blaðið - 26.10.2006, Side 1
OROLAUS
» síða 53
■ KOLLA OG KULTURINN
Dóra Jóhannsdóttir þreytir
frumraun sína á sviði í
leikriti um verstu söngkonu
allra tíma
I SÍÐA40
■ ORÐLAUS
Ragnar Hansson leikstjóri
uppgötvaöi geggjaða
breska gamanþætti og
horfir á þá á Netinu
I SÍÐA50
234. tölublað 2. árgangur
fimmtudagur
26. október 2006
FRJALST, Oh
Kennarinn á Akranesi segist ekki hafa skaðað börnin:
Ég er háður barnaklámi
■ Móðir barns var sjálf nemandi kennarans ■ Kennarinn afar vel liðinn í skólanum
Eftir Val Grettisson valur@bladld.net
Kennarinn á Akranesi, sem vistaði barnaklám
í tölvunni sinni, er farinn frá Akranesi. Hann
neitar að hafa skaðað börnin sem hann kenndi
og segir að þau hafi aldrei séð barnaklámið eða
orðið fyrir barðinu á honum.
„Þetta dvelur allt í höfðinu og tölvunni en ég gerði
börnunum aldrei neitt,“ segir kennarinn sem er á
sextugsaldri. Það var samkennari sem sá mynd-
irnar og tilkynnti skólayfirvöldum umsvifalaust.
Kennarinn játaði fyrir skólastjóra að myndirnar
væru hans. Gerð var húsleit og fannst talsvert af
barnaklámi í tölvu hans. Maðurinn var handtek-
inn í skólanum eftir venjulegum skólatíma.
„Ég er háður barnaklámi," segir hann og er
byrjaður í sálfræðimeðferð sem miðar að því að
aðstoða hann til að hætta að skoða klámið. Mað-
urinn kenndi í Brekkubæjarskóla í 27 ár og hefur
verið vinsæll meðal nemenda og kennara.
„Ég bara trúði þessu ekki í fyrstu," segir móðir
unglings sem maðurinn kenndi en allir foreldrar
voru kallaðir á fund þegar brotið komst upp og
málið útskýrt. Hún segir foreldrana í sjokki en
maðurinn var umsjónarkennari barns hennar.
Hún segir viðhorf unglinganna sem hann kenndi
og foreldra vera þau að maðurinn sé sjúkur. Hún
segir hann hafa virst vera besti maður, fyndinn og
skemmtilegur. Hún segist ekki dæma hann harka-
lega en það sem hann gerði sé ófyrirgefanlegt.
„Ég var heppinn að vera vel liðinn og enginn
af mínum nánustu hefur snúið við mér bakinu,
það er ákveðinn ljósgeisli,“ segir kennarinn en
hann heldur ekki til á Akranesi nú, heldur dvelur
í Reykjavík og segir óvíst hvort hann flytji aftur
upp á Akranes.
Lögreglan á Akranesi rannsakar málið og er
enn verið að skoða tölvuna. Að sögn Viðars Stef-
ánssonar, lögreglufulltrúa á Akranesi, er ekkert
sem bendir til að kennarinn hafi beitt börn of-
beldi. Allar myndirnar virðast vera af erlendum
heimasíðum og með erlendum börnum. Hann
vill ekki gefa upp umfang myndanna.
Sjá einnig síðu 4
Vafasamur leikur á ísilagðri Reykjavikurtjörn Kalt hefur verið í borginni undanfarna daga og hefur ís lagt á Reykjavíkurtjörn. Um fjögurra stiga hiti var í Reykjavík síðdegis í gær
og tóku nokkrir ungir Reykvíkingar áhættuna og sannreyndu hvort ísinn bæri þungann. „Það er talsvert flökt á spánum en svo virðist sem næstu dagar verði hlýrri en hefur verið undanfar-
ið,“ segir Theodór Freyr Hervarsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. „Við getum því ekki mælt með því að haldið sé út á þunnan ísinn. Hitinn mun vera yfir frostmarki næstu daga og
úrkoman framundan mun hjálpa til með að gera ísinn enn ótraustari en hann er núna.“
Undarleg
uppröðun
Rafael Benitez hefur ekki
stillt upp sama byrjunarliði 199
leikjum í röð. Þjálfari Vals, segir
It aö gagnrýna hann.
VEÐUR
Úrkoma
Dálítil él eða skúrir um
landið norðaustanvert.
Suðaustan 8 til 15 metrar
á sekúndu og rigning með
köflum. Hiti 0 til 6 stig.
VINNUVELAR
Sérblað
um vinnu-
vélar fylgir
Blaðinu í dag
» síður 23-34
Nylon tendrar Ijósin
Breskir fjölmiðlar segja nú frá því að
íslenska stúlknasveitin Nylon, sem
þeir kalla hinar íslensku Spice Girls,
tendri jólaljósin í Coventry í Bretlandi
19. nóvember. Auk þess syngja þær
nokkur lög.
Veldu 5 stjörnu
öryggi lífsins vegna!
Renault Laguna II
Nýskr. 07.2005,
5 dyra, ssk., ekinn 19 þ.
Verð kr. 2.490.000
Renault Megane II
Nýskr. 07.2005,
3 dyra, bsk., ekinn 20 þ.
Verð kr. 1.750.000
Renault Scenlc II
Nýskr. 05.2005,
5 dyra, bsk., ekinn 17 þ.
Verð kr. 2.050.000
Renault Megane II
Nýskr. 06.2005,
5 dyra, bsk., ekinn 49 þ.
Verð kr. 1.790.000
,575 1230,
EFTIRLÆTIS
j j I A ! 11* ((
II ife ! H1 i habitat
Askaiind 1. 201 Kópavogur Sími 568 9700 www.habitat.net