blaðið - 26.10.2006, Síða 2

blaðið - 26.10.2006, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2006 blaöiö VEÐRIÐ í DAG Rigning Suðaustan 8 til 15 metrar á sekúndu og rigning með köflum. Dálitil slydda norðantil. Hiti 0 til 6 stig, mildast við suðurströndina. Á MORGUN Slydda Stít suðaustanátt og rigning eða slydda sunnan- og vestantil. Hiti á bilinu 1 til 6 stig en í kringum frostmark norðaustantil. VÍÐA UM HEIM Algarve 20 ' Glasgow 11 New York 07 Amsterdam 21 Hamborg 20 Orlando 15 * Barcelona 26 Helsinkl 09 Osló 05 ? Berlín 20 Kaupmannahöfn 16 Palma 25 Chicago 04 London 17 París 22 Dublin 12 Madrid 16 Stokkhólmur 09 Frankfurt 23 Montreal 03 Þórshöfn 07 Umferðarmál: Karlar tala meira í síma Níutíu próser t þeirra sem lögreglan stöðvaði fyrir að tala í síma án þess að notast við handfrjálsan biinað á þriðjudaginn voru karlmenn. Við umferðareffirlit lögregl- unnar kom jafnframt í Ijós að karlmenn voru einnig í miklum meirihluta þeirra sem stöðv- aðir voru fyrir að nota ekki bílbelti. Þar voru karlmenn 75 af hundraði. Konur voru þó í meirihluta þeirra sem óku gegn rauðu ljósi, eða sextíu prósent. Jón Ásgeir Jóhannesson vill skýringar Jóns H.B. Snorrasonar: Segja saksóknara brjóta fyrirmæli ■ Gögn fyrir dómi úr húsleit í Lúxemborg ■ Á réttum staö aö sögn saksóknara Þing BSRB: Sætta sig ekki við kjörin „I láglaunastörf víða í atvinnu- lífinu og innan velferðarþjónust- unnar hópast nú aðkomufólk sem boðið er upp á kjör sem Islendingar sætta sig ekki við; kjör sem þetta fólk þiggur off á tíðum fegins hendi vegna neyðar og skorts í heimahögun- um,“ sagði Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, í ræðu sinni við opnun 41. þings BSRB í gær. Ögmundur segir það rangt sem stundum sé sagt að íslendingar sætti sig ekki við sum störf og flýi þau af þeim sökum. Hið rétta sé að fólk sætti sig ekki við þau kjör sem eru í boði, svo sem á sjúkra- og hjúkrunarstofnunum. Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net „Það er verið að brjóta gegn fyrirmæl- unum sem menn fengu um notkun gagnanna erlendis frá,” segir Gestur Jónsson, verjandi Jóns Asgeirs Jó- hannessonar, forstjóra Baugs, um gögn sem fengust við húsleit í Lúxem- borg 2004 og voru lögð fram í máli sem nú er fyrir héraðsdómi. „Þetta er alrangt. Þetta er sakarefni sem var skýrlega lýst í réttarbeiðn- inni. Gögnin eru f því máli sem þau eiga að vera og hvergi annars staðar. Réttarbeiðnin var vegna rannsóknar þessa máls,” segir Jón H. B. Snorra- son saksóknari. í opnu bréfi til Jóns H. B. Snorra- sonar spyr Jón Ásgeir saksóknarann meðal annars hvers vegna gögn sem fengust við húsleit í Lúxemborg 2004 af hálfu yfirvalda þar hafi verið lögð fram f öðru máli þrátt fyrir ákveðinn fýrirvara. I réttarbeiðni ríkislögreglu- stjóraembættisins í janúar, mars og apríl 2004 var tekið fram að Jón Ás- geir og Tryggvi Jónsson væru meðal annars grunaðir um fjárdrátt, fjár- svik, innherjasvik og peningaþvætti í tengslum við viðskipti við Kaupthing úmsrunofíHúsio Vill skýringar frá saksóknara Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Gögnin þar sem þau eiga að vera Jón H. B. Snorrason, saksóknari Luxembourg, að þvf er kemur fram f bréfi Jóns Ásgeirs. Hann segir ekkert hafa komið í ljós sem studdi ásakan- irnar. Það sjáist best á því að ekki hafi verið ákært fyrir slík brot. Jón Ásgeir bendir jafnframt á að í bréfisaksóknaraembættisinsíLúxem- borg dagsettu 3. ágúst 2004 sé ftrekað að farið verði eftir reglu sem getið var í bréfi 1. júlí 2004 um að