blaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 22
FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2006 blaöiö 22 i Barna- og fjölskylduljósmyndir ehf. Helmingsafsláttur af myndatökum Mikil gæði „Við vinnum allar myndirnar hér, frá upphafi til enda og þannig getum við tryggt að þærséu í mjög miklum gæðum." Það verður sífellt algengara að fólk leiti til ljósmyndara til að fá myndir teknar af sér og sínum ástvinum. Gunnar Leifur Jónasson fer ekki varhluta af því en hann rekur ljós- myndastofuna Barna- og fjölskyldu- ljósmyndir ehf. í Núpalind í. „Ég hef verið með þessa stofu í tíu ár og mín til- finning er sú að með stafrænni tækni hefur það aukist að fólk fari í mynda- töku. Myndirnar sem eru teknar heima eru bara í tölvunni en eru aldrei framkallaðar,“ segir Gunnar sem verður með bás á viðburðinum Konan í Laugardalshöllinni um helg- ina. „Við verðum með svakalega gott tilboð sem við kynnum á sýningunni og það kemur á heimasíðuna okkar á föstudag. Við ætlum að bjóða 50 prósent afslátt af öllum þeim mynda- tökum sem verða bókaðar í næstu viku. Auk þess munum við taka ókeypis mynd af öllum þeim sem vilja á sýningunni og prenta hana út. Síðar í vikunni er svo hægt að koma til okkar með myndina, panta jóla- kort eða fá stærri mynd.“ Mikilgæðiog sam- vinna við foreldra Gunnar og samstarfsmenn eru vanir að taka myndir af börnum en hann viðurkennir fúslega að til þess þurfi vissa tækni. „Við erum fimm sem vinnum hér og við eigum alls Ókeypis myndataka„A sýningunni Konan munum við taka ókeypis mynd af öllum þeim sem vilja og prenta hana út.” nítján börn þannig að við þekkjum börn vel og erum lagin að vinna með þeim. Myndirnar eru teknar í mikilli samvinnu við foreldrana og hvað þeir vilja gera, svo beitum við okkar þekkingu og reynslu til að ná því fram. Það er smellt af og myndin birtist á skjánum strax þannig að foreldrarnir geta sagt til ef þeir vilja breytingar," segir Gunnar og bætir við að í dag sé allt miklu opnara í ljósmyndun og fólk velur sjálft hvaða myndir það vill kaupa. .Möguleikarnir eru líka óendanlegir, hægt er að fá myndirnar á striga og margt fleira. Við munum líka kynna nýtt forrit um helgina sem gerir okkur kleift að raða alls kyns myndum saman á eina stóra mynd sem kemur mjög vel út. Við vinnum allar myndirnar hér, frá upphafi til enda og þannig getum við tryggt að þær séu í mjög miklum gæðum.“ www.ljosmyndir.net Smyrslin frá Villimey eru 100% náttúruleg og unnin úr íslenskum jurtum, án allra rotvarna-, ilm- og litarefna. Unnið er að lífrænni vottun við Vottunarstofuna Tún. Vöðva- og liðagaldur hefur reynst sérstaklega vel á beinhlmnubólgu, vöövabólgu, sinaskeiöabólgu, auma liði, kúlur á höfði, flóa- og mýbit. Er jafnframt frábært nuddsmyrsl. Sáragaldur reynist mjög vel á minniháttar sár, brunasár, skrámur, kynfæri og útvortis gyllinæö. Bossagaldur reynist einstaklega vel á viökvæmt bleiusvæði smábarna. Er jafnframt frábært smyrsl á þurrkubletti og til aö verja litlar kinnar í frosti. Fótagaldur er mjög gott smyrsl á fætur og húö vegna sveppasýkingar, sprungur á iljum og ef grefur í sárum. Er jafnframt fábært á kynfæri kvenna og karla