blaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 2
2 i FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2006 blaöiö Viðburðurinn Konan Fjölbreyttur og viðamikill viðburður Viðamikil sýning Dagmar Haraldsdóttir: „Það ersvo margt sem konur koma að með einum eða öðrum hætti og hafa áhuga á. Konan er því sennilega ein viða- mesta sýning sem Islandsmót hefur haidið." Það má með sanni segja að næsta helgi verði helgi konunnar enda ættu allar konur að geta fundið eitt- hvað við sitt hæfi á viðburðinum Konan í Laugardalshöllinni. Það er því tilvalið að taka þessa helgi frá og eyða henni í góðra kvenna hópi í Laugardalshöllinni. I tilefni af viðburðinum fylgir sérblað um Konuna með Blaðinu og í því má finna alls kyns greinar um efni og fyrirlestra á sýningunni sem íslandsmót stendur fyrir. Dag- mar Haraldsdóttir, sýningarstjóri Konunnar, segir að þær hafi lengi gengið með hugmynd að sýningu fyrir konur í maganum og niður- staðan varð sú að tengja saman huglæg efni og vera með fyrirlestra- syrpu. „Við vildum líka vera með sýningu þar sem fyrirtæki væru sér- staklega að kynna og miðla þjónustu sinni til kvenna. Þegar leið á kom að máli við okkur fagfólk í förðunar- og naglageiranum og spurði hvort við værum ekki tilbúin að vera með íslandsmeistarakeppni sem hefur ekki verið haldin í tvö ár. Við verðum því með förðunarkeppni og naglakeppni sem verður einkar skemmtilegt að fylgjast með.“ Allt um lífsstíl konunnar Dagmar segir að Konan sé senni- lega ein viðamesta sýning sem íslandsmót hafur haldið enda er áhugasvið kvenna mjög vitt. „Það er svo margt sem við komum að með einum eða öðrum hætti og höfum áhuga á. Að vera með viðburð sem sinnir öllum þeim helstu þáttum sem snúa að konunni er meira en að segja það. Það hefur tekist gríðarlega vel til og við erum sérstaklega ánægðar með hversu fjölbreyttur og viða- mikill viðburðurinn er orðinn. Hver einasta kona á að geta fundið eitthvað fyrir sig á viðburðinum. Þar er föndur, spábollar, fatnaður, fylgihlutir, skart, matur, heilbrigði og hollusta, förðun, snyrti- vörur og brúnkuklefar. Við skönnum lífsstíl kon- unnar fyrir utan það sem snýr að öllum, eins og hreinlæti og barnauppeldi," segir Dagmar og bætir við að á viðburðinum verði líka frábær tónlistaratriði frá Heru Björk, Hönsu, Selmu, Regínu Ósk og fleirum. „Við erum ótrúlega ánægðar og snortnar yfir því hvað undirbúningurinn hefur heppn- ast vel og hve vel allir hafa tekið okkur. Það er því ekki annað hægt en að þakka öllum þessum ótrú- legu konum sem vilja miðla reynslu sinni og þekkingu til okkar hinna að ógleymdum gert þetta kleift.“ HÓPFERÐIR MEÐ ICELANDAIR SEM HAFA SVO SANNARLEGA SLEGIÐ í GEGN MADDAMA, KERLING... Gaman saman I Glasgow 24.-28. nóv. BURT MEÐ JÓLASTRESSIÐ Kvennaferð til Boston 14.-17. desember Fararstjórar: Helga Braga, Eva Dögg Sigurgeirsdóttir og Sigrlður Klingenberg. GOLF í ORLANDO 1 5.-23. janúar 2007 með Ragnhildi Sigurðardóttur, margföldum íslandsmeistara I golfi. SKÍÐUM SAMAN í GEILO, NOREGI 1 .-4. febrúar 2007 KVENNAFERÐ TIL PARÍSAR - freistandi páskaferö 2.-6. aprll 2007 Fararstjórar: Edda Björgvins, Helga Braga og Eva Dögg. VIÐ VERÐUM í LAUGARDALSHÖLL Komið og fáið allar upplýsingar um þessar frábæru ferðir fyrir konur á sýningunni KONAN í Laugardalshöll 20.-22. október. Bókaðu á www.icelandair.is Við minnum á að hægt er að punkta niður ferðalagið með Vildarpunktum VISA og lcelandair. WWW.ICELANDAIR.IS Góð þátttaka Anna Rún Frímannsdóttir: „Það eru þó nokkrir búnir að skrá sig en ég vil endllega hvetja sem flesta til að taka þátt.