blaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 38

blaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2006 blaöiö Vissirðu að leðurblökur eru afskaplega Ijúf og vitur dýr? Einhvern veginn fengu þær á sig það orðspor að vera ægilegar og ógeðslegar út frá ævintýrum og sögum. Það minnir okkur á að leita alltaf sannleikans um alla hluti og dæma aldrei fyrirfram. Órangútanar kunna að bursta tennur Er nátta tekur í regnskógum Asíu búa órangútanar sig undir svefn. (trjágreinum hátt yfir jörðu beygja aparnir til greinar og lauf til að út- búa sér gott næturból. Þeir gera sér meira að segja þak, búist þeir við rigningu. | getur orðið 'Wk' umlOO '^0-, kílómeðan ? kvendýriðer W^'j um 50 kíló. ÍÍí^'vSSMte-- . Órangút- ^ anar eyða k mKseama mestum tíma uppi í trjánum. Þeir eru með gífurlega sterka arma og fætur og fara létt með að sveifla sér í trjánum. Órangútanar finna mat í trjánum sem þeir búa í. Þeir borða ávexti, hnetur, trjábörk og lauf. Stundum borða þeir skordýr og egg. Þeir finna meira að segja vatnið sem þeir drekka í trjánum, á laufum eða í holum trjánna, jafnvel úr eigin feldi. Hvaðertu gamall? Þriggja ára. Hvenær áttu afmæli? j Ég á afmæli 15. júlí. Leikskólinn: Ég er í Laufásborg. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í leikskólanum? ; Mér finnst skemmtilegast að leira eða kubba með vinum mínum Lúkasi og Jóni Eldari en líka að fara í föndurkrók. Hvað gerirðu þegar þú ert ekki íleikskólanum? Ég er í ballett. Það er einn annar strákur en síðan bara stelpur. Ég hoppa í ballett. Mjög hátt. Ég fer líka í sund og borða snúða með pabba mínum. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? i Fara í sund með pabba og á hestbak með ■ afa mínum á Blakk. IHvað langar þig að verða þegar þú verður stór? ■ Þegar ég er orðinn mjög gamall ætla ég I að klippa blöð og vera skærastjóri eða sjóræningi sem er samt ekki með sverð heldur skæri. Hvað finnst þér skemmti- legast að horfa á? Mér finnst skemmtilegt að horfa á Heffal- ump (Frillinn, Bangsímon) og allskonar dýr og krakka að leika sér. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Kjötbollur og snúðar. Hvaða bækur finnst þér gaman að skoða? Bækur um skrímsli og dýr. Hver er uppáhaldsliturinn þinn? Grár. Áttu einhver systkini? Já, einn bróður sem heitir Óliver, hann er í New York. En dýr? Ég á tígrisdýr og hest sem heitir Blakkur. Ef þú fengir eina ósk, hvers myndirðu óska þér? Má ég fá snúð? Vísindatilraun Búðutilre rtboga Mundu að skemmta þéralltaf þegar þú gerir vísindatilraunir og ekki hafa áhyggjur ef þær takast ekki sem skyldi. Margar af mestu uppgötvunum heims voru gerðar vegna mistaka. Vísindamenn læra um heiminn sem við lifum í með því að framkvæma allskyns tilraunir. Þeir eru nákvæmir og mjög varkárir. Þegar þeir framkvæma tilraun skrifa þeir niður hvað þeir notuðu, hvað þeir gerðu og hvað gerðist. Þú getur líka haldið dagbók yfir tilraunir eins og alvöru vísindamenn. Þú þarft -Krukku sem er frekar víð eða vítt glas með vatni í -Lítinn spegil (spyrðu mömmu eða pabba hvort þau eigi svoleiðis) -Vasaljós. Tilraunin: 1. Settu spegilinn í vatnið í krukkunni/glasinu 2. Slökktu Ijósið í herberginu. Beindu vasaljósinu að speglinum og sjáðu: Það birtist regnbogi. Af hverju? Spegillinn endurvarpar Ijósinu í gegnum vatnið. Vatnið brýtur leið Ijóssins og þegar það gerist skiptist það í liti regnbogans, rauðan, appelsínu- gulan, gulan, grænan, bláan og Qólubláan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.