blaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 20
20 I KONAN FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2006 blaöiö Allt það nýjasta frá Lancóme, Biotherm og Cacharel Terma ehf. hefur verið starfrækt frá árinu 1983 og er fyrirtækið um- boðsaðili fyrir vörur frá þekktum framleiðendum á borð við Giorgio Armani, Lancóme, Biotherm og Ca- charel. Sólrún Sævarsdóttir, mark- aðsstjóri Terma, segir fyrirtækið bjóða upp á allt fyrir líkama og and- lit, hvort sem það er krem, farðar eða ilmir. Á haustmánuðum er mikið að gera í snyrtivörubransanum og keppast framleiðen'dur við að kynna haust- og vetrarlínur sínar. Terma kynnir um helgina allt það nýjasta frá framleiðendum á borð við Lancóme, Cacharel og Biotherm. Um þessar mundir er að koma á markaðinn nýja haust- og vetrar- línan frá Lancöme sem er hönnuð af Gucci Westman og mun þeirri línu verða gert hátt undir höfði um helgina. Þar ber helst að nefna nýjan maskara sem ber nafnið Fat- ale og mun sá maskari vera einn af þeim betri á markaðnum í dag. Einnig verður nýtt ilmvatn frá Lancóme kynnt en það er Miracle Forever. Sá ilmur er ekki ennþá kominn í almenna sölu en Terma mun kynna hann fyrir gestum og gangandi um helgina. Biotherm-vörurnar vinsælu verða einnig kynntar um helgina þar sem sérstök áhersla verður lögð á líkamann og hvernig er hægt að bæta hann með Biotherm-vörunum. Biotherm-vörurnar hafa verið fram- leiddar síðan 1950 og eru þær með þeim söluhæstu í krem- og body- línum, til dæmis í Skandinavíu, Þýskalandi og Frakklandi. Á sýn- ingunni mun verða kynnt hvernig hægt er að nýta Biotherm-vörurnar til að berjast gegn appelsínuhúð með Biotherm-kremum og nuddi. Noa-ilmvatnslínan frá Cacharel hefur í gegnum tíðina verið mjög vinsæl og mun um helgina verða kynnt nýtt ilmvatn í þeirri linu sem hefur hlotið heitið Noa Perle. Það er því óhætt að segja að Terma muni leggja sitt af mörkum til þess að tryggja það að þeir sem leggja leið sína í Laugardalshöllina um helgina muni eiga ilmandi góða helgi. Líkamsrœkt fyrir konur Betri heilsa á 30 mínútum U WKM f V * 1 • 9- h Meira fjör, styttri tími og skemmti- legur félagsskapur. Hjá okkur færðu, aðhald og stuðning hvort sem þú þarft að grennast eða styrkjast. Reglulegar líkamsmælingar svo þú getir fylgst með árangrinum. Curvej /vtp* TIjc puwcr to ama« votirkdf.’ Hringdu og pantaðu prufutíma og líkamsmælingu 50% afsláttur afþjónustugjaldi Curves, Bœjarlind 12 - Stmi 566 6161 - curves@simnet.is ÍMÁAUGLÝSINGAR Volare-krem og gel: Árangur án aukaverkana Dr. David Melumad hefur fram- leitt ýmiskonar krem og húðsnyrti- vörur úr náttúrlegum efnum síðan 1979. Volare-vörurnar hafa verið seldar á Islandi frá 1997 og er fyrirtækið starfrækt í Vestmannaeyjum. Eydís Davíðsdóttir, sölu- og mark- aðsfulltrúi hjá Volare, segir að Vol- are-kremin hafi reynst henni mjög vel. Eftir þrjá- tíu ára stans- lausa notkun á sterakremum vegnahúðvanda- mála sinna valdi Eydís Volare og eftir nokkurra mánaða notkun gat hún sagt skilið við stera- kremin. Eydís seg- isthafakynnstvör- unum frá Volare árið 2000 og hafi hún séð um leið að þetta voru snyrti- vörur sem virkuðu. Hún var svo hrifin af vörunni að fljót- Iega eftir kynni sín af henni þá hóf hún störf við að selja Volare sjálf. Eydís segir að mikilvægt sé að fólk fari rétt með náttúrlegar vörur á iALOEVERA GELFORTE borð við Volare. „Til þess að ná lang- tímaárangri er best að nota vöruna alla daga, alltaf, ekki taka törn í til dæmis mánuð og hætta svo.“ Einnig segir Eydís að Volare-vörurnar hafi ekki neinar aukaverkanir í för með sér líkt og svo mörg sterakrem hafa. „Árangur án aukaverkana er það sem viðskiptavinurinn vill.“ Eitt af grunnefnum Volare-var- anna er Aloe Vera-gel unnið úr Aloe Vera Barbadensins. Kremin frá fyrirtækinu hafa verið notuð gegn ýmsum húð- kvillum svo sem sóríasis og exemi og hafa rakakremin úr Grænu línunni og Dauðahafslínu Volare gert stórkostlega hluti fyrir marga viðskiptavini. Dauðahafs- línan verður sérstaklega kynnt á fyrirlestri á sýningunni Konan sem haldin verður í Laugardalshöll- inni um helgina. Fyrirlesturinn hefst klukkan 16.30 en einnig mun Volare vera með vörur sínar á sýn- ingunni þar sem fólki býðst að prófa vörurnar og sjá hvað Volare hefur upp á að bjóða. rrvjií I rUyntofJf} 112 wic Gel og krem frá Volare Hafa virkaö vel gegn exemi og sóriasis.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.