blaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 40

blaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2006 blaðið helgin helgin@bladid.net Til sölu ísskápur, 170 cm á hæð, uppþvDttavál, þvDttavál & þurrkari. 4ra ára gömul tæki. Selst allt saman á 75.000 kr. Sími 8971309- Róbert. SMAAUGLYSINGAR IGGIA ■PTA blaðiði- SMAAUGLYSINGAR@BLAOIO.NET Viltu prófa eitthvað nýtt? Við á Galbi viljum bjóða þér og þínum 30% afslátt af matseðli okkar. Eina sem þú þarft að gera er að klippa þessa auglýsingu út og afhenda það við komuna! Islenskt hráefni eldað á kóreskan máta, það gerist ekki betra! Við á Galbi bjóðum upp á ferskt og vel valið hráefni sem þú grillar síðan á ekta kóreskri grillpönnu, flutt inn sérstaklega fyrir okkur. m HSSfimA KOREAN ^ BARBEQUE Barónstígur 2-4, Reykjavík • Sími 544 4448 s: 867 4448 • galbi@galbi.is Opnunartími: 18.00 Tilboðið gildir alla daga fram að 29.okt *ATH tilboðið gildir ekki um drykki með VN eða öðrum tilboðum* KATTASYNING Kynjakatta WAírioi Hey vitið þið að Haustsýning Kynjakatta verður haldin 13. og 14. október 2006 í reiðhöll Gusts, Álalind, J. Kópavogi whiskas Kynjakettir spóka sig um helgina Haustsýning kynjakatta fer fram i dag og á morgun i Reiðhöll Gusts. Það verður hægt að sjá flestar ef ekki allar kattategundir landsins á sýning- unni og einnig geta kattaeigendur sparað mikla peninga með því að kaupa mat, sand og fleira í sölubásum á sýningunni. Áætlaður opnunartími er frá 10 til 18 báða dagana. Útgáfutónleikar í kvöld á Hverfisbarnum: Puppy fær góða dóma Þorgrímur Haraldsson, kallaður Toggi, heldur útgáfutónleika sína í kvöld klukkan 9 á Hverfisbarnum ásamt hljómsveit. Toggi sem hefur í gegn- um tíðina komið fram einn með kassagítar hefur verið að semja efni á nýútgefna plötu síðustu þrjú ár. Af- raksturinn ber nafnið Puppy og hef- ur fengið góða dóma tónlistargagn- rýnenda. Margir kannast við lag hans Sexy Beast sem hljómar undir Coke Light auglýsingu sem sýnd er þessa dagana og Heart in Line sem sló í gegn í sumar. „Ég keypti minn fyrsta gítar þegar ég var 17 ára,” segir Toggi. „Kenndi mér sjálfur að spila og hef alltaf spil- að tónlist fyrir sjálfan mig,” segir Toggi. „Ég skrifa textana sjálfur og fjalla þeir um tilfinningar og reynslu sem aliir kannast við.” Toggi segir áhrifavalda sína helst vera þá félaga í Smiths og Bítlana. Hann minnist einnig á tónlistarmanninn Rufus Wa- inwright sem sérstaka fyrirmynd. Aðspurður um hvernig honum líði uppi á sviði segist hann oft vera með hjartað í brókinni. „En það fer af mér í fyrstu lögunum, mér líður ekk- ert illa þegar ég er loks byrjaður.” Toggi segir plötuna heita Puppy vegna lags á plötunni sem skipti hann máli. „Þetta er mitt lag, ör- væntingarfullt lag. Ég hef átt það til að ríghalda í stoltið en þetta lag er einmitt um að sleppa stoltinu og leyfa sér að hleypa tilfinningunum fram og vera örvæntingarfullur, ég get verið agaleg dramadrottning,” bætir hann við. Puppy hefur fengið mjög góða dóma víðast hvar. „Ég tek annars ekki mark á dómum en þeir kitla mig ef þeir eru jákvæðir.” segir Toggi. Toggi kemur einnig fram á Ice- land Airwaves-tónlistarhátíðinni þann 21. október klukkan 10 í Þjóð- leikhúskjallaranum. Þá einn með kassagítar. dista@bladid.net Toggi a tonleikum Þorgrímur Haralds- son hefur í gegnum tíöina komið fram einn með kassagítar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.