blaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 8
8 i FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2006 blaðiö Upplýsandi og skemmtilegir fyrirlestrar Sýningin Konan sem haldin verður í Laugardalshöll um næstu helgi er miklu meira en sýning því þar má líka finna óvenju glæsilega og fjölbreytta fyrirlestrasyrpu þar sem konur fræða konur. Ásta Ólafs- dóttir, verkefnastjóri hjá Islands- mót, heldur utan um fyrirlestrana sem hún segir hvern vera öðrum skemmtilegri. „Það sem vakti fyrir okkur var að búa til fyrirlestra- syrpu sem myndi upplýsa konur og fjalla um þessi innri mál, eins og endurmenntun, sjálfsstyrkingu, næringu og fleira. Okkur tókst það og viðtökurnar frá konum sem vildu miðla reynslu sinni hafa farið fram úr okkar björtustu vonum og það komust færri að en vildu.“ Kynlíf, átröskun og sjálfsstyrking Fyrirlestrarnir verða á föstudag og laugardag á klukkustundar fresti og þar verður fjallað um allt mögulegt, kynlíf, átröskun, sjálfs- styrkingu, endurmenntun, lífið Upplýstar konur fyrir okkur var upplýsa konurog endurmenntun, eftir fimmtugt, efri árin og margt fleira. „Allir fyrirlestrarnir snúa að því að hjálpa okkur að njóta lífsins auk þess að passa vel upp á okkur. Það eru einungis konur sem halda fyrir- lestranautanþessaðþaðereinnkarl- maður í hópnum og það er Kjartan hjá Optical Studio en hann er með ákveðna kenningu um hvernig konur gera mistök þegar þær velja sér gleraugu. Hann segir að konur eftir fertugt útbúi ómeðvitað und- irhöku og bumbu á sér þegar þær velja sér gleraugu. Þær velji sér röng gleraugu sem geri það að verkum að þær þurfa að horfa fyrir ofan og undir gleraugun. Hann fékk því undanþágu á að halda' fyrirlestur,“ segir Ásta og hlær. „Fyrirlestrarnir byrja klukkan 11.30 báða dagana og á síðunni www.islandsmot.is/ konan má sjá nákvæma dagskrá fyrirlestranna." Breiður hópur kvenna Ásta segir að lagt hafi verið upp með að höfða til breiðs hóps kvenna með fyrirlestrunum og af glæsilegum lista fyrirlesara má sjá að það hefur tekist. „Þarna verða fyrirlesarar eins og Katrín Anna Guðmundsdóttir, talskona Femín- istafélags íslands, Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, hjúkrunar- og kynfræð- ingur, Árelía Guðmundsdóttir lektor, Hendrikka Waage skart- gripahönnuður, Anna Sigríður Ólafsdóttir næringarfræðingur og margar fleiri. Bryndís Schram kallar fyrirlesturinn sinn „Og hvað svo“ en hann fjallar um að á ákveðnum aldri virðast íslenskar konur vera óvissar um hvað þær skuli gera næst. Súsanna Svavars- dóttir fjallar um að konur sem hafi lokið skyldum sínum eigi að rísa upp á afturlappirnar og leika sér og svo mun Guðfinna Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, vera með áhugaverðan fyrirlestur,“ segir Ásta og bætir við að það sé enginn einn fyrirlestur sem hún myndi hlusta á fremur en annan. Heiðarleg viðskipti Fyrirtækið Rapunzel vinnur náið með bændum til að tryggja neytendum hágæða lífrænt ræktaða vöru og til að tryggja framleið- endum, verkamönnum og fjölskyldum þeirra mannsæmandi afmkomu og góð vinnuskilyrði. Heiðarleg viðskipti og lífræn ræktun Fyrirtækið Rapunzel i Þýska- landi er frumkvöðull í framleiðslu á lífrænt ræktuðum vörum og allar vörur þess eru vottaðar lífrænt rækt- aðar. Þegar kemur að hráefnum frá þriðja heiminum þá kom ekki annað til greina frá upphafi en að náin sam- vinna við bændur væri til staðar, bæði til að tryggja neytendum há- gæða lífrænt ræktaða vöru og ekki síður til að tryggja mannsæmandi afkomu og góð vinnuskilyrði fyrir framleiðendur, verkamenn og fjöl- skyldur þeirra. Rapunzel hefur verið í náinni samvinnu við Þýsku þróunarhjálpina og þeirra sanngirn- ismerki (fair trade) er „Hand in Hand, lífrænt og heiðarlegt". Þetta er fyrsta og eina sanngirnismerkið sem sameinar heiðarleg viðskipti og lífræna ræktun. Rapunzel hefur starfað frá 1974 og árið 1975 hófst náin samvinna við bændur í Tyrklandi. Þá var stofnað samvinnuverkefni þar sem bændum var kennd lífræn ræktun um leið og langtímasamningar voru gerðir við bændurna sem tryggðu þeim hámarksverð fyrir framleiðslu sína og einnig tryggingu fyrir því að þeir gætu selt alla framleiðslu sína. í samvinnuverkefnum Rapunzel sem og Hand in Hand-verkefnum eru strangar reglur, annars vegar um lífrænu ræktunina og hins vegar um afkomu fólksins sem vinnur við framleiðslu hráefna. Meðal annars er þar kveðið á um að ekki megi nota börn í vinnu, heldur þurfi þau að fá tækifæri til að ganga í skóla. Vörur frá Rapunzel hafa verið fáan- legar á íslandi í mörg ár og eru nú fáanlegar í helstu heilsuvöruversl- unum og heilsuhillum stórmarkaða.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.