blaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 18
18 i
FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2006 blaðið
i
Kvennaferðirnar eru alltaf vinsælar
Kvennaferðir sem eru framundan
Gaman saman Svokallaðar kvennaferðir hafa verið mjög vinsælar undan-
farin ár hjá lcelandair.
í nokkur ár hefur Icelandair
staðið fyrir svokölluðum kvenna-
ferðum þar sem Edda Björgvins-
dóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Eva
Dögg Sigurgeirsdóttir og fleiri hafa
skemmt sér með islenskum konum
í fjölda borga.
Hjörvar Sæberg Högnason, sölu-
stjóri hjá Icelandair, segir að kvenna-
ferðirnar hafi verið mjög vinsælar
og sömu konurnar fara jafnvel ár
eftir ár. „Við höfum boðið upp á
óvissuferðir, borgarferðir og alls
kyns sérferðir til hinna og þessara
staða. I framtíðinni ætlum við að
auka enn meira við fjölbreytnina í
þessum ferðum, til að mynda með
því að bjóða upp á ferðir þar sem
líkami og sál verða nærð,“ segir
Hjörvar og bætir við að svo megi
ekki gleyma að það sé kominn út
nýr bæklingur frá Saga Boutique.
,Hann er glæsilegri en nokkru sinni
fyrr með fullt af nýjum vörum.“
Haegt að nýta vildarpunkta
Hjörvar talar um að það sé tilvalið
að nýta vildarpuntka í ferðirnar auk
þess sem pakkaferðir gefa punkta
líka. „Pakkaferðir gefa 3.000 til 5.000
punkta en það fer samt sem áður eftir
áfangastað. Framundan er mikið af
áhugaverðum ferðum þar sem hægt
er að safna og nýta punktana. Næst
er stefnt til Glasgow sem hefur verið
gríðarlega vinsæl í haust. Það er ein
klassísk ferð í desember en þá er
farið til Boston þar sem er frábært að
slaka á og kaupa síðustu jólapakkana.
Við erum líka í samstarfi við
Ragnhildi Sigurðardóttur,
margfaldan íslandsmeistara í golfi,
en hún verður sérstakur fararstjóri
í janúar þegar farið verður til Or-
lando. Það verður meiriháttar flott
ferð enda góðir golfvellir í Orlando.
Ragnhildur mun þar leiðbeina
þáttakendum og sjá um létta
kennslu. Það verður spennandi fyrir
konur sem hafa áhuga á golfi að
eiga stund með atvinnumanneskju
í golfi. Við höfum lika skipulagt
skíðaferð til Geilo í Noregi í febrúar
sem við höfum ekki gert áður. Þar
er allt til alls, þetta er mjög huggu-
legt hótel þar sem hægt er að fara í
spa, borða góðan mat og eiga saman
notalegar stundir.“
Maddama, kerling
í Glasgow 24.-28.
nóvember
Verð frá 56.900 kr. á mann í tví-
býli í 4 nætur.
Innifalið i verði: Flug, flugvallar-
skattar, gisting í 4 nætur með morg-
unverði og íslensk fararstjórn.
Það verður gaman saman í
Glasgow sem verður komin í jóla-
búning og við konurnar í jólaskapið.
Við vitum að þægilegast er að gera
jólainnkaupin á einum stað, í einni
ferð - og Glasgow er rétta borgin
fyrir jólin.
Með í ferð verða fararstjórarnir
Carola og Gúddý og gist verður
á Millennium-hótelinu (****) við
George Square við hliðina á
aðalverslunargötunum.
Burt með jólastressið í
Boston 14.-17. desember
Fararstjórar: Helga Braga, Eva
Dögg Sigurgeirsdóttir og Sigríður
Klingenberg.
Verð frá: 78.900 kr. á mann í
tvíbýli.
Innifalið i verði: Flug, flugvallar-
skattar, gisting á Courtyard by
Marriott Boston Tremont Hotel í 3
nætur, íslensk fararstjórn og rútu-
ferðir til og frá flugvelli erlendis.
Þetta er helgi þar sem við ætlum að
endurvekja dömuna sem blundar í
okkur öllum og gera okkur ómót-
stæðilegar fyrir jólin. Við ætlum
að fara í dekur, láta spá fyrir okkur,
hreinsa áruna og læra að klæða
okkur eftir líkamsstærð. Við ætlum
að borða góðan mat og hafa það
verulega skemmtilegt.
