blaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 10
10 i FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2006 blaðið Shift kremin gefa fallegan lit SEM ENDIST LENGUR Shift kremin fást á sólbaðstofum Ibiza, Lindarsól, Fjarðarsól, Sólbaðsstofa Njarðvíkur, ÍSJAKANUM VESTMANNAEYJUM, PERLUSÓL EgILSSTÖÐUM Dreifing Salon Beauty s 893 8932 NATURASUN "lang fremstir í sínu fagi" Kvenleg útgáfa Hildur Hermóðs- dóttir: „Mér fannst að bókaútgáfu á Islandi væri alfarið stjórnað af körlum og miðuð út frá körlum. Mig iangaði til að breyta því og það var ástæðan fyrir því að ég natura pure natural spray tanning dreifingaraðili: Hafnarsport ehf. sími: 5173700 / 8202188 / 6613700 www.hafnarsport.is Bókoútgófon Solko Kvenlegt forlag fyrir alla Bókaútgáfan Salka var stofnuð fyrir sex árum og Hildur Hermóðs- dóttir útgefandi segir að hún hafi lengi gengið með þann draum í maganum að stofna bókaútgáfu fyrir konur. „Mér fannst að bókaút- gáfu á Islandi væri alfarið stjórnað af körlum og miðuð út frá körlum. Mig langaði til að breyta því og það var ástæðan fyrir því að ég fór út í reksturinn. Við höfum því alltaf lagt áherslu á bækur fyrir konur þó við gefum vitanlega út aðrar bækur,“ segir Hildur og bætir við að meirihluti bókanna er eftir kvenhöf- unda en útgáfan sé líka með bækur eftir karlhöfunda. „Það eru margir karlar sem vinna fyrir okkur, bæði sem höfundar, hönnuðir og þýð- endur. Samt sem áður er þetta mjög kvenmiðað forlag.“ Hugur, líkami og sál Hildur segir að viðtökurnar við Sölku hafi alla tíð verið mjög góðar en fyrirtækið hefur stækkað jafnt og þétt síðustu árin. „Við höfum fengið mikinn stuðning frá konum og þær vilja gjarnan versla við okkur. Við erum líka meðansisniðugan klúbb sem við köllum Hugur, lík- ! ami og sál. Þetta er uppbyggilegur bókaklúbbur, nokk- urs konar sjálfs- ræktarklúbbur sem sendir út upp- byggilegar bækur fjórum sinnum á ári til félaga sinna. Bækurnar eru allar Endalaus orka! RAUÐHETTUKLÚBBURINN Tóp og fjör ef tir fimmtugt tengdar andlegri eða líkamlegri heilsu. Það er ákveðið gjald fyrir hverja sendingu, ff, l 2290 krónur, og í hverri sendingu er góð bók sem er 30 prósent ódýrari en úti í búð auk þess sem heimsend- ingin er frí. Þetta hefur verið mjög vinsæll klúbbur, félagarnir eru margir og þar er til dæmis hópur af körlum,“ segir Hildur og hlær. Fimmtugar og jákvæðar Salka verður á sýningunni Konan sem haldin verður í Laugardalshöll- inni næstu helgi og um svipað leyti kemur út bókin Rauðhettuklúbb- urinn - Táp og fjör eftir fimmtugt. „Rauðhettuklúbburinn er bók um það hvernig konur sem eru búnar að skila börnunum út í heiminn geta farið að njóta lífsins og frelsis- ins betur. Bókin sýnir hvernig þær geti Íitið á fimmtugsaldurinn sem jákvæðan þátt í stað neikvæðs. Sús- anna Svavarsdóttir l þýddi bókina sem er einkar skemmti- leg,“ segir Hildur en Salka gaf út aðra áhugaverða bók á dögunum. „Síðastliðinn laug- ardag gáfum við út bókina Rósa- leppaprjón í nýjuljósi. Héléne Magn- ússon er franskur hönnuður og höfundur bókarinnar sem er um hönnun sem hún byggir á rósaleppaprjóni en það eru lepparnir sem voru settir í sauðskinnsskó í gamla daga. Það eru alls kyns falleg mynstur í prjóninu og þetta notar Héléne til nútímahönnunar. Hún opnaði sýningu í Þjóðminjasafninu á laugardaginn og þar mátti sjá rosalega flottar flíkur.“ Bók um átröskun væntanleg Hildur segir að Salka gefi bækur út reglulega allt árið í stað þess að einblína á jólavertíðina. „Fljótlega kemur út bók hjá okkur sem heitir Burt með draslið og kennir okkur hvernig við eigum að losa okkur við draslið sem safnast í kringum mann. Þannig má einfalda líf sitt að- eins. Við erum líka með bók um át- röskun í smíðum en hún kemur út í byrjun janúar. Bókin er eftir tvær ís- lenskar konur, önnur var illa haldin af átröskun og hin er hjúkrunar- fræðingur sem hefur unnið mikið með átröskunarsjúklinga. Bókin er því saga þeirra sem hafa reynsluna sem og fagleg úttekt á sjúkdómnum,“ segir Hildur og bætir við að svo séu nokkrar bækur hjá Sölku sem seljist alltaf vel. „Fyrst ég gat hætt getur þú það líka eftir Valgeir Skagfjörð er vinsæl bók og eins hefur djús- bókin Endalaus orka verið rosalega vinsæl.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.