blaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 25
blaðið
LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2006 25
og svo eiginmann. Hvernig kemst
fólk í gegnum röð af svo skelfilegum
áföllum?
„Það sem hjálpaði mér á sínum
tíma var að heima var okkur kennt
að lífið heldur áfram. Ef vinur eða
ættingi missti einhvern sér ná-
kominn þá höfðu foreldrar mínir
alltaf samband við viðkomandi,
buðu honum heim, fóru til hans
í heimsóknir og gerðu eitthvað
með honum. Foreldrar mínir voru
lífsreynt fólk. Mamma missti þrjá
bræður sína í sjóinn og tvær systur,
ungar konur, og pabbi hafði misst
fyrri konu sína og systur sem lést
um tvítugt.
Þótt við systkinin værum ung
þegar foreldrar okkar dóu þá var
hún sterk í okkur vissan um að lífið
héldi áfram. Þá var ekkert til sem
hét áfallahjálp. Við héldum áfram að
lifa, eins og okkur hafði verið kennt
að ætti að gera þegar áföll dynja yfir.
Svo held ég að það sé eitthvað sem
komi og hjálpi fólki þegar svona
stendur á. Einhver æðri máttur. Ég
er sannfærð um það.
En það má heldur ekki gleyma því
að það henti mig, og var mikið lán,
að ég varð ástfangin upp yfir haus
tveimur árum eftir að Vilmundur dó.
Þá kynntist ég manninum mínum,
Kristófer Má. Ég hef eiginlega verið
ástfangin síðan. Ég held að það að
vera ástfanginn sé það skemmtileg-
asta sem hendir fólk. Það var það
skemmtilegasta sem henti mig - og
svo líka það að verða amma. Það er
líka óskaplega gaman. Manni finnst
einhvern veginn sjálfsagður hlutur
að eignast börn en barnabörnin eru
lúxus.“
Skortur á umræðu
Vilmundur stofnaði Banda-
lag jafnaðarmanna. Eftir á að
hyggja, var það kannski full mikið
h ugsjónabandalag?
„Já, kannski varð það það. Við töl-
uðum mikið um stjórnarskrármál
og hugmyndir um sérstakt kjör
forsætisráðherra eftir alþingiskosn-
ingar. Kannski var þetta of stór
biti fyrir kjósendur. Svo vorum við
ung og okkur skorti í okkar hóp
eldra fólk með reynslu. En þetta var
nýtt og ferskt afl og baráttumálin
voru flott: Frjálst fiskverð, vinnu-
staðasamningar. Við settum fram
hugmyndir sem nú eru orðnar að
veruleika en voru framtíðarmúsík
á þeim tíma. Við náðum fjórum
þingmönnum í kosningum sem er
allnokkuð en við hefðum þurft að
fá átta. Þannig að úrslitin voru von-
brigði. Bandalag jafnaðarmanna er
ennþá uppáhaldsflokkurinn minn.
En ástæða þess að ég er í Samfylk-
ingunni er að ég er krati.“
Er Samfylkingin krataflokkur?
„Já, eini krataflokkurinn á Islandi.
Þess vegna er ég þar.“
Hvað heldurðu að hafi gert að
verkum að margir minnast Vil-
tnundar enn með hlýju og telja að
manns eins oghans séþörf ipólitík?
„Hann var mikill eldhugi. Hann
var afskaplega viðkvæmur og góður
maður og hafði gott hjartalag. Hann
var skemmtilegur og hann var hrein-
skilinn og hreinskiptinn. Hann sagði
það sem aðrir sögðu ekki. Það er líka
það sem skortir í íslenska pólitík.
Það getur sýnst mjög harðneskjulegt
að segja hlutina eins og þeir eru. En
maður verður að geta talað um það
sem er að vegna þess að ef það er ekki
gert þá er það aldrei lagað.
Þorsteinn Pálsson skrifar í Frétta-
blaðið: Umræðuna vantar. Það er
rétt hjá honum, umræðuna vantar
í íslenska pólitík. Það ættu stjórn-
málamenn í öllum flokkum að
geta verið sammála um. Umræðan
skiptir svo miklu máli. En alls staðar
er til kreddufólk, líka í stjórnmálum,
og kreddufólk er ekkert mikið fyrir
umræðu.“
Ekki þegnar stjórnmálamanna
Margirsegja aðþað skorti líka hug-
sjónir í íslenska pólitík í dag.
Ertu sammála því?
„Já, mér finnst mikið um að menn
séu við völd valdanna vegna en ekki
af því að þeir ætli að berjast fyrir ein-
hverju sérstöku. Stjórnmálamenn
vilja ráða. Þegar við gerðum EES-
„Það verður að opna
öll skjalasöfn og skrifa
söguna. Fyrir mér er
það sagnfræði. Fyrir
mér er pabbi bara pabbi
ogfyrir mér er Björn
bróðir minn og hann er
besti bróðir sem nokkur
manneskja getur átt.
En við erum ekki sam-
mála ípólitík."
samninginn þá var visst vald tekið
frá stjórnmálamönnum og það var
erfitt fyrir þá. í staðinn fóru þeir að
skipta sér af öðrum hlutum og vilja
ráða þeim. Þeir vilja ráða þjóðinni,
eins og opinberaðist í fjölmiðlafrum-
varpinu þegar fólk mátti ekki tala og
segja skoðanir sínar.
Framhald á næstu opnu
Allt á einum stað
boróstofa
sjónvarpsherbergi <)
I» pLjini *
I» teaLBIj
.m I mm
i
stofa
svefnsófar
sófasett <&. hornsófar
stólar casper 39.000.-
**i#
www. toscana. is
HÚSGAGNAVERSLUN
TOSCANA
SMIÐJUVEGI 2, KOP S:587 6090
HÚSGÖGNIN FÁST EINNIG I HÚSGAGNAVAL, HÖFN S; 478 2535