Golfferð til Orlando
15.-23. janúar 2007
með Ragnhildi Sigurðardóttur,
margföldum íslandsmeistara í golfi.
Verð 121.500 kr. á mann í tvíbýli
Innifalið i verði: Flug, flugvallar-
skattar, þjónustugjald, gisting
í tveggja manna herbergi með
morgunmat í 8 nætur, 5 golfhringir
(3 hringir á Ventura og 2 hringir á
hinum glæsilega Eagle Creek).
Ragnhildurleiðbeinirþátttakendum
og sér um létta kennslu. Rútuferðir
til og frá flugvelli erlendis.
Gist verður á Staybridge Suites
International Drive sem er fjögurra
stjörnu hótel við International Drive
í Orlando.
Skíðum saman í Geilo
1 .-4. febrúar 2007
Verð frá 89.900 kr. á mann miðað
við 4 í íbúð.
Geilo í Noregi (um 250 km í norð-
austur frá Ósló) er frábær skíða-
staður með góðri aðstöðu bæði
fyrir svigskíði og gönguskíði. Þar
eru 39 brekkur, snjóbrettabraut og
gönguskíðabrautir. Geilo er í 800
metra hæð fyrir ofan sjávarmál og
skíðatímabilið þar er allt frá nóv-
ember til maí.
Innifalið i verði: Flug til Ósló, gist-
ing I 3 nætur með morgunverði, 3
kvöldverðir, lyftupassar í 2 daga,
skíði í 2 daga, aðgangur að heilsu-
lind á Dr. Holms (meðferð ekki inni-
falin), rútuferðir til og frá flugvelli
í Ósló og flugvallarskattar. Farar-
stjóri auglýstur síðar.
Hlæjum saman í Par-
ís 2.-6. apríl 2007
Fararstjórar: Edda Björgvins, Helga
Braga og Eva Dögg
Verð frá 84.600 kr. á mann í tví-
býli í 4 nætur.
Innifalið i verði: Flug, flugvallar-
skattar, gisting í 4 nætur með morg-
unverði á Holiday Inn Republique,
íslensk fararstjórn og rútuferðir til
og frá flugvelli erlendis.
Allar íslensku fegurðardísirnar
verða með varalit og kvenveski um
alla Parísarborg! I vorstemningu rétt
fyrir páska ætlum við meðal annars
að sigla á Signu og þeytast í rútu
um Parísarborg með íslenskum
fararstjórum sem leiða okkur í
allan sannleikann um sögu Parísar-
borgar. Við ætlum að skokka um og
skoða Mýrina, flykkjast í bæinn til
að skoða stórkostlegustu tískuhús
heims á Chamþs Elysées og rölta
um þröngu rómantísku göturnar
hjá Notre Dame.
Á hótelinu verður hátíðarkvöld-
verður þar sem fararstjórarnir troða
upp og við flissum allar svolítið
saman. Greiða þarf sérstaklega á
staðnum fyrir hátfðarkvöldverðinn.
Hollbiti fyrir þig
Þú finnur okkur á sýningunni
KONAN íLaugardalshöll
um helgina. Komdu við.
Maður lifandi er nútímaleg matvöruverslun sem býður
upp á fjölbreytt úrval af hollri matvöru og tilbúnum
heilsuréttum sem hægt er að borða á staðnum
eða taka með.
Hjá Maður lifandi eru haldin fjölbreytt námskeið j
og fyrirlestrar um það nýjasta sem tengist heilsu
og heilbrigðum lífsstíl. Matreiðslunámskeiðin
„Heilsukostur" eru haldin reglulega.
maðurlifandi
Opið virka daga kl. 10-20, laugardaga kl. 10-17
Skráðu þig á póstlistann á www.madurlifandi.is og fylgstu
meö námskeiðum, tilboöum og nýjungum.
Borgartúni 24 Reykjavik, Hæöasmára 6 Kópavogl
www.madurllfandl.ls
Matvöruverslun - Tilbúnir rét
Á skíðum Geilo í Noregi er frábær skiöastaöur með góðri aðstöðu bæði fyrir
svigskíði og gönguskíði.