vegna sveppasýkingar, kláöa eða annarra óþæginda og getur verið fyrirbyggjandi vegna (fyrir) þvagfærasýkingar. Húðgaldur reynist kláöastillandi, mýkjandi og græðandi á exem, sólarexem, soriasis og aðra húðkvilla. Bumbugaldur er mjög gott smyrsl á strekkta húð ófrískra kvenna, sem og þurra húö. Vinnur gegn sliti. Varagaldur er mjög mýkjandi, græöandi og góður á frunsur, það reynist líka vel að setja hann undir eða yfir varalit. Sölustaðir Maður lifandi, Yggdrasill, Blómaval RVK og Akureyri, Fjarðarkaup, Landnámssetrið Galdrasýningin á Ströndum, Nýland Eiðistorgi, Heilsuhúsunum, Verslunin Vala Sólheimum og Lyfju um land allt. VILLIMEY Nánari upplýsingar um virkni, notkun, innihald og sölustaöi smyrslanna er að finna á villimey.is villimey@villimey.is og í síma 892-8273 Sigraðist ó brjóstakrabba Tekst næst á við Grænlandsjökul Grunnskólakennarinn Marta Guðmunda Guðmundsdóttir greindist með brjóstakrabbamein í október 2005,35 ára gömul. Hún hóf fljótlega lyfjameðferð og barð- ist af öllum krafti gegn krabba- meininu. Að lokinni strangri lyfjameðferð hefur hún náð fullri heilsu á ný og hyggst hún nú ásamt öðrum ganga þvert yfir Græn- landsjökul í lok maí á næsta ári. Marta segist hafa komist í kynni við þennan hóp þegar hún var hálfnuð í lyfjameðferð. „Ég var í miðri meðferð þegar ég sá grein í Morgunblaðinu frá konu sem heitir Katelijne Van Heuk- elom, þar sem auglýst var eftir íslenskum þátttakendum sem hafa sigrast á krabbameini í þessa fyrirhuguðu ferð yfir Grænlandsjökul." Marta þurfti ekki að hugsa sig lengi um áður en hún hringdi og bauð sig fram til þátttöku í þessum leiðangri. „Ég var búin að hreyfa mig allan tímann á meðan á lyfjameðferðinni stóð og taldi ég því að þetta væri eitthvað sem ég gæti ráðið við.“ Leiðin sem verður gengin er 600 kílómetra löng. Áætlað er að leiðangurinn gangi um 35 kíló- metra á degi hverjum í 20 daga. Aðspurð hvort hún kvíði fyrir þess- ari miklu göngu segist hún taka þeim ótta með jafnaðargeði. „Ég hef bara sama hátt á og ég hafði í lyfjameðferðinni, tek einn dag í einu. Mér tókst að fara í gegnum meðferð sem er helvíti á jörð þannig að ég hlýt að hafa nægan andlegan styrk til að ganga yfir Grænlandsjökul." Marta þakkar heilbrigðu líferni sínu áður en hún veiktist fyrir það Marta Guðmunda Gekk ígegn- um helvíti á jörð, ætti að geta ráðið við Grænlandsjökul hversu vel henni hefur gengið að berjast við sinn sjúkdóm. Hún seg- ist fullviss um að hún væri ekki í þeim sporum sem hún er í núna ef hún hefði ekki verið á góðu líkam- legu ástandi fyrir. Aðstandendur sýningarinnar Konan hafa valið að styrkja mál- stað Mörtu með peningasöfnun á sýningunni. Þar munu verða seld létt nuddtæki sem hafa hlotið heitið Magnaða Marta og segir Dagmar Haraldsdóttir, fram- kvæmdastjóri IceXpo, að það sé mjög verðugt verkefni að safna fyrir Mörtu. „Það eiga allar konur að eiga Mögnuðu Mörtu í skúff- unni sinni eða tösku og þegar þær eru orðnar þreyttar taka þær upp Mögnuðu Mörtu og nudda þreyt- una úr sér. í Mögnuðu Mörtu felst styrkur og vellíðan, það finnst okkur táknrænt." Sjá nánar: www.circle66.org.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.