttur í Listasal Mosfellsbæjar lýkur í dag og af því tilefni verður oþið til klukkan 17. Steinunn sýnir þar nýjustu málverk sin sem fjalla um land og náttúru. sem minjagrip og fallegan hlut sem skreytt gæti heimilið. Við vildum einblína á fagurfræðilega þáttinn og lögðum mikla áherslu á að hlut- urinn sem kæmi út úr þessu væri fal- legur á að líta." Hún segir að mark- miðið hafi verið að búa til vandaða vöru sem væri frambærileg í hvaða landi sem er en hefði jafnframt þess- ar sterku, íslensku rætur. Lóa notaði plast í beinin, en það var nauðsyn- legt til að að fá þau vottuð sem leik- föng. „Skreytingarnar á kassanum eru unnar út frá þjóðlegum, íslensk- um mynstrum. Litirnir eru nútíma- legir en hafa samt ákveðna skírskot- un til fortíðar. I botninum og lokinu á kassanum eru svo myndir sem geta nýst börnunum í leiknum. Ég reyndi að nýta það besta úr íslensku hefðinni en jafnframt gæða hana nýju lífi,“ segir Lóa, ánægð með af- raksturinn. Völuskrínið verður komið í helstu leikfanga- og minjagripaverslanir eftir helgi. hilma@bladid.net Málþing í dag Haldið verður málþing í Lista- safni íslands í dag klukkan 11 þar sem fjallað verður um stöðu og þróun íslenskrar myndlistar með hliðsjón af yfirstandandi sýningu sem ber yfirskriftina Málverkið eftir 1980. Stjórnandi umræðu er Ása Briem, frétta- maður á RÚV, og aðrir þátttak- endur eru dr. Halldór Björn Run- ólfsson listfræðingur, Gunnar J. Árnason listheimspekingur, Guðrún Einarsdóttir myndlistar- maður og Helgi Þorgils Friðjóns- son myndlistarmaður. Frægðarför Yrsu Svíar hafa tekið glæpasögunni Þriðja táknið eftir Yrsu Sigurðardótt- ur opnum örmum og hefur Yrsa ver- ið kölluð „ný glæpasagnadrottning1' í sænskum dagblöðum. Bókin kom út á sænsku á dögunum og hafa nú selst á fimmta þúsund eintök. Samtímis kom bókin út á hljóðbók í Svíþjóð en hin vinsæla leikkona Katarina Ewerlöf las söguna inn á band. Gagnrýnendurytrahafa farið fögrum orðum um söguna og segja hana halda lesandanum föngnum frá upphafi til enda. íslenskir lesendur bíða eflaust spenntir eftir næstu bók Yrsu en Þriðja táknið seldist afar vel hér á landi og Þóra, aðalsöguhetja bókarinnar, virðist hafa allt til að bera sem prýða skal góða glæpasagnapersónu. Þetta er aðeins upphafið á útrás Yrsu en Þriðja táknið er væntanleg á 24 tungumálum í yfir hundrað löndum. Leikbæjgrútsglgn 4 dagar sunnudag Opið milli 10:00 - 18:00 alla dagang!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.