blaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 4
4 I KONAN FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2006 blaöið Haust í Marimekko marimekko® Laugaveg 56 • Sími 551 7600 alla þriðjudaga Nícorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuö þegar reykingum er hætt eða þegar dregió er úr reykingum. Til aö ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiöbeiníngum í fylgiseðli. Skammtar eru einstaklingsbundnir eftir því hve mikió er rtíykt, hvort hætta á reykingum eóa draga úr þeim. Pví ber að kynna sér upplýsingar um notkun í fylgiseöli. í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: verkun og notkun, varúóarreglur, mikilvægar upplýsingar sem nauósynlegt er að lesa áöur en lyfin eru notuó, hugsanlegar aukaverkanir og aðrar upplýsingar. Leitið tíl la'knis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfin. Þeir sem fengíð hafa ofnæmi fyrir nikótíní eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall, óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarleg hjartsláttarglöp eöa nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette nikótiníyf. Börri yngri en 15 ára, þungaðar konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Nicorette níkótínlyf nema aö ráóí læknís. Lesið allan fylgiseðílinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Geymiöfylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur veriö að lesa hann síðar. Handhafi markaðsleyfis: Pfizer ApS. Umboð á (slandi: Vistor hf., Hörgatúni 2, Garöabæ. www.nicorette.is *Tilboðsverð 2006 5T03744 { Nicorette Fruitmint 8 Nýtt bragð sem kemur á óvart Skemmtilegt Guðrún Kristín Sveinbjörnsdóttir: „Það er náttúr- lega vinna að hanna heilar línur en þetta er bara svo skemmtilegt, þó maðursé stundum næstum því að allan sólarhringinn GuSt fotahönnun Flíkur sem eru notaðar ár eftir ár Guðrún Kristín Sveinbjörnsdóttir fatahönnuður rekur og selur sína eigin hönnun í versluninni GuSt að Laugavegi 70. Guðrún, sem hefur unnið við fata- hönnun síðan hún útskrifaðist árið 1997, hefur vakið athygli fyrir fallega og stílhreina hönnun en sjálf segist hún eiga auðvelt með að fá innblástur. „Það er minnsta málið að fá innblástur en það er aftur á móti meira mál að láta framleiða föt á íslandi. Hér er skortur á sauma- stofum auk þess sem það getur verið mjög dýrt, þess vegna kjósa margir fatahönnuðir að framleiða flíkur sínar erlendis. Ég er með stelpur í vinnu og verktaka sem sauma fyrir mig.“ Lífið hefur áhrif á mig f GuSt selur Guðrún nánast allar flíkur á konur, næstum allt nema nærföt eins og hún segir sjálf. „Það er náttúrlega vinna að hanna heilar línur en þetta er bara svo skemmtilegt, þó maður sé stundum að næstum allan sólarhringinn. Þetta er svo gaman og ég væri sennilega að hanna föt að gamni mínu væri ég ekki að vinna við þetta,“ segir Guðrún og bætir við að yfirleitt setjist hún niður og byrji að teikna til að fá innblástur. „Allt lífið hefur áhrif á mig, allt sem ég sé og allt sem ég geri. Ég sæki ekki innblástur í eitthvað eitt heldur ákveð nokkurn veginn hvernig ég vil hafa línuna þetta árið, sest niður og byrja að teikna. Þá flæða hugmyndirnar fram.“ Verða ekki úrelt Nafnið GuSt er sett saman úr gælunafni Guðrúnar, Gunna Stína, en Guðrún merkti allar sínar teikningar með þessu nafni í skólanum. „Það sem einkennir línuna mína fyrir árið 2007 er grátt og svart, hreinar línur. Ég leik mér svolítið með krossa sem ég nota bæði til að festa belti og sem skraut á silkitoppa,“ segir Guðrún sem er byrjuð að panta efni fyrir sumarlínu 2007. „Hönnunin er nokkurra mánaða ferli en hönnun mín þróast rnjög náttúrlega. Éghendi ekki öllu út ogkem með nýtt heldur þróast línan því þetta eru föt sem þú notar ár eftir ár. Hönnun mín er því ekki eitthvað sem verður úrelt á næsta ári einungis vegna þess að tískan hefur breyst.“ Merkið tryggir gæöin! 6 af hverium 7 konum vita hvað virkar. Eg er Fáanlegt hjá: öiium betri apótekum landsins | z]{\\

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.