“ Förðunarkeppni fyrir nema og meistara Næstkomandi laugardag verður glæsileg förðunarkeppni á sýning- unni Konan í Laugardalshöll þar sem nemar í förðun og förðunarfræð- ingar geta tekið þátt. Samkvæmt Ónnu Rún Frímannsdóttur förðunarmeistara verður keppt í tveimur flokkum, nemaflokki og meistaraflokki. „Förðunarkeppnin er annars vegar tískuförðun og hins vegar tímabilaförðun en þar er ekki ákveðið þema. Tískuförðunin snýst um það sem er í gangi hverju sinni og þátttakendur hafa því frjálsar hendur þar,“ segir Anna Rún sem hvetur sem flesta til að sækja um. ,Það er hægt að sækja um á vefsíð- unni www.islandsmot.is/konan en þar má finna skráningar- og keppnisreglur.“ Glæsileg dómnefnd Förðunarkeppnin hefst klukkan 12:00 á laugardaginn og samkvæmt Önnu Rún hafa keppendur einn og hálfan tíma til að farða. „Það er ætl- ast til þess að búið sé að stílísera fyr- irsætuna þannig að hún sé tilbúin til förðunar. Hár, fatnaður og allt slíkt á því að vera tilbúið. Eftir að búið er að farða hafa keppendur nokkrar mínútur til að ganga frá sínu svæði áður en dómnefndin gengur um sal- inn. Dómnefndin, sem hefur 45 min- útur til að dæma, er óvenju glæsileg. {henni sitja Birta Björnsdóttir, förð- unarfræðingur og fatahönnuður, Karl Berndsen hárgreiðslumaður og Elín Reynis förðunarmeistari." Allir að skrá sig Anna Rún segir að skráning verði opin þangað til degi fyrir keppni. „Það eru þó nokkrir búnir að skrá sig en ég vil endilega hvetja sem flesta til að taka þátt. Þetta er lítið mál og bara til að hafa gaman af. Það eru ef- laust yfir tvö þúsund förðunarfræð- ingar í landinu og við viljum endi- lega hvetja þá til að keppa. Svo má ekki gleyma vinningunum en það eru veglegir vinningar fyrir fyrstu þrjú sætin í hvorum flokki fyrir sig,“ segir Anna Rún að lokum. Þeir flottustu ó markaðnum: Naturasun- brúnkuklefar Hafnarsportehf.erumboðsaðili fyrir Naturasun-brúnkuklefana á íslandi ásamt því að vera með um- boð fyrir ýmsar aðrar vörur svo sem Beauty White-tannhvítuefni. Halla Ruth, annar eigandi Hafnarsports ehf„ segir að Natur- asun-klefarnir séu með þeim allra bestu á markaðnum í dag og eru þessir klefar mjög vinsælir hjá fræga og fallega fólkinu út í heimi. Sem dæmi með nefna að Victoria Beckham á einn Naturasun-klefa heima hjá sér og stjörnur á borð við Paris Hilton, Jessicu Simpson og Evu Longoria nota þessa klefa að staðaldri. Einnig eru Natur- asun-klefarnir mikið notaðir við þáttagerð í Bandaríkjunum. Hafnarsport tók við einkaleyf- inu á Naturasun fyrir ári og segir Halla að viðtökurnar hafi frá upphafi verið mjög góðar. Hafn- arsport hefur séð um brúnku- meðferðir fyrir niarga íslenska sjónvarpsþætti, svo sem Brúð- kaupsþáttinn Já og Idol Stjörnu- leit. Kosturinn við þessa klefa er að þeir tryggja jafna dreifingu lit- arins og eru því liðnir þeir dagar að fólk mæti flekkótt á árshátíðir eftir misheppnaðar brúnkumeð- ferðir. Einnig tekur það mun skemmri tíma að fara í gegnum brúnkumeðferð í þessum klefum en venjan er og fólk þarf ekki að standa kyrrt í lengri tíma á meðan Halla Ruth Naturasun-klefarnir eru það allra flottasta í dag það bíður eftir að brúnkan þorni. Einnig eru boðið upp á mörg mis- munandi litbrigði á brúnkunni svo að engir tveir munu þurfa að hafa sams konar brúnku. Hafnarsport kynnir þessa klefa um helgina á ráðstefnunni Konur sem verður haldin i Laugardals- höll. Þar munu verða sýningar á klefunum þar sem vaxtarræktar- fólk á vegum Bætts útlits í Kópa- vogi mun koma og láta spreyja sig. Einnig munu gestir og gangandi eiga kost á því að prófa klefana sem og aðrar vörur sem Hafnar- sport hefur á boðstólunum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.