blaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 9
blaðið FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2006
Konan Nína Björk Gunnarsdótt-
ir og Selma Ragnarsdóttir hafa
umsjón með tískusýningum á
stórsýningunni Konan íLaugar-
daishöii um næstu helgi.
Skemmtileg tísku-
sýning með húmor
A stórsýningunni Konan sem
haldin verður í Laugardalshöll um
næstu helgi verður glæsileg tískusýn-
ing sem Nína Björk Gunnarsdóttir
og Selma Ragnarsdóttir hafa staðið í
ströngu við að undirbúa. Nína Björk
segir að sýnd verði föt frá ákveðnum
búðum og íslenskum hönnuðum,
fylgihlutir, hár og förðun.
„Við höfum fengið fullt af flottum
konum á öllum aldri í sýninguna,
sem dæmi má nefna Ingu Lind
Karlsdóttur og Sif Aradóttur, ungfrú
ísland. Það verða því ekki bara fyr-
irsætur sem taka þátt i sýningunni
heldur flottar konur á öllum aldri.
Það kom mér skemmtilega á óvart
hvað allar konur tóku vel í þetta og
við erum ótrúlega stoltar af því.“
Karlar velkomnir líka
Það verða tískusýningar laugar-
daginn 21. október klukkan 15:00 og
sunnudaginn 22. október klukkan
16.00. „Fyrir ofan pallinn verður risa-
stór skjávarpi þannig að það komist
örugglega til skila frá hverjum fatn-
aðurinn er. Þetta verður stór sýning
og ég gæti trúað því að hún tæki um
45 mínútur. Ég get því lofað skemmti-
legri tískusýningu með húmor,“
segir Nína og vill ekkert gefa upp
um hver húmorinn er. „Það verður
smá uppákoma. Auk þess munu
stelpur úr Listdansskólanum dansa
við upphaf og í lok tískusýningar-
innar. Ég vona að ég sjái sem flestar
konur og að sjálfsögðu eru karlar
boðnir velkomnir líka.“
Lífrænar Snyrtivörurnar frá Dr.Hauschka eru allar unnar úr lífrænt ræktuð-
um lækningajurtum og olíum og eru án allra kemískra efna.
Náttúrlegar snyrtivör-
ur úr lífrænum jurtum
Það er margt sem skiptir máli
þegar hugað er að heilsunni, til
að mynda að borða hollan mat, fá
góðan svefn og hreyfa sig reglu-
lega. Allt sem fer á húðina fer inn
í líkamann og hefur ekki síður
áhrif en það sem við setjum ofan í
okkur. Þess vegna er mikilvægt að
forðast öll þau efni sem eru óæski-
leg, ekki bara í matvörum heldur
einnig í snyrtivörum.
Snyrtivörurnar frá Dr.Hau-
schka eru allar unnar úr lífrænt
ræktuðum lækningajurtum og
olíum og eru án allra kemískra
efna. Þær eru þróaðar af efnafræð-
ingum og snyrtifræðingum og
miða að því að efla heilbrigði húð-
arinnar. Gengið er út frá því að lík-
aminn og þar með húðin búi yfir
eigin lækningamætti og að snyrti-
vörurnar þjóni þeim tilgangi að
styrkja þennan lækningamátt og
þannig að hjálpa húðinni að við-
halda heilbrigði.
Lífræn ræktun frá upphafi
Dr.Hauschka-snyrtivörurnar
hafa verið framleiddar í 39 ár og
hafa á þessum tíma sannað gildi
sitt. í dag eru þær einna þekkt-
ustu náttúrlegu snyrtivörur í
heiminum. Dr.Hauschka er með
eigin jurtagarð með 150 lækninga-
jurtum þar sem ræktunin hefur
verið lifræn frá upphafi. Þeir reka
einnig búgarð þar sem fram fer líf-
ræn ræktun og þar er framleiddur
stór hluti af þeim jurtum sem þeir
þurfa í framleiðsluna. Dr.Hau-
schka býður upp á heildarlínu
fyrir andlit, líkama og hár fyrir
alla fjölskylduna og þær má fá í
versluninni Yggdrasil.
Peningar
og punktar,
allt sem þú
þarft!
e2 Vildarkort er nýtt VISA kreditkort sem veitir
korthöfum bæði Vildarpunkta lcelandairog
endurgreiðslu - allt í sömu færslunni, hvar
sem þú verslar innanlands.
Kostlr e2 Vildarkortsins:
• Þú þarft engu að breyta í innkaupum - Þú færð bæði
Vildarpunkta og endurgreiðslu hvar sem þú verslar
innanlands.
• Þú færð Vildarpunkta og endurgreiðslu af öllum
boðgreiðslum eins og orkureikningum, leikskólagjöldum,
fasteignagjöldum, sjónvarpsáskriftinni ogöllu hinu sem fylgir
því að reka heimili.
• Þú færð 0,65-25% viðbótarendurgreiðslu eða
viðbótarvildarpunkta ogýmis sértilboð hjá næstum 400
fyrirtækjum.
• Með því að nota e2 Vildarkortið geturðu áunnið þér tugi
þúsunda Vildarpunkta sem hægt er að nota til að komast
út í heim með lcelandair og tugi þúsunda króna sem þú
notar í það sem þér hentar!
Þú sækir um á www.e2.is
Allir geta sótt um kortið óháð viðskiptabanka
SPRON / Slmi: 550 1400 / thjonusta@e2.is / www.e2.is
Vildarkort
Allt í einu korti