blaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 14.10.2006, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2006 blaöiö Nær tíu milljarða gróði Sparisjóðirnir högnuðust samanlagt um níu og hálfan milljarð króna eftir skatta á síðasta ári. Alls eru starfræktir 24 spari- sjóðir á landinu með 60 afgreiðslur hér og hvar um land UMFERÐAROHAPP Keyrði á vegg Ökumaður meiddist i andliti þegar hann keyrði bifreið sinni á húsvegg á (safirði upp úr hádegi í gær. Manninum varð það á að stíga á bensín- gjöfina þegar hann ætlaði að bremsa þar sem hann lagði í stæði. Próflaus keyrði á mann Tvítugur, prófiaus piltur keyrði á starfsmann bílaleigu á Akureyri með þeim afleiðingum að hann klemmdist á milli húsveggs og bílsins. Samkvæmt lögreglu kipptist bíllinn af stað þegar maðurinn stóð fyrir framan hann og hugsanlega má rekja það til reynsluleysis piltsins. Talið er að maðurinn sé fótbrotinn. Grunnskólar: Erlendum börnum fjölgar hratt Fjöldi grunnskólabarna hér á landi sem eru af erlendu bergi brotin hefur tæplega tvöfaldast á undanförnum sjö árum sam- kvæmt tölum frá Hagstofunni. Árið 1999 voru 920 börn hér á landi sem höfðu annað mál en íslensku að móðurmáli en í fyrra voru þau tæplega 1.600 talsins. Fram kom í Blaðinu í gær að af 38 nemendum í Grunnskóla Önundarfjarðar eru 25 af erlendu bergi brotnir og þar af sjö sem tala hvorki né skilja íslensku. Að sögn skólastjóra Grunnskóla Önundar- M. fjarðar þarf skólinn nauðsynlega á að halda kennara sem getur kennt jafnt á íslensku og pólsku. Fagleg ræsting fyrirtækja er bæði betri og ódýrari Auöbrekku 8, 200 Kópavogi, sími 554 6088, hreint@hreint.is, www.hreint.is Hauststemning Ný teppasending fm m m \ É t*' Z E D R U S fmm tm n persneskar mottur húsgögn / gjafavörur wwvv.zedru.s.is • Hlíöarsmára II S. 534 2288 Víðtækar símhleranir á íslandi: Hleraður árum saman ■ Lögreglueftirlit allan sólarhringinn ■ Hlustaði á samtal forsætisráðherra Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net ,Ég veit að sími minn var hleraður í mörgum tilvikum og stundum voru margir á línunni. Búnaðurinn var svo lélegur á þessum tíma að maður heyrði greinilega þegar hlerað var,“ segir Magnús Skarphéðinsson skóla- stjóri. Hann upplifði stöðugt eftirlit af hálfu lögreglu um margra ára skeið. Eftirlitið gekk svo langt að allur erlendur póstur sem Magnús fékk var yfirfarinn af lögreglunni og hann þurfti því að láta stíla póst sinn á vini og vandamenn. Magnús segir ekki aðeins póst sinn hafa verið lesinn og símann hleraðan heldur hafi lögreglumenn verið á vakt allan sólarhringinn til þess að fylgjast með honum. „Lög- reglumaður var í bíl fyrir utan heim- ili mitt allan sólarhringinn. Lög- reglan hefur staðfest eftirlitið og ég hef myndir af lögreglu- mönnum fyrir utan hjá mér,“ segir Magnús. Ótrúlegt samtal Dag einn segist Magnús hafa tekið upp símtólið heima hjá sér og þá hafi hann heyrt samtal Þor- steins Pálssonar, þáverandi for- sætisráðherra, og Halldórs Blöndal, þing- manns Sjálf- stæðisflokksins. Nýlega staðfesti Halldór að um- rætt samtal hafi átt sér stað. „Þetta samtal sem ég heyrði er stórmál, ekki bara fyrir það hvað þar var rætt heldur líka sú staðreynd að verið var að hlera símtöl forsætisráðherra landsins,“ segir Magnús. „Ég fékk Ólaf Ragnar Grímsson, Garðar Sverrisson og Össur Skarphéðinsson til að stað- festa samtalið sem ég hlustaði á. Það gerðu þeir allir,“ bætir Magnús við. Skrítin viðbrögð Garðar Sverrisson, formaður Ör- yrkjabandalags íslands, staðfestir frásögn Magnúsar og telur það sér- kennilega tilviljun að hann hafi hitt á umrætt samtal. „Mér er kunnugt um að lögreglan var að njósna um Magnús. Hann kvaddi mig til vitnis um það samtal sem hann heyrði. Ég get fyllilega staðfest að þetta var raunverulegt samtal á milli þeirra aðila sem um ræðir,“ segir Garðar. „Viðbrögð Halldórs eru und- arleg, svo ekki sé meira sagt. Núna kvartar hann yfir að óbrey ttur starfs- maður Símans hafi ekki látið sig vita af hlerunum hjá Jóni Baldvin. Hvers vegna gerði hann ekki meira mál út af þessu samtali þegar maður, sem viðurkennt var að njósnað var um, kemur inn á samtal bans við sjálfan forsætisráðherra við undirbúning eldhúsdagsumræðna? Eftir á að hyggja er erfitt að loka augum fyrir því að þarna hafi eitthvað farið úr- skeiðis í hlerunaraðgerðum íslensku leyniþjónustunnar og málið þess vegna látið kyrrt liggja.“ Engar heimildir Össur Skarphéðinsson alþingismaður man vel eftir því tímabili þegar njósnað var um Magnús. „Á þeim tíma sem fylgst var með Magnúsi var ég ritstjóri Þjóð- viljans og til mín leitaði lög- reglumaður sem sagði mér frá því að stöð- ugt væri fylgst með honum," segir Össur. „Þegar ég sagði Magnúsi frá því þá hló hann við, gekk út að glugganum og benti mér á í hvað bil lögreglumað- urinn sæti.“ Magnús er sannfærður um að eft- irlitið hafi allt verið án heimilda. „Ég kvartaði mikið undan þessum hlerunum á sínum tíma en það var bara hlegið að mér. Ég óskaði ítrekað eftir dómsúrskurði fyrir þessu eftir- liti en sama hvað lögreglan leitaði lengi þá fannst enginn slíkur," segir Magnús. Inniheldur [^nooM 1% vatnsleysanlegar ■ .« trefjar ' '' ym Reykjavík: Friðarstofnun komið á fót Friðarstofnun Reykjavíkur verður komið á fót í samstarfi við innlenda og erlenda aðila í tilefni af tuttugu ára afmæli Höfðafundarins. Markmið stofnunarinnar verður að fjalla um friðarmál á alþjóð- legum vettvangi og að bjóða deilu- aðilum víðs vegar um heim til friðarviðræðna. Vilhjálmur Þ. Vilhálmsson borg- arstjóri segir ísland vera herlaust land og að engin hefð sé fyrir hern- aðaruppbyggingu eða herrekstri hér á landi. „Því er Reykjavík einstakur vett- vangur til viðræðna um friðsam- lega úrlausn margvíslegra alþjóð- legra deilumála,” segir Vilhjálmur. Höfði í Reykjavík Mun vera táknrænn fundarstaður Friöarstofnunar Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.