gögnin verði eingöngu notuð í ákveðnu skyni. Lögð er áhersla á að gögnin sem af- hent voru íslenskum yfirvöldum eigi eingöngu að nota vegna rannsókna á atriðum sem getið var um í réttar- beiðninni. Jón Ásgeir telur síðara bréfið vísbendingu um að yfirvöld f Lúxemborg hafi fengið bakþanka um veitta aðstoð. Jón H. B. Snorrason segir bréfið sem barst frá Lúxemborg f ágúst hafa verið svarbréf við bréfí lögmanns Jóns Ásgeirs. „Hann spurði hvort nota mætti gögnin í öðrum tilgangi en þeim sem getið var í réttarbeiðn- inni en það var nú ekki vegna þess að hann teldi að verið væri að gera slfkt eða að það stæði til.” Saksóknarinn leggur á það áherslu að það sé alveg ljóst samkvæmt Evr- ópusamningi um gagnkvæma réttar- aðstoð að ekki megi nota gögn sem fengin eru með réttarbeiðni vegna meðferðar annarra sakarefna en getið er um. „Þeir fengu svar með vfsan til gildandi grundvallarlögmála.” Verjandi Jóns Ásgeirs segir að gögnin frá Lúxemborg hafi verið lögð fram í tenjgslum við ætlað bók- haldsbrot Jóns Ásgeirs sem nú er fyrir héraðsdómi. Saksóknarinn fullyrðir að sakarefninu hafi verið lýst í réttar- beiðninni frá 2004. Það hafi mörg sak- arefni verið undir f réttarbeiðninni og þeim lýst. Þess vegna hafi gögnin frá Lúxemborg verið lögð fram nú. Kjarnorkudeila: Við stöndum þétt saman Christopher Hill, sérstakur erindreki Bandaríkjamanna í Austur-Asíu, segir að spenn- an vegna kjarnorkutilrauna Norður-Kóreumanna hafi gert það að verkum að samband bandarískra og kínverskra stjórn- valda hafi aldrei verið nánara. Hill hefur verið á ferðalagi um Austurlönd fjær til þess að tryggja samstöðu um beitingu refsiaðgerða sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti að beita gegn stjórnvöldum í Pjongjang vegna tilraunanna. Norður-Kórea: Hóta Stríði Norður-Kóreumenn hótuðu að gripa til hernaðaraðgerða taki Suður-Kóreumenn þátt í þeim þvingunaraðgerðum sem öryggis- ráð Sameinuðu þjóðanna greip til gegn stjórnvöldum í Pjongjang í kjölfar þess að þau gerðu tilraun- ir með kjarnavopn á dögunum. Ríkisfréttastofa Norður-Kór- eu hafði eftir embættismanni að stjórnvöld myndu líta á þátttöku Suður-Kóreumanna í þvingunaraðgerðum sem alvarlega ögrun sem myndi leiða til stríðs á Kóreuskaga. NYKOMIM SENDING AF ITAIÆRI PLASTMÓDELUM OG AKRÝL MÁLXIXGIJ Mikill viðbúnaður vegna nauðlendingar í Keflavík: Allar þyrlurnar til hjálpar Tómstundahúsið\Nethyl 2 • S. 587 0600 • www.tomstundahusid.is Mikill viðbúnaður var á Keflavík- urflugvelli um þrjúleytið í gær eftir að beiðni um nauðlendingu barst frá flugvél bandaríska flugfélagsins Continental. Vélin sem er af gerð- inni Boeing 757-200 var á leið til Bandarfkjanna frá Bretlandi með 172 farþega um borð þegar bilun í öðrum hreyfli varð til þess að hann stöðvaðist. Allar þrjár þyrlur Landhelgisgæsl- unnar voru kallaðar út og flugu þær f átt að vélinni. Þá voru einnig allir björgunarbátar á suðvesturhorni landsins kallaðir út ef vélin skyldi þurfa að nauðlenda á sjó. Flugstjóra vélarinnar tókst að lokum að ræsa hreyfilinn að nýju og lenti vélin heilu og höldnu á Kefla- víkurflugvelli rétt eftir klukkan fjögur f gærdag. Að sögn Hjalta Sæmundssonar, aðalvaktstjóra hjá Landhelgisgæslunni, stóð einnig til að senda Fokker-flugvél Landhelg- isgæslunnar af stað með þyrlunum. Hann segir aðgerðirnar hafa gengið vel. „Okkur hefur aldrei áður tekist að vera með þrjár þyrlur úti á sama tíma. Við erum því mjög sáttir við okkar þátt í þessari aðgerð."

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.